Danskir dagar framundan en....

veit ekki hvort ég kemst :( er búin að vera freka slæm í skrokknum og eiginlega ekki mjög vel göngufær og ekki situr maður á rassinum þegar í Hólminn er komið ;) en allt er í athugun og hver veit, kannski ná töfrafingur Elísbetu sjúkraþjálfara að flikka smá uppá kellu svo hún geti kíkt.

Annars, svo sem ekkert merkilegt að frétta hér, tendóin mín farin til síns heima og kallinn situr allar helgar á Skarði og við mæðgin hér á skaganum. Ég hef ekkert farið í sumar, því miður :( 2 svar sinnum norður og 2svar í Hólminn, skotferðir í bæði skiptin. Eins og ég ætlaði að vera duglega að flandra en svona fór það!  Jæja það kemur annað sumar og annað frí hehehehe.

Er að hamast í jólagjafaframleiðslu núna, (ok ekki NÚNA ég er í tölvunni hehe) og eru 3 jólagjafir alveg tilbúnar til innpökkunar, 3 eru á síðustu sentimetrunum ef svo mætti að orði komast. Bara gaman.

Amy kom með undurmjúkt og fallegt bleikt garn sem ég er að hanna peysu úr á Dagnýju Rós (fyrir Amy), það verður gaman að sjá hvernig það endar hjá mér, má segja að hún sé hönnuð svona jafnóðum ;)

Var með matarboð fyrir einn í gær ;) sauð mér slátur og bauð skottunni í risinu í mat, hún var nú meira en sátt við slátrið, mamma hennar fékk "nesti" fyrir hana til að borða í dag, og langan hennar sá nú ekki eftir þeirri sneiðinni svo mikið er nú víst.

Jæja, tíkin er að væla á mig, vill endilega fá mig aðeins út í garð, meira hvað hún þarf alltaf í garðinn hehehe, hefði átt að kenna henni að nota klósett ;)

Knús á ykkur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

jæja Gunna mín, þá er tekið að hausta svo að maður færir sig meira á bloggið :) Kv til þín

Erna Friðriksdóttir, 22.8.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 22.8.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband