Dagný Rós komin á "réttan" landshluta ;)

Já já ég veit, eigingjörn! en mér finnst nú betra að vita að litla fjölskyldanemoticon er komin á vesturlandið, það er eilífðarrokspá og langa ekki spennt fyrir ferðalagi lítillar dömu í vondu veðriemoticon
Annað, ég hef nú ekki mikið heyrt í kisuanganum í kvöld, vona að einhver hafi verið að leita og fundið skinnið, einhvernvegin finnst mér ekki gott að vita af greyinu úti í þessu blauta veðri.


Vinnuhelgi framundan, má rífa mig upp kl 06:30 í fyrramálið, ekki seinna og opna kl 7emoticon einhver verður syfjuð þá emoticon


Nóg um það, loksins komu þeir hér á 123.is með almennilega broskalla og eins og þið sjáið er ég glöð með þaðemoticon emoticon

Latari en lötemoticon
Gott að ég er með frábærar stelpur á fastri vakt með mér svo ég get horft meðbros á vör til morgundagins. Ætla ekkert að blogga meira að sinni, en minni ykkur á kisuna sem hefur verið aðdandalast hérna
Gangið í ljósinu kæru viniremoticon

ertu farin að sakna kisunnar þinnar ?

hér úti í garði hjá mér er köttur sem ég kannast ekki við, heyrði í honum fyrst í fyrradag og alltaf síðan, hann er greinilega heimilisköttur en ómerktur. Hann villekki leyfa mér að koma of nálægt sér fer svona undan í flæmingi, og ég vil ekki hrekja hann á brott. Vertu í sambandi ef þú kannsat við skinnið, fleir myndir eru á síðunni minni

þar fór stíflan!

Mikið andsk... hef ég verið tölvulöt undanfarið og bloggleti alveg að fara með mig.

 

Flóttafólkið komið á skagann, ég búin að hitta eina fjölskylduna í Olís, þar sem 17 ára strákur var látinn kaupa tóbak og þegar ég gerði athugasemd við þetta og sagði sem var að við mættum ekki selja börnum undir 18 ára tóbak var mér tjáð að hann talaði fyrir móðir sína sem kynni ekki ensku, en stuðningskonan sem var með þeim átti auðvitað bara strax að biðja um tóbakið sjálf, ekki koma krakkaskinninu í svona vitleysu. Auðvitað fékk konan tóbakið sitt, en mér fannst þetta afar kjánalegt að þeim sem var að aðstoða þessa fjölskyldu og hana nú!

 

Nóg um það!

 

Eldaði mér dásemd í kvöld, steikt lambahjörtu í sósu og með kartöflumús, veit ekki alveg hvað feðgum fannst, það voru ekki nein hávær húrrahróp yfir þessu, en jæja þetta var etið!  Tíkin iðaði af löngun og fékk smábita, en þar sem hún er alltaf á þurrfæði varð það að duga að fá smakk, hún var aftur jafnglöð og ég með þetta LoL

 

Helgarfrí hjá kellu og bara slappað af í stað þess að vera eitthvað að takast á við ryk og þ.h. leiðindi, aðeins tekið í prjónana mína, það er að verða svo spennandi að klára flíkina og sjá hvernig hún kemur út ;) en henni verður nú ekki flaggað neitt fyrst um sinn svo ég er að reyna að sitja á mér, veit sem er að hún verður ekki kyrr hjá mér þegar ég hef lokið við hana, get þá ekki setið á mér að montast yfir þessu og þá er hún farin. Blush

 

Langömmuprinsessan kemur upp úr næstu helgi held ég, er farin að sakna þeirra þarna í risinu og virkilega farin að fá löngun til að knúsa skottuna mína hana Dagnýju Rós.Heart

 

Var í matarboði í vikunni hjá Erlu og Smára, fékk yndislegan mat þar að vanda og stóð lambalærið upp úr með grænu baununum og rabbabarasultunni namminamminamm! Hann mágur minn varð 55 ára þann 11 þ.m. og vildi auðvitað hitta skemmtilegt fólk og var þetta bara ágætasta kvöld fannst mér, Hadda og Beggi og Helga og Heiðar komu líka og að sjálfsögðu Jói, Ursúla Ásgrímur og Kaja listakona.  Takk fyrir yndislegt kvöld og frábæran mat krúttipúttin mínKissing

 

Gleymdi myndavélinni, því miður.Frown

 

Skemmtilegur hittingur sem lofar enn skemmtilegri hitting í framtíðinni var á Skrúðgarðinum sama dag og matarboðið var, ég bíð spennt eftir næsta hitting, takk stelpur þetta var reglulega skemmtilegt.

 

Svo...

Kannski betra að blogga oftar og aðeins minna í einu ? ja eða ekki??? Veit ekki.

 

Hafið það reglulega næs, það ætla ég að gera!

 

 


lítið er betra en ekkert, eða hvað?

Jæja, kominn tími á smáblogg.


Vinnuhelgi hjá mér, skrýtið að mæta kl 4 á laugardegi í staðinn fyrir kl 7 að morgni en þetta er bara fínt.
Mér líst vel á þetta nýja vaktaplan en sem komið er en á örugglega eftir að sakna 3ja daga helgarfríanna og eins er ekki miklir möguleikar á aukavöktum, aaaarg!


       
HeartHeartHeartHeartHeart
Annars; fjölskyldan í risinu farin vestur á firði og langamma saknar skottunnar, en þau verða nú ekki allan mánuðinn í burtu svo....
                                                    
HeartHeartHeartHeartHeartHeart


Við Ragga Ósk skelltum okkur tvær á kaffihúsið eitt kvöldið, sannarlega komin tími á vinkonuspjall í rólegheitum, það var orðið OF langt frá því að við höfðum setið svona tvær í rólegheitum svo er bara stefnt á að fara að hittast reglulegar og fá okkur kaffi saman, dugir ekki annað og þá verður nú Elísabetin okkar með og kannski fleiri.

Frídagur á mánudag, en þá þarf ég að skreppa norður í land, enga skemmtiferð og svo er morgunvaktatörn í 4 daga og á svo helgarfrí.

Æ er svo andlaus að ég næ varla andanum orðin helblá í andliti svo ég er ekkert að berjast þetta áfram hehehehe.

Elsku þið bestu þakkir fyrir hamingjuóskir, kommentinHeart og komurnar hér inn, sendi ykkur knús og enn meira knús.

Ykkar einlægHalo
 


Langömmuprinsessan skírð í gær


Já fallegustInLove var skírð í gær og fékk afar fallegt nafn, DAGNÝ RÓS. Það var mikið um dýrðir, Lauga mamma hans Stefáns sá um skírnarkaffið og það vantaði sko ekkert og svo vel var útilátið að þó annar 30 manna hópur hefði komið í kaffi hefði vart séð högg á vatni. Ég raðaði saman einni rækjubrauðtertu og annarri túnfisktertu allt annað sá Lauga um.
Fullt af myndum teknar af dömunni og fjölskyldunni og öllum hópnum þeirra Estu og Skúla. Í kirkjunni var tekin mynd af 5 ættliðum og svo 4 ættliðum í beinan kvenlegg.
Hérna sefur Dagný Rós vært eftir skírnina


Ekkert smáflott skírnartertan sem amma Lauga gerði fyrir gullmolann


Þau eru auðvitað bara flottust :)


Já, svona er nú hópurinn þeirra Estu og Skúla orðin stór


Erla systir kom svo ásamt Smára, Kaju, Ásgrími, Jóa og Úrsúlu og það var bara yndislegt.
Þessi fjölskylda er afar náin okkur þar sem má segja að Jói, Karl og börnin mín hafi alist upp saman, svo mikill var samgangurinn á milli okkar og svo skemmtilegt er að Sylvía smellur þarna inn eins og henni er lagið.
Knús í kotið
Ykkar einlæg

Systraflandur og kaffihúsastand


Skrabb í borgina við sundin blá, notaleg ferð.


Fórum 3 systur kíktum á kaffihús og í búðir.


Fórum reyndar á 3 kaffihús hehehehehe, geri aðrir betur.


Sársvangar fórum við 3 saman á cafe milano, borðuðum dýrindis croissant lystilega smurt.
Skelltum okkur 2 saman á cafe blue þar sem við biðum þeirrar þriðju og drukkum uppáhelling.
Enduðum svo í tertukaffi á kaffihúsi upp í rjáfri í kringlunni og ég get ómögulega munað hvað það heitir, en það er nánast á móti cafe blue og mikið andskoti var tertan góð!InLove



Keypti einn kjól á krúttið í risinu.

 

Keypti mér garn og er að rifja upp hvernig maður fer að því að búa til flík úr þess háttar varningi


J A M M
Knúúúúúúússsss!Kissing


Fékk þennan í emaili í dag...

Jón tekur reglulega leigubíl heim til sín úr vinnunni, þegar heim er komið og bílstjórinn kemur með reikninginn kemur í ljós að hann er miklu hærri en vanalega. Eftir að hafa rifist um þetta í smá tíma hendur leigubílstjórinn honum út úr bílnum. Viku seinna er Jón að fara að taka leigubíl og sér sama bílstjóra aftar í leigubílaröðinni og ákveður að hefna sín. Hann fer inn í fyrsta bílinn í röðinni og segist hafa gleymt peningunum en geti boðið honum tott fyrir farið. Leigubílstjórinn klikkast og hendir honum út. Jón fer inn í næsta bíl og gerir það sama, aftur er honum hent út. Nú er komið að bílstjóranum sem okraði á honum, Jón stígur inn og biður hann um að skutla sér heim. Þegar hann keyrir fram hjá hinum bílstjórunum vinkar Jón, blikkar Jón þá og sígur á sér puttann til merkis um að samningar hafi náðst!Devil LoL LoL

Hef alltaf jafn gaman að þessu:

18 ágúst

  taurus
Go through the motions of what you're feeling today and reemerge when you're ready. If a dark cloud is hanging over you today, take the time to stay in your bedroom in torn up jeans and an old t-shirt. You don't need to impress anyone with a positive attitude today. Listen to music that helps you move to a better place for yourself.

 

Frídagurr í vinnunni LoL


DANSKIR DAGAR


Ojæja, ekkert varð af ferð minni á danska daga þetta árið  en það verður ekki við öllu gert, djamma bara betur að ári hehehehehe. Það hefði líka orðið svolítið skrýtið að hafa ekki Óla og fjölskyldu á staðnum og svolítið tómlegt. Danskir í fyrra voru með eindæmum velheppnaðir hjá okkur en vantaði reyndar Elvu, Hjálmar og Ragga en Jakob og Elísa mættu fyrir þeirra hönd

Hefði viljað vera fluga á svefnerbergisvegg hjónanna á Skippershovedvej 15 í nótt þegar Esta hringdi og vildi fá Elvu með sér að djamma eitthvað smá á dönskum dögum, en Elva var víst ekki alveg tilbúin í það og ætlaði sannarlega ekki að trúa systur sinni þegar hún baðst inngöngu og falaðist eftir gistingu hehehehehe. Svo nú er líklega fjör hjá systkinunum í Danmörkinni

Vinna í kvöld, vinna á morgun, en frí á mánudag, svo er 3jadaga vinna og 3jadaga helgi, búið að bjóða mer aukavakt en ætla sannarlega ekki að taka hana þar sem þetta er síðasta 3jadaga helgarfríið mitt þarna uppfrá þar sem verið er að breyta vaktaplaninu og sú breyting á að ganga í gegn á methraða, ég er svo sem alveg til í að vinna eftir nýja planinu en ég er ekki með lítil börn, en stærsta og versta breytingin fyrir fólk með börn er þessi helgarvinna, það er einungis frí 3juhverja helgi sem er sannarlega ekki gott, a.m.k. hefði ég ekki getað hugsað mér að vinna svona frá mínum börnum og ég tala nú ekki um einstæðar mæður.  Jæja, þetta er það sem koma skal og við sjáum bara til.

Annars, Sylvía og Stefán elduðu sér humar og drógu þá gömlu upp í mat, en því miður var sú gamla búin að hálffylla vömbina en kom nú samt niður smakki þarna hjá þeim, ummmm bara æðislegt, takk fyrir mig krúttin mín.
Ætlaði að mynda skottuna mína, en................ helv batteríin í vélinni rétt dugðu til að opna hana og þá var hún steindauð

Er að gæta 3ja katta, einn fór alveg með mig í gær, hélt að hann væri týndur, 2 komu hlaupandi á móti mér þegar ég kom og ég hleypti þeim bara út, en sá þriðji lét ekki sjá sig, ég hljóp um allt hús kallaði  á dýrið, lét  hringla í matarskálum en allt kom fyrir ekki,  opnaði allar dyr og kallaði kis kis, hljop út og kallaði og  á endanum gafst ég upp og var viss um að hann hefði farið út um glugga sem var rifa á og hafði fokið upp í blæstrinum og væri bara týndur eða kannski bara í fýlu eins og annar kötturinn hennar Elvu átti til ef hún fór að heiman. Þegar ég kom svo til að hleypa þessum tveimur inn aftur, hver kemur sæll og glaður á móti mér nema hann svarti pési, hann  hefur þá legið einhversstaðar sem ég kom ekki auga á hann og skemmt sér konunglega á meðan ég leitaði, skömmin sú arna


Aaaaaaaðeins of langt blogg en jæja.......

Hætt í bili
knús
knús
knús

prinsessuheimsókn/langömmublogg

Prinsessa í heimsókn

Litla langömmuprinsessan kom í heimsókn í gær og ég ætla að setja hér inn myndir sem voru við það tækifæri.

Hér er hún að spjalla við frænda sinn 

 

 

 og hér fær langamma fyrsta brosið frá henni

 

 

          


 Það eru einhverjar til viðbótar í langömmuprinsessualbúminu.

                                                     
Fallegust, ekki spurning



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband