vinnan kallar og brúðkaupsafmæli gærdagsins

Jæja, þá eru það 2 stuttir vinnudagar framundan hjá mér vona að þeir verði fljótir að líða, er sannarlega ekki að hafa mikla löngun til vinnu í dag, skrokkurinn er ekkert í of góðu skapi og þá er það segin saga að hugurinn vill stundum taka þátt og langar að gefa greyinu vinnupásu ;) en það er ekkert inni í myndinni, bara að druslast í vinnuna.

Það er alveg sæmilegasta veður hérna, aðeins skýjað og vindur, sætti mig vel við það a.m.k. í dag.

Var boðuð heim til Óla og Gosiu í gærkvöldi og þegar þangað koma var terta á borðum og heljarinnar vöfflustafli, blóm og alles W00t vissi bara ekki hvað gekk á, fór í snarhasti yfir afmælisdaga fjölskyldunnar í huganum og fann ekkert afmæli ;) Skúli ( þau voru þarna líka Esta og Skúli svo þetta var allt eitthvað enn meira duló) fræddi mig svo um að það væri 12 ára brúðkaupsafmæli hjá Óla og Gosiu hehehe ekki er nú minnið gott. Svona á að gera hlutina sko, þó þetta standi ekki á heilum eða hálfum tug, hvert afmæli, hvert brúðkaupsafmæli er jú sönnun þess að við fáum að lifa og njóta smavistanna. Innilega til hamingju með daginn í gær elsku krakkar mínir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með krakkana þína ;)

Aprílrós, 15.6.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband