9.8.2008 | 13:49
Afmælisdrengur
Hjálmar Karl
dóttursonur minn í Danmörkinni á afmæli í dag, hann er orðinn 12 ára drengurinn, vá hvað tíminn líður hratt, svo stutt síðan hann vafraði um eldhúsgólfið á Hvammstangabrautinni með súkkulaðisleifina í hendinni og eignaðist lífstíðarvin í henni Lady
Til hamingju með daginn þinn Hjálmar minn. Maður fær víst ekki afmæliskaffi hjá þessum dreng í dag en það verður að hafa það, fæ mér bara kaffi og sit hjá garminum mínum í huganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.8.2008 | 23:07
helmingur barna minna búsettur í Danmörku
Já, þannig er það einmitt, ég held ennþá elsta og yngsta barninu á landinu hin tvö flogin til frænda okkar dana ekki alveg örstutt í kaffi til þeirra, en samt svo stutt
Já Óli flutti í fyrradag (ja eða eiginlega var það í gær sem hann kom til Danmerkur) og kemur til með að búa ekki langt frá Elvu, eða í Lyngby. Sennilega er hann kominn með vinnu á sama stað og Raggi Jóh veit samt ekki hvort það er sama fyrirtækið og á að mæta á mánudag, svona til reynslu og ég hef nú þá trú á strák að hann standi sig.
Katrín gat varla beðið, hún var svo spennt, taldi niður í flug frá því um hádegi held ég og hló svo að sjálfri sér og sagði þetta vera eins og jólin hún væri svo spennt, hin var ögn rólegri í þessu enda styttist i að hún verði dama
Það var á vissan hátt auðveldara að kveðja þessa fjölskyldu því Elva og co biðu þeirra úti og það hefur alltaf verið góður samgangur á milli þeirra (reyndar allra systkinanna) en samt miklu erfiðara, ég huggaði mig við það þegar ELva fór að hún ætlaði jú að koma aftur, en mér finnst á Óla að hann sé að hugsa þennan flutning endanlegan
Hvað um það, vona bara að allt gangi upp hjá þessum fjölskyldum báðum og að þeim líði vel.
Fínt að vera á dagvöktunum í Olís, fæ þær eitthað frameftir þessum mánuði, það er á allan hátt léttara þó oft sé brjálæðislegt að gera, en er líka svo heppin með að vera að vinna með svo fínu liði á morgunvaktinni.
Jæja, bloggnauð (sbr andnauð) heltekur mig svo ég læt staðar numið
Risaheljarverslunarmannahelgarknús á ykkur.
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.7.2008 | 19:44
Katla og Jyderupdrottningin
Stelpur, skemmtilegar tilviljanir!
Sæl Katla mín, ég bjó fyrir langalöngu í Hólminum þ.e. 84-85, bróðir minn Ómar kom í Stykkishólm haustið 1971 held ég að ég megi segja og mamma fór svo þangað í kringum 73/74 en hún hét Ólafía Stefánsdóttir, vann lengi í Rækjunesi. Erla systir mín og hennar maður fluttu sennilega 83 til Stykkishólms og þau eiga þá Karl Jónas og Jóhannes Hjálmar, ég flutti svo aftur í Hólminn 2004 og fór þaðan 2006, þannig að ég kannski kannast við eitthvað af þínu fólki.
Jyderupdrottningin, mín kæra, ég átti heima í Saurbænum og svo skemmtilega vill nú til að bæði fyrri og seinni sambýlismenn mínir hafa átt ýmislegt að Skarði að sækja.
Fyrri samb.m. og Kiddi voru góðir vinir, hann heitir Jón og ævinlega kallaður Jón á Fossi eða jafnvel Jón á heflinum og seinna meir þegar hann fór að vinna í Fóðuriðjunni kallaður Jón gamli af vinnuélögum (til aðgreiningar frá gamla Jóni hehehehe)
Seinni sambýlinginn gæti verið að þú þekktir, hann var mjög mikið á Skarði, hjá Kristni gamla og Elinborgu, svo var hann eitthvað hjá Bogu og Eggerti og jafnvel hjá Ingu og Jóni eða Kidda og Stellu, held að Stella sé eitthvað skyld honum, minnir það, hann heitir Ragnar Stefánsson og er úr Reykjavík. Raggi er einmitt hjá Kidda og Stellu núna svo ég get ekki yfirheyrt hann en það mun ég gera þegar hann skilar sér. Ég var að vinna í KSS eða á Skriðulandi í búðinni í mörg ár, alveg frá 74 eða 5 til 84 og bjó þá í Skuld í Saurbæ. Við Stella kynntumst nú eginlega í gegnum kirkjukórastarf sumarið 1974 og grétum oft og mikið af hlátri það sumarið sem var dásemdartími Þð er alveg yndislegt að fá hláturskast með henni Stellu, það dugði okkur oft að líta hvor á aðra ef eitthvað skemmtilegt var að gerast, og við grenjuðum hehehehehe.
Þið hin: ég stend mig bærilega í langömmuhlutverkinu, kíki reglulega upp á skottuna mína sem hefur augun sín kyrfilega lokuð þegar ég birtist. Hey Jderupdrottingin, innilega til hamingju með litla manninn sem kom í heiminn þann 19.
Knús og kreist
Ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2008 | 22:18
vinnutörn og lítið langömmublogg
Vaknaði um kl 6 í morgun til að paufast í vinnuna kl 7, ókristilegur tími eftir vinnu til kl að verða 12 í gærkvöldi, úff, en dagurinn var bara nokk góður.
Það rak svo á fjörur mínar núna á dögunum, ég fæ dagvaktir núna í OLÍS einhvern tíma sem er bara fín tilbreyting frá vaktavinnunni og.... sennilega kemst ég því á danska daga hibb hibb hurrey!!!!
Það vantar nú samt heilmikið um danska daga þegar Óli minn og fjölsk eru farin af landi brott og ég get ekki gist hjá þeim fæ nú samt örugglega gistingu einhversstaðar, ekki spurning og svei mér, það er aðeins smátilhlökkun að skella sér.
Hef ekkert kíkt í risið í dag, þau hafa alveg sloppið ungu hjónaleysin og frumburður þeirra við þá gömlu af miðhæðinni, sennilega rek ég nú inn nefið á morgun eftir vinnu, daman gæti verið farin að labba annars og ég misst af einhverju hehehehehe
Kallinn farinn í Skarð til Kidda og Stellu og verður þar fram eftir vikunni, einkasonur hans og sonur minn er farin líkt og faðir hans að draga "björg" í bú, þeir eru í rauðvínsklúbbi hjá Húsó í Borgarnesi og strákur fékk bjórkippu heim í dag, ekki veitir nú af, hér er svo "mikið" drykkjufólk hehehehe svo þessi kippa verður sennilega til í einhverja mánuði, nema hún fari bara aftur í pottinn en það er gaman að vera með í þessu finnst þeim svo ég sé ekkert að því.
Jæja, orðin löt, ætla að fara að halla mér, vinna í fyrramálið og þá eru þetta orðnir 7 dagar í samfelldri vinnu og ég bæti svo 2 við til viðbótar og fæ frí í staðinn á miðvikudaginn, seinasta daginn þeirra bráðum fyrrverandi Hólmaranna minna æ ég á eftir að sakna þeirra.
Knús inn í nóttina kæru vinir
ykkar syfjaða og lata mammzan á skaganum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2008 | 14:30
3. í langömmubloggi/Óli að fara að flytja :'(
Vona bara að þau komi til með að kunna jafn vel við sig og Elva og kó.
Skrapp í risið og fann vakandi stúlkubarn sem rétt lét rifa í augun andartak fyrir ömmuna, um leið og ég tók hana kreisti hún þau aftur hehehe, góð í þessu stelpan.
Bara flottust og fallegust
Annars, fátt eitt, vinnuhelgi framundan en get þá farið að horfa til versló sem er 3ja daga fríhelgi .
Gangið á Guðs vegum kæru vinir
ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2008 | 22:36
2. í langömmubloggi
Jú jú, það snýst allt ennþá um litlu skottuna, var svo heppin að fá að sitja hjá gullmolanum í dag á meðan mamman skaust í búð, en daman svaf allan tímann (sem var ekki meira en 20 mín) og ég fékk ekkert að knúsa krúttið.
Fór heim úr vinnu í dag vegna verulegrar slæmsku í skrokknum og er ekki mikið skárri, vonandi samt betri á morgun. Var reydar að dreyma frekar leiðinlega á dögunum og er svolítið með hjartað í buxunum þess vegna, finnst einhvernveginn að þessi krankleikiminn sé ekki að hverfa eða minnka, kannksi frekar á hinn veginn, aaaarg!
Strákormuinn minn er lagstur í bólið, veit ekki hvað veldur en það leynir sér ekki að hann er með töluverðann hita, vonandi verður þetta rokið úr honum á morgun, en ef fekki verðu hann af vinnu þann daginn, skollans, ekki alveg hress með þetta
Takk elsku þið fyrir hamingjuóskir,þær hlýja langömmu
knús inn í rökkur næturinnar
ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.7.2008 | 15:56
1. í langömmubloggi :)
Þá er ÉG búin að landa langömmutitlinum ÉG gerði það í dag hehehehehe
Sylvía er semsagt orðin mamma lítillar telpu og Esta og Skúli orðin AMMA og AFI hehehehe. Daman er 14 merkur og 51 cm.
Á eftir að skoða krílið, við mæðginin förum í kvöld og sjálfsat Rstef líka, hef bara ekki náð í hann til að ákveða þetta. EN ég RÆÐ hehe.
Búin í bili
hamingusöm langamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.7.2008 | 10:25
ótrúleg blogg og kommentaleti
Aldeilis ótrúleg leti í gangi, hvorki bloggað né kommentað og þá ekki mikið blogg lesið
Konan er farin að vinna aftur eftir yndislegt sumarfrí og búin að plana næsta hehehehehe, en örugglega þarf að plana það aftur og aftur og aftur... en það er líka allt í lagi
Annars er allt í rólegheitunum,ætla kannski í Hólminn um helgina ef ekki verður rok og rigning, nenni ekki að þeytast þangað ef það verður mjög hvasst, þá er betra að liggja undir sæng og lesa.
Enn bíð ég eftir langömmubarninu mínu í heiminn, þrælspennt, en það verður líklega ekki fyrr en upp úr næstu helgi. Jú sannarlega er ég að verða langamma, elsta barnið mitt að verða amma. Ég var nítján ára þegar ég átti hana og hún rétt að verða nítján þegar hún átti svo fyrsta barnabarnið mitt sem er tvítug skvísa og er að færa ömmunni sinni langömmutitilinn og langömmu sinni á Fossi (í föðurætt) langalangömmutitilinn.
Nú er búið að ákveða að fara eina ferð norður á Blönduós og skella sér á kaffihús ohhhh hvað það verður fínt, er sannarlega farin að sakna þess að setjast inn á Við Árbakkann og fá yndislega kaffið þeirra, frábæru terturnr þeirra og síðast en ekki síst frábærar móttökur þessara ágætu gestgjafa, allnokkrar ferðirnar fór ég frá Hvammstanga og á Blönduós í kaffi til þeirra. Veit samt ekki alveg hvenær verður farið, en við förum!
Jæja, ætla að láta þetta duga að sinni. Farið vel með ykkur elsku bloggvinir mínir og sorry hve ég hef verið slök undanfarið í kommentakerfum bloggsins ykkar.
Endalaust knús og fullt fullt af ljósi ykkur til handa, gangið á Guðs vegum
Ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.7.2008 | 17:30
Skrifa þarf fyrirsögn - færsla ekki vistuð! hvað er þetta? :)
Þá eru írskir dagar framundan, vonandi fer allt vel fram hérna á skaganum, alltaf leiðinlegt þegar fólk getur ekki hamið sig.
Loksins kom rigning, held að ekki hafi veitt af, sýnist grasið hérna í garðinum ansi gult, ekki það, mér hefur aldrei fundist grasflötin hérna falleg, hæðótt ja eða kannski frekar svona dældótt og miðað við hvað annars hefur verið lögð gífurleg og þá meina ég GÍFURLEG vinna í garðinn, skil ég þetta bara allsekki. Þegar ég var að byggja í Skuld, þá sagði mér garðyrkjuráðunautur að ég skyldi byrja á að slétta flötina mína áður en ég færi í eitthvað annað, sem ég og gerði og flutti burt hehehehehehe.
Annars er fátt eitt að tjá sig um, ég fer að vinna í næstu viku sem betur fer eru það bara 2 dagar í fyrstu lotu og 3ja daga frí, gæti ekki hitt betur á.
Nú fer maður að sofa með annað eyrað opið eða þannig, Heran mín var með einhverja verki í gær og ef hún líkist eitthvað mömmunni sinni verður hún snögg að þessu, það er farin að koma smá langömmufiðringur í mig, en hún er víst verkjalaus í dag.
Er búin að nota fríið mitt í heilmikinn bókalestur, uppgötvaði að ég kann að lesa hehehehe og las og las. Man þá tíð að ef maður komst yfir lesefni þá gat maður ekki hætt fyrr en upp var urið, og nú hefur lestrarhesturinn í mér vaknað af værum blundi, alveg sérdeilis sátt með það.
Ætli ég lendi ekki í snittum um næstu helgi, skilst að það vanti nokkrar og hvert er þá leitað, ja nema til gamla Gunnukaffivertans hehehehehe
Vi ses
Knus og kram
Ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.6.2008 | 14:58
Bærinn minn yndislegi, Hvammstangi.
Jamm, skrapp bara í Húnaþing vestra í gær, gerði nokk góða ferð, hitta flesta sem hugur minn stóð til, ekki þó alveg alla en...
Byrjaði á Kiddý, fékk mér þar morgunsopann og jólaköku, hitti Hönnu mína, Guði sé lof spræka og hressa, fór í dýrðarverslunina Hlín sem er sannarlega engri annari verslun lík, hitti það eigendur, þau Döggu og Hemma, Sigga Karls stakk þar inn nefinu í verslunarleiðangri (og bauð mér upp á kaffi sem ég hafði því miður ekki tíma til að þiggja) hitti Hörpu í söluskálanum og heimsótti Stínu Guðjóns. Bara gaman að þessu öllu saman.
Fór aðeins á Kaffi Síróp, það var mjög skemmtilegt, það er í sama húsi og Gunnukaffi var á sínum tíma, og hún Sigga mín Arnfjörð var að vinna og hann Kjartan Óli sem rekur sírópið. Mikið óskaplega var gaman að koma þarna inn, geta setið á afturendanum og horft á liðið spretta úr spori við að framleiða hamborgara, silung og og Guð veit hvað, en þurfa ekki að vera með puttana í þessu hehehehe og mikið var hlegið í eldhúsinu, Kjartan bauð mér nú vakt, en ekki í þetta sinn, væri sannarlega til í eina með henni Siggu. Kiddý hringdi svo og bauð mér í steiktan fisk með steiktum lauk kartöflum og rúgbrauði, dásamlegt
Takk þið öll sem ég hitti ef þið lesið þetta, knús fyrir daginn.
Svo er bíllinn minn búinn að skreppa í bæinn í dag, ég nennti ekki að fylgja honum, lét aðra um það, en ætli ég reyni ekki að gera mér eitthvað til gleði um helgina, svona ef ég nenni hehehehe.
Ekki meira að sinni
Gangið á ljóssins vegum kæru vinir mínir, og vonandi fer nú þessum ísbjarnarskelfingarsögum að ljúka, finnst alveg nóg komið af þeim. Alveg ótrúlegt hvað maður getur gert að ísbirni ef viljinn er fyrir hendi.
EN
ykkar einlæg kveður að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)