smá blogg fyrir svefninn

Ji... Amy var að tala við kærastann og var ekki bílnum mömmu hennar stolið í nóttBandit, fjandans vesenAngry veit ekki hvernig gengur að finna stolna bíla þarnaPolice, enda sjálfsagt þegar skemmdur.

 

Kiddi mágur minn var jarðaður á laugardaginn vestur í Saurbæ frá Staðarhólskirkju, það var mjög margt við athöfnina, greinilega margir sem vildu fylgja honum síðasta spölin. Athöfnin var afar falleg og einkar persónuleg þar sem presturinn hann séra Bragi var bara krakki þegar Bíbí og Kiddi og foreldrar hans þau séra Ingiberg og Helga bjuggu í sama húsi þ.e að Hvoli í Saurbæ, og léku krakkarnir sér mikið saman, neðri og efri hæðar börnin.

 

Sonardætur mínar úr Hólminum gista hérna hjá mér núna, veit ekki alveg hve lengi, þær ætla eitthvað til Estu líka held ég, alla vega ætla ég að senda þær þangað 1 dag í vikunni, en ég ætla norður á Hvammstanga á fimmtudaginn, þarf að skutla rsr í vinnuna þann dag og ætla bara að halda áfram norður. Jedúddamía hvað ég hlakka til Smile

 

Mér finnst orðið skelfilega stutt í að sumarfríinu mínu ljúki, úff, get bara tæplega hugsað mér að byrja aftur, er engan vegin góð í skrokknum þó ég sé í fríi hvað þá þegar maður fer að spana aftur eins og það er mikið að gera þarna núna eftir breytingar, var nú þokkalegt fyrir, en hefur sannarlega aukist.

 

Hvað um það, yrði auðvitað gargandi geðvond ef ég allt í einu ætti að fara að  vera heimaLoL ekki gott að gera svona konum til hæfis.

 

Andlaus

Gangið á Guðs vegum gullin mín, sendi ykkur öllum ljós og orku.

Knús

Ykkar einlægWink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

sæl Gunna mín og takk fyrir síðast. Já sammála að athöfnin var falleg, ég sá reyndar ekki inni í kirkju því ég sat úti í samkomuhúsi en heyrði athöfnina frá kirkjunni.

Ég kom við á Olís á sunnudaginn og það var bilað að gera og i þokkabót var ísvélin að bilast og var eiginlega biluð eitthvað en allt reddaðist samt á endanum, allir bara voða rólegir og óstressaðir bæði kúnnar og starfsfólk og munar það öllu.

Kveðja

Guðrún Ing

Aprílrós, 23.6.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonandi verdur tú betri ádur en tú heldur til starfa á ný...

Knús inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 24.6.2008 kl. 07:00

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðan dag Guðrún mín það er alltaf erfitt að byrja aftur að vinna eftir sumar frí hafðu það sem allra best. Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

samhryggist þér vegna Kidda heitins. *knús*

en væri það ekki gott ef maður gæti bara unnið þegar mann langaði til???

Guðrún Vala Elísdóttir, 25.6.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband