6.10.2008 | 13:47
smá tilraun til bloggs ;)
Ótrúlega er ég búin að vera blogglöt undanfarið, það er ekki nokkurt vit í þessum vesaldómi ekki það að ástandið í þjóðfélaginu er ekki á þá lund að koma manni til að brosa, því miður, vildi að svo væri.
3jadaga vinnutörn (ef vinnutörn skyldi kalla hehehehe)framundan og svo 2 í fríi og þá daga (frídagana) ætla ég að nota í sláturgerð, rifja upp gamla hæfileika (húsmóðurhæfileika) og taka svona ca 6 slátur, hvað svo sem það þýðir í keppatali hehehehe, jú ég veit að að það er innvolsið úr sex lömbum, en ég gat hér í denn bara tekið svona marga lítra af blóði og svona mörg kg af lifur og mör, enda kerla oftast meira og minna viðriðin sláturhúsið á haustin .
Ég gleymdi alveg að fara í Krónuna/Bónus til að hamstra, veit ekki hvernig fer fyrir mér í komandi neyðarástandi og matarskorti (a.m.k hjá Bónus), fer nú oftast í Krónuna og það kannski bjargar mér þeir eru kotrosknir ennþá.
Hef verið að leika mér aðeins á Facebook bara gaman að því, fann þar mynd af elsku Hvammstanga og púff, æ mig langaði HEIM . Besti staðurinn
Ekkert áhugavert sem hefur drifið á daga mína, lít inn öðru hvoru í risinu en gleymi alltaf myndavélinni.
Hætt í bili, megi vinnuvikan verða ykkur góð, á von á að mín verði það
Athugasemdir
Gott ad heyra frá tér ad nýju....Nenni sjálf ekki alveg núna ad taka tátt í krepputali svo ég er utangátta í dag...........
gangi tér vel í sláturgerd nammi tad er bara svo gott.
Knús
Gudrún Hauksdótttir, 6.10.2008 kl. 14:19
loksins loksins
knús til þín elsku amma mín, þú ert best í heimi!
Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 21:56
Hafðu það gott Gunna mín
kv.
Lói
Eyjólfur Sturlaugsson, 6.10.2008 kl. 22:30
Ég er hætt að kaupa í Bónus.Nettó og Krónan eru mínar búðir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.