Ætli ég hafi ekki bara ofreynt mig á bakstrinum ;)

Já assskoti maður, held bara að ég hafi ofreynt mig á þessum bakstri um daginn hehehe, alla vega hef ég ekki fengið annað svona orkuskot til að framkvæma mis nauðsynleg verk emoticon
Annars, allt í góðu, fór í skemmtilegt en fámennt partý á föstudagskvöldið og skemmti mér alveg konunglega, liðið skellti sér svo á Mörkina en ég átti vinnuhelgi og fór heim, bara gott mál. Skellti svo á brauðtertu í fyrrakvöld og fór með hana í vinnuna í gær, við erum nefnilega farnar að gera eitthvað svona smá fyrir okkur vinnuhelgarnar, sem  er bara gaman.
Er aðeins farin að kvíða sumrinu, kem ekki til með að ráða við þessar 12 tíma vaktir þegar fer að verða meira að gera, spurning um að "sleppa" sumarfríi og vinna bara 1/2 vaktir í sumar, það gæti komið vel út og þar sem ég býst ekki við að ég taki flugið í ár,þá á ég góða frídaga sem eg get notað í að skjótast her innanlands og má segja að það sé kominn tími á það, hef farið til DK undanfarin 3 sumur og ELSKA það.
Hef verið að passa langömmuskottuna mína þá daga sem ég er ekki að vinna svona 1-2 tíma á dag, bara gaman að því, en nú eru opnir dagar þessa vikuna í skólanum og þá er ég í fríi líka ;) og hún sleppur alveg við að langasín komi að hrella hana ;) þarf nú að fara að setja inn myndir af kellu svona til gamans.
Hef aðeins verið að rifja upp gömul samskipti við prjóna, garn og lopa og er búin að prjóna 2 kraga, (eða hvað þetta er kallað) úr lopa og gaf stelpunum hans Óla Karínu og Katrínu svo ætla ég eitthvað að dunda mér meira með þessi áhöld ;)
Óli lenti í slysi í vinnunni fyrir nokkru síðan, er sennilega ekki á leið í vinnuna alveg strax aftur, hann er brotinn og það sem er verra að hnéð er illa farið og það er eitthvað sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Fja.... vesin hjá honum stráknum mínum emoticon
Jæja, ætla ekki að ofreyna mig í blogginu emoticon  og læt þetta duga að sinni.
knús Smile
kærleikurHeart
ljósHalo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér mínar bestu kveðjur elsku Guðrún mín. Eigðu góðan dag og hafðu það ávalt sem best. Þú ert svo dugleg alltaf, það mættu svo sannarlega margir taka þig sér til fyrirmyndar.

Hafðu það gott og eigðu góðan dag.

Bestu kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:46

2 identicon

Góða nótt Guðrún mín og sofðu rosa vel í nótt. Það er ávalt gaman að kíkja inn á bloggið þitt. þú ert hetja. Gangi þér vel. Góða nótt elsku Guðrún mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Kær bloggvinakveðja til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 01:30

4 identicon

Farðu vel með þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:37

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Farðu vel með þig ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.2.2009 kl. 10:10

6 Smámynd: Aprílrós

Farðu nú vel með þig Gunna mín. ;)

Aprílrós, 21.2.2009 kl. 08:05

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Láttu þér líða vel Guðrún mín, og vonandi verður í lagi með hnéð og fótinn á dregnum þín.  Kærleiksljós til ykkar beggja. 

Sigríður Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband