Reiðin (ef einhver var ;) ) fokin út í veður og vind

Ekki þýðir að þykjast halda úti bloggsíðum og nenna svo aldrei að henda einhverju inn.

Ekki ætlar ástandið herna á Fróni mikið að lagast, ótrúlegt hvað allir hafa sofið á verðinum og leyft að landinu væri stýrt að feigðarósi, fussum svei!  ekki laga ég það, því miður. Ekki orð um það meir!

Vinna í dag, frí á morgun svo koma 4 dagar á morgunvakt. Þetta vaktatímabil þ.e. 4 dagar kv frí 1 dag og 4 dagar á mv finnst mér alveg hundleiðinlegt, ekkert minna en það. Svo koma vaktir þar sem maður er nánast eins mikið í fríi og í vinnu, hefði viljað sjá 2ja daga frí á milli 4urra daga kv og 4urradaga mv. skrýtið að raða þessu svona upp, kannski ekki hægt öðruvísi, veit það ekki.

Skottan mín í risinu stækkar og stækkar, held að með þessu áframhaldi verði komið að fermingu áður en maður veit af :) hún er bara æðisleg.emoticon

Nú er Elvan mín að fara í aðgerð í fyrramálið, læknarnir ætla að laga það sem úrskeiðis fór í vor þ.e. að tengja hana aftur svo hún þurfi ekki að nota pokaskömmina, vonandi gengur það allt vel, en það þýðir 6-8 vikna vinnutap hjá henni, held að það sé ekki mikil sæla með það ;) en nú hefur hún tengdadótturina á svæðinu til aðskeyta skapi sínu á ef hún verður eitthvað pirruð hehehehehe, nei nei, það held ég að gerist nú ekki, svo ótrulegt viðhorf hennar til alls þessa veikindavesens sem hefði ekki þurft að verða svona mikið ef allir sem komu að málinu hefðu staðið sig, og þá á ég við lækninn sem hún fór til þegar hún fann fyrir verkjum (kvölum) í kviðarholinu. Ekki vottur af angri eða beiskju í þeirra garð, nei ónei, það hefði einhver orðiðargur út í þetta lið.
Krossleggjum fingum og vonum að allt gangi vel.emoticon emoticon

Kellan bakaði rúgbrauð á dögunum, svona í restina af sláturgerðinni og var bara nokk sátt við árangur, hef ekki bakað rúgbrauð síðan ég var að elda ofan í litlu börnin á Hvammstanga :) og var sko ekki með rétta uppskrift, en... bara fínt, alla vega er ég búin að troða mig út af þessu og kallinn flúinn vestur í Dali, (líklega undan fnyk heheheheheheemoticon )

emoticon Undarlegir dagar hjá mér núna, síminn minn HVARF á fimmtudagskvöld, ég leitaði eins og vitleysingur, en hann fannst hvergi, allt í einu er hann kominn þar sem ég var búin að strjúka hendinni yfir, ég sver að þetta er satt. Föstudagkvöldið HVARF hálsklútur sem hún mamma mín átti, ég sneri öllu við, fór meira að segja að skanna ruslapokann í OLÍS (getið þið ímyndað ykkur kerlinguna með hausinn ofan í svörtum ruslapoka rótandi eins og betlariemoticon ) jæja ekki fannst klúturinn, var búin að yfirfara allt hér heima svo gjörsamlega að mér hefði ekki getað yfirsést klúturinn, jæja.... í morgun þegar ég vaknaði.... HVAÐ ÞÁ?  liggur ekki klúturinn beint fyrir framan nefið á mér, ég skil mæta vel að enginn trúi á svona, en þetta er heilagur sannleikur!emoticon




T Ó M !

Gangið í ljósinu kæru vinir og eigið góða vikuemoticon

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gott að heyra :) og takk fyrir mig :)

Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir lesturinn -skemmtileg færsla og áhugaverð

Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 13:47

3 identicon

Það er víst fátt sem við getum gert í þessum blessuðu þjóðfélagsmálum nema beðið um að þeir sem eru frárri á fæti en við (hjálparverur, leiðbeinendur og englar)  hjálpi þeim sem í því standa að koma þessum málum í gott lag. Við fáum örugglega betra þjóðfélag þegar upp er staðið eða það held ég að minnst kosti.

Vonandi gengur allt vel í aðgerðinni hjá henni Elvu þinni, sendum ljós og hjálparverur til hennar og þeirra sem um aðgerðin sjá.

Það er naumast að kerlan er dugleg í slátur -og rúgbrauðsgerðinni. Þú ert INN í dag með þitt slátur.

Ég trúi þess vel með hálsklútinn og símann þeir hafa verið að stríða þér búálfarnir, þeir hafa aldeilis verið í stuði.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

ég er hvorki búin að taka slátur né baka brauð nýlega, hef aðallega leyft mér að vera löt og sofa.

en ég þekki vel svona ,,hvörf" á hlutum, ég er alltaf að lenda í þessu. það er einhver sem við ekki sjáum að fá hlutina okkar lánaða stundum.  Ég er líka með húsdraug, en hann hefur verið alveg spakur í 2-3 ár, eða eftir að ég sagði honum að láta ekki svona, hann mætti alveg vera hér og ég væri ekki hrædd við hann, en ég vildi engin læti, ég gat t.d. oft ekki sofið út af umgangi frammi á næturna.  stundum kviknaði á sjónvarpinu af sjálfu sér og svoleiðis, en nú er hann hættur þessu. held samt að hann sér hér enn, hefur bara þrokast...

Guðrún Vala Elísdóttir, 19.10.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Helga skjol

Ekki dettur mér til hugar að rengja þig vegna þess að þetta þekki ég sjálf, eins og eflaust fullt af fólki.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 19.10.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Aprílrós

Ó já þetta kemur nú oft og iðulega fyrir hjá mér að hlutirnir hverfa og liggja svo daginn eftir eða eftir nokkra daga þar sem það var. Hef líka heyrt umgang frammi eða vaknað við umgang, jafnvel hurðin út opnuð og lokað,. Ég sagði að þér /ykkur er velkomið að vera hérna en gangið hljóðlega um svo ég geti sofið, og það hefur gengið bara vel þessi sambúð. ;) Eigðu ljúfan dag og kvöld :)

Aprílrós, 19.10.2008 kl. 17:27

7 Smámynd: Sara Diljá Hjálmarsdóttir

knús amma

Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gangi Elvu vel í veikindum sínum og adgerdin gangi vel.

Tekkji tetta med týnda hluti og allt í einu eru teir fyrir framan mann.

Fadmlag inn í gódann dag duglega kona..mumm hvad mig langar í slátur.

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 08:05

9 identicon

Gangi Elvunni þinni vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:50

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Við eigum aldrei neitt við höfum þá bara að láni meðan við erum hér.Gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendi hverju sinni

Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.10.2008 kl. 12:01

11 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hehehe, þú átt skilvísa húsálafa, mín kæra.

Sigríður Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 20:01

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vona að allt gengi vel  hjá Elvu í aðgerðinni.....   ja þetta þjóðfélag. hmmmmmmm

Jú trúi þér sko með þessa hluti, alveg ótrúlegt,,,,,,bestu kv á þig og þína

Erna Friðriksdóttir, 21.10.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband