Til hamingju með daginn kæru landar!

já erum við ekki bara að halda upp á daginn í dag í síðasta sinn sem frjáls þjóð? einhvernvegin finnst mér það. Það er búið að selja okkur í ánauð með öllu því sem fylgir í kjölfar þessarar frábæru útrásar útrásarvíkinganna okkar.Crying (eru þetta ekki mannréttindabrotWink)

Jæja ekki ætlaði ég að fara að vera neikvæð í dag, sólin er aðeins að senda okkur geisla sína og það  er bara sæmilega hlýtt, a.m.k. þegar við Lady skruppum hérna út undir húsvegginn að gera þarfir okkar hehehehe (hún reyndar bara)

Kalinka hefur látið fara lítið fyrir sér eftir að ég keypti mér rafhlöður í myndavélina mína, er að vona að hún kíki í vefinn sinn á eftir, sá glitta í hana í horninu á glugganum og næ ekki mynd af dúllunni þar :)

Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að liggja í leti í dag eða druslast í einhvern smábakstur, held að þetta verði að skoðast betur eftir svona klukkutíma eða svo og einn eða tvo kafibolla til viðbótar.

Annars er ekki mikið markvert að gerast hjá mér, er búin að plana ferð á Hvammstanga eftir vinnu á sunnudaginn og kem sennilega þaðan á mánudagskvöld nema þvíeins að ég fari bara í Hólminn líka hehe, aldrei að vita hvað mér dettur í hug. Amy verður komin og krakkarnir verða dauðfegin að vera laus við mig af heimilinu, það eru ekki svo margir tímarnir á ári hverju sem þau geta eytt saman.

En semsagt, mammzan hefur tjáð sig í dag.

Gangið í Guðs friði og megi ljósið fylla hjörtu okkar allra af gleði, frið og hamingju

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband