Vú! blogg!

Það er nú orðin spurning um hvort maður kann ennþá að blogga eftir alla þessa veru á fésinu :)
Ekki það að það sé mikið um að vera hjá mér, frekar rólegt og þægilegt.
Síðan ég bloggaði síðast hefur það gerst að Sylvía Hera er farin að vinna í Olís og á sömu vakt og ég, mér til mikillar ánægju og held að hún sætti sig bara þokkalega við það ;) enda hafði hún val, hún gat sleppt því að sækja um hehehehe
Kalinka var orðin dálítið frek, hún sendi mér fullt af ættingjum helvísk, svo og vinum og vandamönnum, þetta lið hrúgaðist svo á þvottasnúrurnar mínar hérna úti, ég bar þetta inn í þvotti og sumir ættingjarnir leituðu inn, alltsvo þetta lið sem ekki hékk í vef á gluggunum. Hér birtist svo maður eitt kvöldið,með konuna sína og eiturbrúsa meðferðis, skákaði konunni við eldhúsborðið mitt og úðaði eitri, ekki yfir okkur en yfir Kalinku og kó, síðan hefur verið tómlegt á gluggum hehehehe.

Ég hef verið undanfarið ár held ég bara að hamast á ferðatölvu en fékk bara í dag svona "alvöru" tölvu þ.e. borðtölvu sem Óli lánaði mér, ég er yfir mig glöð, finnst miklu betra að vera með svona borðtölvu en hitt apparatið þó mér líki ekkert svo illa við greyið..

Amy er hérna núna en fer heim á þriðjudaginn, alltaf jafnleiðinlegt þegar hún þarf að fara, það líður alltaf aðeins of langt á milli þess sem hún er hérna.

Ætlaði á unglist á Hvammstanga ern það fór í vaskinn hjá mér, stefnan sett á danska daga í staðinn, hlakka mikið til, það verður bara æði.

Jæja nóg að sinni, meira síðar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband