Smáblogg yfir kaffibollanum

Já, er ekki kellan bara komin á gamlar slóðir og farin að blogga, aðeins að rifja upp gamla takta :)

Sólin er nú  frekar í minni kantinum hérna í dag, en þurrt, en einhver sagði mér að það ætti að rigna, ég þarf þurrk í dag og ætla veðurguðunum að taka tillit til þess :)

Ætlaði að þeytast í Hólminn um helgina, en skokkurinn var ekki á sama máli og hugurinn  og hann fékk að ráða, ég sat heima. Það koma fleiri dagar svo ég er nú ekkert gráti nær ;)

Held að ég sé búin að fá gest á stofugluggann, mér sýndist það a.m.k. í gær, ef svo er þá er hún velkomin kerlingarálftin, þó ég sé frekar lítið spennt (svo ekki sé meira sagt) fyrir  svona gestum þá er samt gaman að fylgjast með þeim í öruggri fjarlægð Woundering

Ég er megasátt við nýju dömuna sem er að koma að vinna í OLÍS, Sylvía mín Hera er að byrja að vinna á MINNI VAKT núna í endaðan þennan mánuð, henni líst svo vel á vaktaplanið og sér að hún hefur, þrátt fyrir langar vaktir, meiri tíma með skottunni sinni en ef hún væri að vinna áfram í Krónunni, hlakka bara til að fá að vinna með henni Heart

Kallinn er að fara frá mér....

....ja eða sko í nokkra daga LoL LoLLoLLoL hann ætlar til hennar Stellu sinnar og hans Kidda á Skarði, hrella þau með nærveru sinni fram í vikunaTounge, við mæðginin sitjum heima og teljum daga niður í að Amy komiInLove, já hún er að koma skvísan og ætlar að vera út júlí.

Jæja, nú verð ég að hendast í sjoppuna og kaupa mér rafhlöður í myndavélina mína svo ég geti myndað ljúflinginn minn á glugganum og fylgst með henni frá degi til dags.

Þar til síðar

gangið í ljósinu vinir

mammzan Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Skemmtilegt framundan hjá þér Gunna mín ;)

Settu svo inn mynd af vinkonu þinni í glugganum ;)

Góða helgi, knús knús ;)

Aprílrós, 13.6.2009 kl. 12:37

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já endilega mynd af vinkonunni:)

Gott ad fá tann sem manni líkar vid á vinnustad...Hvad er betra.Jæja svo hinn helmingurinn er rokin vestur ad Skardi.Kvedja tangad ef tú heyrir í mannskapnum.

Góda helgi elskuleg.

Gudrún Hauksdótttir, 13.6.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þú verður að setja inn mynd af gluggagæginum þínum!  Annars góða helgi!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband