Skrifa þarf fyrirsögn - færsla ekki vistuð! hvað er þetta? :)

Þá eru írskir dagar framundan, vonandi fer allt vel fram hérna á skaganum, alltaf leiðinlegt þegar fólk getur ekki hamið sig.Pinch

 

Loksins kom rigning, held að ekki hafi veitt af, sýnist grasið hérna í garðinum ansi gult, ekki það, mér hefur aldrei fundist grasflötin hérna falleg, hæðótt ja eða kannski frekar svona dældótt og miðað við hvað annars hefur verið lögð gífurleg og þá meina ég GÍFURLEG vinna í garðinn, skil ég þetta bara allsekki. Þegar ég var að byggja í Skuld, þá sagði mér garðyrkjuráðunautur að ég skyldi byrja á að slétta flötina mína áður en ég færi í eitthvað annað, sem ég og gerði og flutti burt hehehehehehe.Whistling

 

Annars er fátt eitt að tjá sig um, ég fer að vinna í næstu viku sem betur fer eru það bara 2 dagar í fyrstu lotu og 3ja daga frí, gæti ekki hitt betur á.

 

Nú fer maður að sofa með annað eyrað opið eða þannig, Heran mín var með einhverja verki í gær og ef hún líkist eitthvað mömmunni sinni verður hún snögg að þessu, það er farin að koma smá langömmufiðringur í mig, en hún er víst verkjalaus í dag.W00t

 

Er búin að nota fríið mitt í heilmikinn bókalestur, uppgötvaði að ég kann að lesa hehehehe og las og las. Man þá tíð að ef maður komst yfir lesefni þá gat maður ekki hætt fyrr en upp var urið, og nú hefur lestrarhesturinn í mér vaknað af værum blundi, alveg sérdeilis sátt með það.

 

Ætli ég lendi ekki í snittum um næstu helgi, skilst að það vanti nokkrar og hvert er þá leitað, ja nema til gamla Gunnukaffivertans hehehehehe

 

Vi ses

 Halo

Knus og kram

Ykkar einlæg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

En yndislegt ad lítid kríli sé á leidinni í heiminn.Dóttir mín verdur líka léttari á næstu dögum....Dásalegt ad gefa sér tíma í bókalestur elska tad ad slaka á med góda bók.

Knús á tig mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 4.7.2008 kl. 04:24

2 Smámynd: Brynja skordal

Já vonandi fer allt vel framm hér á skaganum um helgina hafðu ljúfa og góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hlýtur að vera spennandi að verða langamma. Vonandi gengur þetta vel hjá stelpunni þinni.

Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu skemmtilega helgi hér í skaganum og allt fari vel knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 11:52

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú vaknar aldeilis forvitnin og ég spyr:  Ertu orðin "langamma" Guðrún?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 22:08

6 identicon

Langamma, þú sem ert kornung manneskja? Knús og klem

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:16

7 identicon

Þú ert nú ekkert langömmuleg Guðrún mín, kornung konan.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Langamma.....nah nú ertu að gabba okkur, Guðrún!

Sigríður Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 21:14

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

kveðjur

Heiður Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 21:16

10 identicon

hæ hæ... hvernig væri nú að fara að blogga... fólk bíður spennt að heyra hvort þú sért orðin langamma og þú bara svarar engu heheh :) en allavega, svona ef þú skyldir nú ekki blogga í bráð þá svara ég bara þessum spurningum fyrir þig og segi nei, sú "gamla" er ekki orðin neitt lengri heheh :)

Sylvía Hera (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband