Bærinn minn yndislegi, Hvammstangi.

Jamm, skrapp bara í Húnaþing vestra í gær, gerði nokk góða ferð, hitta flesta sem hugur minn stóð til, ekki þó alveg alla en...

Byrjaði á Kiddý, fékk mér þar morgunsopann og jólaköku, hitti Hönnu mína, Guði sé lof spræka og hressa, fór í dýrðarverslunina Hlín sem er sannarlega engri annari verslun lík, hitti það eigendur, þau Döggu og Hemma, Sigga Karls stakk þar inn nefinu í verslunarleiðangri (og bauð mér upp á kaffi sem ég hafði því miður ekki tíma til að þiggja) hitti Hörpu í söluskálanum og heimsótti Stínu Guðjóns. Bara gaman að þessu öllu saman.

Fór aðeins á Kaffi Síróp, það var mjög skemmtilegt, það er í sama húsi og Gunnukaffi var á sínum tíma, og hún Sigga mín Arnfjörð var að vinna og hann Kjartan Óli sem rekur sírópið. Mikið óskaplega var gaman að koma þarna inn, geta setið á afturendanum og horft á liðið spretta úr spori við að framleiða hamborgara, silung og og Guð veit hvað, en þurfa ekki að vera með puttana í þessu hehehehe og mikið var hlegið í eldhúsinu, Kjartan bauð mér nú vakt, en ekki í þetta sinn, væri sannarlega til í eina með henni Siggu.   Kiddý hringdi svo og bauð mér í steiktan fisk með steiktum lauk kartöflum og rúgbrauði, dásamlegtHeart

Takk þið öll sem ég hitti ef þið lesið þetta, knús fyrir daginn. 

Svo er bíllinn minn búinn að skreppa í bæinn í dag, ég nennti ekki að fylgja honum, lét aðra um það, en ætli ég reyni ekki að gera mér eitthvað til gleði um helgina, svona ef ég nenni hehehehe.

Ekki meira að sinni

 Gangið á ljóssins vegum kæru vinir mínir, og vonandi fer nú þessum ísbjarnarskelfingarsögum að ljúka, finnst alveg nóg komið af þeim. Alveg ótrúlegt hvað maður getur gert að ísbirni ef viljinn er fyrir hendi.FrownLoL

EN

ykkar einlæg kveður að sinniKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hlý kveðja til þín Guðrún mín

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Eftir öllum isbjarnarsögum að dæma, þá eru þeir orðnir ansi margir þarna á Íslandi

Heiður Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 15:53

3 identicon

Það er nú bara fyndið hvað ég hef kynnst mörgu góðu fólki frá Hvammstanga síðastliðna mánuði. Er að vinna með einni og svo kynntist ég einni í vetur í góðum hópi fólks og svo og svo......

Knús til þín og eigðu góðan dag.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

 Innlitskvitt, Guðrún mín.

  Var sjálf hjá Döggubúð í síðustu ferð norður, þar dýrðlegt að vera.  Reddaði afmælisgjöfum fyrir báðar systur mínar.

  Ljós og gleði til þín.

Sigríður Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 15:23

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kom til Hvammstanga þegar ég var sjö ára. Sonur minn átti einu sinni kærustu frá Hvammstanga.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:50

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég á þetta eftir...langar að heimsækja unglinginn minn sem mér skilst að sé fluttur í söluskálann...já og auðvitað að hitta systur og hennar fólk...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Knús inn í góda viku mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband