20.6.2008 | 19:08
20 ára brúðkaupsafmæli
hjá krökkunum mínum í Danmörkinni, innilega til hamingju með daginn krakkar mínir.
Ekki finnst mér svo langt síðan að ég var að rembast við að baka brúðkaupstertu í sumarbústað norður í Aðaldal, svona til að koma þeim á óvart þegar þau kæmu norður, það var nefnlega ekkert gert í tilefni dagsins svo ég gat ekki látið þau eta ristað brauð þegar þau komu norður til mín nýgift .
Á morgun er það svo jarðaför, Kiddi mágur minn varð bráðkvaddur þann 7 þ.m. og verður jarðsunginn á morgun í Saurbænum, þá er hún systir mín búin að sjá á eftir 3 úr fjölskyldunni sinni, fyrst ungum syni sem varð ekki nema rétt rúml 3ja mánaða, síðan tvítugum syni sem hafið tók, og nú er það maðurinn hennar, mikið lagt á eina konu að mér finnst, en svona er lífið og öll verðum við að takst á við það sem að höndum ber.
Gangið í ljósinu gullin mín.
Ykkar einlæg
Athugasemdir
Ég samhryggist þér með mág þinn elsku Guðrún.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 19:56
Varst það ekki þú sem áttir brúðkaupsafmælið Guðrún mín, til hamingju með það.
Ég samhryggist þér með mág þinn, já svona er lífið stundum það er eins og það gerist stundum að margir fari í sömu fjölskyldunni í einu.
Knús til þín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:54
Til hamingju me brúdkaupsdaginn mín kæra.
En sorglegir atburdir í fjölsk. Sendi samúdarkvedjur til tín og tinna.
kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 22.6.2008 kl. 09:35
Ég samhryggist þér Gunna mín...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.