Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2008 | 21:58
Kertin og litirnir
HVÍTUR:
Er fyrir heilun, sannleikann orku tunglsins andlegu hliðina okkar og friðinn.
SVARTUR:
Er orka Satúrnusar og eyðir þessu slæma/illu. og neikvæðu.
GULLLITAÐ:
Þetta er litur alheimsorkunnar, Guðsorkunnar, eykur okkur skilning færir inn sólarorkuna og guðlegi kraftur yang.
SILFURLITURINN:
Hér fáum við kraft Gyðjunnar/alheimsorkuna, og guðlegu orku yang. Þessi litur eyðir neikvæðni og styrkir okkur í að þroska dulræna hæfileika, færir inn tunglorkuna og stöðuleika.
MAGENTA:
Þessi litur færir mjög háa tíðni og er því kjörin til að nota í NEYÐ, þegar mikið liggur við, þear eitthvað þarf að gerast stax, svona rétt eins og við notum 112
aldrei að gamni okkar og aldrei fyrir eitthvað léttvægt. Málið er að virða litinn og ef það er gert virka þau svo sannarlega. Þessi litur færir mjög sterka andlega orku.
BLEIKUR
Hér er rómantíkin, vináttan, virðingin, kærleikurinn og hið kvenlega á ferð.
RAUÐUR:
Ást, ástríður, heilsa, hugrekki, viljastyrkur og eykur aðdráttarafl galldurs, sporðdreka og hrútsorkan.
ORANGE:
þetta er litur metnaðar og gleði.
GULUR:
Sólarorkan, fyrir skapandi hug, framkvæmdir og einbeitinguna.
GRÆNN:
Grænn er litur velmegunar og velgengni, litur frjósemi og heppni, peninga og endurnæringar.
LJÓSBLÁR:
Vatnsberaorkan, friður, kyrrð, traust, litur andans og heilagrar ástundunar.
BLÁR:
Þetta er aðalandlegi liturinn. Viska, samhlómun,innra ljósið friður sannleikur og andleg leiðsögn.
INDIGOBLÁR
Kallar á Satúrnsorkuna eins og sá svarti. Þennan lit notum við til að stöðva aðstæður eða fólk og örvar djúpslökun í hugleiðlu:
LILLA:
Litur velgengni, myndar tengingu við andlegu sviðin, dregur inn Neptúnusarorku, færir kraft/vald, litur husjóna og efnisgerir.
KÓNGABLÁR:
Þessi litur færir hláturinn og gleðina, tryggðina og eykur áhrifamátt okkar. Dregur inn Júpitersorkuna.
BRÚN KERTI
Þau eru styrkjandi þar sem þau tengjast jörðinni og eru líka góð til að jarðengja sig. Auka skilning og skapa öryggistilfinningu o má þau í hugleiðslu til að skerpa minnið og líka til að finna týnda hluti.
Allar þessar upplýsingar fann ég fyrir löngu síðan á síðu sem því miður er hætt það var mikil eftirsjá af henni.
Endilega prófið, þetta gefur ekkert nema gott, svo ég segi bara NJÓTIÐ !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.2.2008 | 19:55
Kertagaldrar
Kertagaldrar eru auðvitað ekki neinir "galdrar" kannski miklu frekar svona eitthvað sem eykur áhrif bænar og hugsunar. Ég ætla að smella hérna inn smávegiis um kertin til að byrja með:
Það sem ég kann
Ég hef notað kerti og rúnir saman, vel þá lit sem færir orku næst því sem rúnin stendur fyrir og best finnst mér að steypa kertin mín sjálf, og þá steypi ég þau í þessu áðurnefnda samhengi, mjög skemmtileg vinna því samfara.
Þegar ég er að vinna mín GALDRAKERTI þá finnst mér best að vinna þau þegar ég get verið ein og engin truflar, nota þá oftast hugleiðslutónlist á meðan, eða einhverja fallega og róandi tónlist.
Þegar ég er að "galdra" nota ég bænir og bið um vernd, vernd fyrir mig og málstaðinn sem ég er að senda á, kveiki á kertunum mínum, sendi orku og ljós á það sem galdurinn beinist að, gef mér stund í þögn og hugleiðslu á virknina, loka síðan með bæn, læt kertið brenna út eða slekk á því með KERTASLÖKKVARA og HENDI restinni af kertinu, las einhversstaðar að þannig ætti að fara að og ég fylgi því.
Litirnir eru mjög áríðandi í þessu tilelli að mínu mati og eins má segja að meðferð kertanna skipt líka máli, sumir nota olíur þ.e. það sem kallað err að "klæða" kertin, en ég hef ekki gert það. Auðvitað getum við keypt kertin okkar og ég geri það líka, t.d. hef ég ekki náð að steypa mér kerti í sterkasta litnum þannig að mér líki svo ég kaupi þau alltaf.
Það skiptir miklu máli hvernig við förum með kertin okkar sem við ætlum að nota í galdur, ég geri mín kerti sjálf, nota heilandi tónlist og gef mér tíma til að gera hverja og eina lögun að því sem hun á að standa fyrir. ég "fínpússa" svo þegar ég ákveð nánari notkun á kertinu , blá kerti fyrir.... síðan ef ég ætla að nota þau til að færa xx gleði, þá tek ég kertið og blessa það, sendi á það óskina mína og kveiki síðan á kertinu með bæn(mína eigin hugsun) og hér er ein bæn sem ég fann á síðunni sem ég heimsótti svo oft:
Kalla ég blessun Gyðjunnar og Guðs til fundar
af einlægni hjarta míns bið ég þess nú
Brennið nú burt til 12 stundar
böl sorg og kvíði, ykkur er eytt.
Eyðist nú myrkur og opnist á sól
Opnist á gleðinnar bál
megi þá margir gleðjast um (jól)
minnast síns Guðs í sál
Svo loka ég bara stundinni með einhverri fallegri bæn, minni eigin eða annarra, eftir því hvað mér finnst passa og leyfi svo kertunum að brenna upp/niður eða hvað við viljum kalla það.
Þegar við höfum blessað kertin til ákveðinna nota og kveikt á þeim í ákveðnum tilgangi, látum við þau brenna svo lengi sem við getum, ef við þurfum að slökkva á þeim, þá fyrir alla muni, ekki blása, notið kertaslökkvara eða notið fingurómana til að kæfa eldinn, gætið þess þó að brenna ykkur ekki, hendið síðan kertastubbnum, það er mjög áríðandi, því ef við notum kertið aftur getur það ruglað galdurinn okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.2.2008 | 17:40
fékk email frá vinkonu fyrir laaanga löngu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2008 | 20:35
Þá er það nokkuð ljóst
önnur hvor okkar Birnu Vilb. hrósar sigri þegar Fjölnir og Snæfell eigast við
Þið voruð 2 að spyrja út í kertagaldrana, ég ætla ekki að svara ykkur núna, einfaldlega af því að ég er með þreytta fartölvu sonarins til að komast á netið, og lyklaborðið er slitið og ég þarf að berja misfast á lyklana til að þeir svari mér og það gengur svona misvel.
Vonandi kemst ég í samband á minni tölvu á morgun og þá nenni ég að pikka inn.
Annars, bara fullt af snjó og enn meiri snjó
Meira síðar
mammzan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.2.2008 | 22:52
ekki spáði ég rétt
Fjölnir sigraði Skallagrím og nú mætast í Höllinni Snæfell og gamli þjálfarinn þeirra hann Bárður með sitt lið Fjölni, spennandi að sjá hvernig það er, auðvitað vil ég að Snæfell sigri
Allt er í rétta átt hjá Elvunni minni, komin heim í dekur til eiginmannsins og sonar, fær hjúkku heim daglega ennþá eftir því sem ég best veit, en hún fer bara vel með sig.
Ég held að löppin sé bara búin að ákveða að vera sæmileg við mig, enda ætlaði ég að henda henni ef hún lagaðist ekki, fara svo í Össur og fá einhverja betri löpp hehehehehehe.
Hér er éljagangur og smá belgingur, skefur og er hálfnapurt, en það er jú bara vetur og þýði lítt að kveina, mér skyldist um daginn að það hefði meira að segja sést snjókorn á Elvu svæði og í Sönderborg snjóaði, hvað er þá eðlilegra en svona veður á gamla góða kalda Fróni
Held að ég láti þetta duga í kvöld, bið þess að nóttin fari vel með ykkur.
Gangið á Guðs vegum kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.2.2008 | 22:59
Snæfell :)
Ja nú er kátt í koti Snæfell sigraði Njarðvík 94/77 GLÆSILEGT,og nú keppa þeir um Lýsingsbikarinn við? ég skýt á að það verði Skallagrímur, og þá verða mínir menn að standa sig
Já ég held að löppin sé að skána, hún hur verið í nokk góðu fríi í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2008 | 12:44
Mitt lán ;)
Dásamlega fallegt veðrið í dag, við Lady erum búnar að fara morgunskreppið út í garð, fyrirtaks gönguveður, en ég svo sannarlega lánsöm, hef góða afsökun, eða þannig. Steig eitthvað illa niður í vinnunni í fyrradag og fékk einhvern smásting í fótinn (var að klifra upp í stiga hehehehe) og sinnti því svo sem ekki, en í gær fór ég að finna til og steinsvaf ekki í nótt, var að rumska öðruhvoru vegna lappaskarnsins, og á ekki gott með gang í dag ÆÆÆÆÆÆ og bíllinn minn er sannarlega vel hélaður, og þá helst rúðurnar að innan, fussum svei, hefði verið gaman að kíkja út með myndavélina, en er ekki tilbúin að skafa og skafa.
Annars bara fínt, ætla að reyna að druslast í bollubakstur á morgun, Jakob og Elísa ætla að líta við, þau eru að fara á þorrablót vestur, sennilega í Tjarnarlund, og fara suður á morgun, hlakka til að sjá þau ormana mína.
Elvan mín mjakast hægt og rólega upp á við sem betur fer, heyrði nú ekkert í henni í gær, átti smáorðaskipi við tengdasoninn minn og lét það duga.
Horfði á útsvarsþáttinn í gær, og ég hreinlega grét af hlátri, fannst hann vera virkilega skemmtilegur a.m.k. framan af, skagfirðingarnir stóðu sig vel sem fyndna liðið, hin voru eins og alfræðibók, svei mér þá, en mikið hló ég.
Satt var það hjá fyrrum nágrönnum mínum skagfirðingum að það er ekki alltaf skemmtilegra liðið sem vinnur.
Góða helgi gott fólk, njótið helgarinnar, kuldans og blíðviðrisins.
Megi ljósið ætið vera í lífi ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.1.2008 | 15:01
GRÁTUR OG GNÍSTRAN TANNA
Já nú er grátur og gnístran tanna hjá mér, tölvan mín er DAUÐ held ég sennilega fengið einhvern vírus og ég held að ég viti hvaðan, arg og enn meira ARG
Jæja, þá er bara að brosa í gegnum tárin og berjast við fartölvuna, en hún er eitthvað í fýlu við hina síðuna mína og ég get ekki bloggað þar svo nú verð ég "bara" hér um sinn
Allt í góðum farvegi hjá Elvu, hún er komin heim, fær hjúkku í heimsókn daglega þar sem hún er eitthvað smágötótt ennþá útvortis, annars er hún búin að blogga um herlegheitin og er það hér
Annars fátt eitt, er búin að jarða áhyggjurnar sem ég talaði um um daginn, get hvort sem er ekkert gert í því máli, ekki á mínu færi og nú bara smæla ég framan í heiminn og fæ það margfalt til baka.
Má til með að segja ykkur frá einu litlu en samt svo stóru atriði sem kom til mín um daginn.
Það kom kona í lúguna til mín, kona sem ég afgreiði stundum, veit ekki hvað hún heitir, en hún er ein af þessum konum sem manni líkar vel við um leið og maður sér hana , já nema það að í útvarpinu hljómar þetta lika frábæra kántrý lag, svo ég segi svona við hana að hún megi nú ekki fara úr lúgunni, hún se með svo skemmtileg tónlist. Hún sagðist fara og koma snarlega til baka, sem hún og gerði, skrifaði disk fyrir mig og.... GAF MÉR. Ekki ónýtt, og kann ég henni bestu þakkir fyrir, mikið hlustað á diskinn.
Þetta er nú bara svona lítil saga um það hve gott fólk er í kringum mig, hvort sem það eu kúnnarnir hjá Olís, vinnufélagar, vinir mínir, fólk sem ég þekki ekki einu sinni með nafni, og svo þið í bloggveröldinni
En, jæja það fer að líða að vinnu hjá mér, er að vinna til kl 12 í kvöld og svo frá kl 8 í fyrramálið til kl 4 á morgun, svo það er eins gott að fara að standa á lappir og losa sig við fartölvuna til síns heima.
Knús á ykkur kæru vinir, njótið þess að vera til. Megi ljósið umvefja líf ykkar alla daga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2008 | 11:25
Já Jóna, rauð snjóþota :)
en hún dugði ekki til að fara með "drenginn" í gönguferð það var farið að rigna áður en ég kom mér af stað hehehehehe, hann hefði ÖRUGGLEGA vilja koma með mér held ég.
Var að fá sms frá dótturinni, 95%líkur á heimferð á morgun, svo er engin vinna fyrr en eftir 6 vikur, en skítt með það, hún er með eitthvert ofnæmi sem þeir þurfa að eiga við áður en hún fer heim, þess vegna eru þetta 95%líkur Mamma gamla bara happy með það.
Fékk samt leiðindafréttir í gærkvöldi sem ég ætla ekkert að tíunda, en ég sofnaði leið og með áhyggjur, því miður ger ég ekkert gert í þessu máli, svo ég er búin að henda áhyggjunum út í "buskaland" eins og börnin mín sögðu, (einhver misskilningur af út í buskann hehehe). Sólin skín hérna svona aðeins á milli élja, (það gerði reyndar haglél hér áðan en ég sat inn í bíl svo það slapp) og veðrið er bara fínt.
Skellti mér í klippingu í morgunsárið (kl 10) átti bágt með að opna augun hefði viljað sofa til hádegis en það var ekki í boði svo ég reif mig upp á afturendanum með harðfylgi sjálfrar mín og henti mér út í bíl, svo þegar Helena í Hárhúsi Kötlu var búin að ljúka sér af með mig, ja þá leið mér eins og barni sem er að fá jólapakkana sína í hendur, bara hæstánægð með klippinguna, og þá meina ég hæstánægð! ætla til hennar eftir mánaðarmót til að fá mér strípur í fallega gráa hárið mitt
Gangið í ljósinu vinir mínir, og takk fyrir bæir og ljós fyrir hana dóttir mína, það er sko alveg greinilegt að það hefur gert sitt.
knús og verði dagurinn ykkur afar góður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.1.2008 | 13:21
snjór og meiri snjór :)
Jæja, veturinn kom með þorranum, ja eða rétt á undan þorranum, ég sé foreldra spássera um bæinn með börn á snjóþotum, verst að mitt yngsta er orðið alltof gamalt til að draga um bæinn á þotu hehehehe, að verða 21! ætli hann þæði far ef ég byði honum
Skammturinn af snjó er fínn núna, nú panta ég bara gott veður áfram, hafa þennan snjó sem er komin og njóta þess að eiga vetur, skjálfa svolítið, bölvast og kvarta yfir kuldanum, en vera samt í hjartanu sátt við þetta allt saman og að eiga heima á þessari litlu köldu eyju okkar með snjónum og passlega heitu sumrunum fyrir mig.
Heyrði í Elvu í gær, hún er bara á góðri leið, fékk lækni í heimsókn, hann kom með einhverja pappíra út af þessari aðgerð sem hún fór í núna, henni skyldist að þar sem þessi koma hennar á sjúkrahúsið, aðgerðin og það allt væri ekki sú aðgerð sem hún var að koma í upphaflega, heldur afleiðing af henni þá fengi hún eitthvað bætt s.s. vinnutap o.þ.h. vil nú samt ekki alveg fara með þetta, en hún er með pappíra sem hún á að lesa og undirrita og senda svo til ríkispítalans og þá fær hún einhverjar bætur, það kemur allt betur í ljós síðar, hún ætlar að fá skötuhjúin Moniku og Karl til að vera sér innan handar, er búin að gefast upp á annarri hjálp, enda löngu kominn tími til. Hún var ekki alveg með upplýsingar á hreinu, læknirinn var að fara frá henni þegar ég hringdi og hún ekki farin að lesa plöggin
Við Ragnar Sigurður skruppum á flakk í gær, fórum til Erlu systir og Smára, það er alltaf svo gott að koma þangað, krakkarnir hans Jóa voru þar, en aldrei verður maður var við að þau séu þarna, ótrúlega lítið sem fer fyrir þeim Það hefur nú reyndar alltaf verið svoleiðis hjá Erlu, ég man þegar ég var að koma þangað með mín, og þó að þau væru þá orðin 5( hennar 2 og mín 3), fór einhvern vegin ekki mikið fyrir grislingunum okkar enda vel upp alin
Ein aukavaktin enn býður mín, en svo er þessu að ljúka, því miður, það' bitnar á pyngjunni þó maður sé stundum hundleiður á að taka allar þessar aukavaktir sem ég skrifa mig á er alltaf fínt að fá útborgað
Kærleikur og ljós til ykkar allra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)