Færsluflokkur: Bloggar
18.5.2008 | 15:41
Hnallþóran&Bjarki o.fl.
Bjarki vinur minn gladdi mig á afmælinu mínu, mætir ekki drengurinn með þessa líka fínustu hnallþóru með kvöldkaffinu í Olís
Ekki slæmt hjá strák heimabökuð og alles
Hérna er svo mynd af bakarunum með tertuna, rétt náðist að mynda þetta áður en ráðist var á hnossið, sko tertuna, Bjarki slapp hehehehe. Ekki slæmt að eiga svona vini
En annars; stórt takk fyrir afmæliskveðjurnar frá ykkur gullin mín og elsku Bjarki, þú ert snillingur.
Esta bauð mér í kaffi og tertu á Skrúðgarðinn, Óli og fjölskylda mættu til mín í heimsókn, en... því miður var ég að vinna og það fer sennilega fækkandi svona skottúrum frá þeim því ef allt gengur upp eru þau á leið úr landi.
Við hittumst svo skvísurnar Lólý Lína og ég á Skrúðgarðinum og tróðum okkur út af lostætinu hjá henni Maríu, þar sátum við í rúma 3 tíma, takk fyrir kvöldið elskulegar
Frí í dag, vinna á morgun og nú styttist hratt í Danmerkurferð
Meira bloggað síðar
Gangið í ljósinu
ykkar Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
14.5.2008 | 14:42
2 ár í sextugt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.5.2008 | 12:14
þegar maður nennir ekki að blogga ;)
Þá finnur maður eitthvað svona skemmtilegt
You're inclined not to be able to see the forest through the trees today. Watch out for getting caught in miniscule details while the bigger picture is passing you by. Avoid projects that require you to focus on small and specific points -- embroidery and balancing of budgets are not recommended today. | |
You have a big challenge before you and you're feeling a tad bit stressed. Try to focus on the process as well as the end result and remind yourself that every step along the way is an important one. Keep focused and face your DIY project one step at a time. Love can be confusing, but there is a way to fix your relationship fast. Wendi can teach you the hypnotic secret of seduction ... click here to learn how. | |
Sure, you don't have to go to Las Vegas or the races, but it might not be a bad idea today! If you're invited to a neighborhood game of poker or cribbage, you should definitely attend. Not the gambling type? Take advantage of your good fortune by manifesting your desires. What do you want to happen in your world today? Just imagine it! | |
Count your change at the hardware store and make sure you really have all the dry cleaning you dropped off when you pick it up. No, no one is trying to pull the wool over your eyes, but watch for inadvertent mistakes that could save you a lot of trouble if caught before it's too late. | |
It is bad enough when your neighbor lingers, chatting in your yard when all you want to do is get back to work in the garden before the last rays of sun leave the sky. And you can hardly believe it when an unexpected visitor cuts your bath short. Be prepared for interruptions coming at you from every direction. | |
How many pots can be on the stove at one time? Today is a day when you'd like to pull out your 'one-pot-wonder' recipe book and serve up a dish you can eat in a bowl. There is way too much going on for you today -- do your best to simplify and downsize wherever you can. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2008 | 14:15
neyðin kennir naktri konu að spinna
Nennti ómögulega að fara að gera eitthvað með kaffinu þó Hvítasunnan væri að koma, en svo kemur að því að mann langar í eitthvað með kaffinu á svona dögum, svo.... kellan er að henda í vöfflur það verður náttúrulega að vera eitthvað með rjóma um helgina.
Annars, hefur helgin verið svona letidagar þegar eg hef verið heima (ekki í vinnu) og lítið gert af viti, bara gott mál.
Er virkilega farin að þrá að snuddast eitthvað út fyrir bæjarmörkin, kannski ég noti fríið mitt næsta föstudag og fari í ferðalag.
Jæja
Farin að éta vöfflur
Gangið í ljósinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2008 | 15:11
Gleðilega hátíð kæru vinir
Þá þurfum við ekki lengur að kvíða hvítasunnuhretinu, það kemur tæplega efir hvítasunnuna eða hvað haldið þið?
Þriggja daga helgarfríinu mínu er að ljúka, eða það endaði í eins dags fríi kellan að ná sér í auka aur fyrir dk hehehehe skil ekkert í því að hækka svona dönsku krónuna og það rétt um það leiti sem ég ætlaði að kaupa mér rnokkrar, jæja gott mál og kannski það stoppi mann ekki mikið þegar maður er mættur á svæðið, það verði bara látið flakka.
Hér hefur flensan verið við stýrið hjá örverpinu, hann hefur bókstaflega legið í rúminu í 3 daga og er rétt að staulast fram úr núna hóstandi og snippandi. Í gær var hann ekki viðræðuhæfur, er viss um að hann var með 39-40° hita ræfilstuskan.
Hitti Lólý vinkonu mína, hef ekki séð hana í langan tíma og ef ég næ sambandi við þá þriðju okkar ætlum við að vera skemmtilegar saman á næstunni, úff hvað ég hlakka til, við erum ansi góðar saman enda búnar að vera vinkonur frá því 1975! Svo er á dagskránni að hitta bænahringsgellurnar mínar frá Hvammstanga í sumar, ja eða bara kannski sem fyrst, það er líka ótrúlega góður hópur, samstilltar stelpur "í andanum"
Guðrún mín Ingibergs, velkomin í minn bloggvinahóp, vona að þú staldrið við lengi hérna með okkur skemmtilega fólkinu
Annars
hætt
Guð blessi ykkur öll og gangið í ljósinu.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sjitt, bráðum eru ekki nema tvö ár í sextugt þann 14 þ.m. get ég farið að telja niður í dögum hehehehehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 11:01
Elska þessar stjörnuspár...
... og hér er ein:
While shopping for dishtowels today you'll spy a juicer on sale for less than $30 dollars. Though it's not at all what you were looking for -- in fact, have you ever wanted a juicer? You may find yourself buying it just for fun. Low-cost/low-risk purchases will simply find you today.
Eigið góðan dag gullin mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.5.2008 | 14:34
bækur o.fl
Búin að kaupa flugmiðana LOKSINS en verðbólgan er slík að fargjaldið mitt hækkaði um heilar 3000 kr á 24 tímum ja, eða þannig, held að þeir hafi fellt niður ferðina sem ég ætlaði að nota mér til að komast heim en þá átti að fljúga frá BLL um hádegi en ég kem bara degi seinna en ég ætlaði og græði í raun 2 daga, ekkert að láta það bögga mig.
Frí í dag, yndislegt. Veðrið er fínt, en ekki veit ég nú hvað útivist mín verður mikil, ekki mikil útivistarmanneskja roðn svo það er frekar horft á veðrið og drukkið kaffi innandyr hehehehe.
Er búin að lesa 2 bækur núna sem ég hef nánast lesið án þess að líta upp, þ.e. Rimlar hugans og svo Enginn má sjá mig gráta, frábærar báðar tvær, þriðju bókina barðist ég við en hún heitir laxveiðar í Jemen, ég segi nú bara Jeminn! Púff, byrjaði svo sem alveg í lagi en gafst upp, ja nei ég sko barðist áfram með kvikindið og kláraði, ekki spyrja um framvindu mála þar, hef ekki hugmynd um það svo afspyrnuleiðinleg fannst mér bókin.
Elsku Krumma mín og fjölskylda, innilega til hamingju með krúttið skilaðu kveðju á foreldrana með hamingjuóskum.
Ætli þetta verði ekki látið duga í dag, ef ég verð í stuði kíki ég í bloggheimsóknir og kommenta ef ég gef mér tíma, ætla að vera dugleg í dag ANNARS STAÐAR EN Í TÖLVUNNI
Knús og fullt fullt af ljósi til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.5.2008 | 11:27
vá vá vá!!!
langt síðan kerla hefur bloggað
Nú er ég loksins að koma mér á fasta dags til Dkferðarinnar, er að bíða eftir svari um það hort ég fæ meðreiðarsvein eða hvort ég fer ein, fæ að vita það í hádeginu, og þá verður bókað flug til Köben, það víst að treysta því að ég geti fundið lestina til Århus og þau sækja mig svo þangað börnin mín þ.e.a.s. ef ég lendi ekki einhversstaðar annarsstaðar hehehehe nei þetta er nú bara djók.
Amy er búin að vera ansi lasin, fékk einhverja óáran í ennisholur og nú er Raggi lagstur líka, og hann átti að mæta í vinnu í dag upp í Borgarnes, en því miður liggur hann núna snippandi hnerrandi og rauðeygður með höfuðverk og lítur ekki vel út kallanginn fja.... vesen, það er líka svo svekkjandi af því að enn hefur hann bara 2 til 3 daga í vinnu að þá skuli þetta endilega hellast í hann núna, hefði verið betra á morgun, en maður ræður þessu sannarlega ekki. Þetta er eitthvað þrælsmitandi og nú er ég á varðbergi ét hákarlalýsi og c vítamín til að ég fái þetta ekki líka, fékk nóg af flensunni um daginn.
Heran mín verður alltaf bústnari og bústnari, það styttist í langömmutitilinn en hún er spræk og mér sýnist allt vera í góðu formi hjá henni.
Ég ætlaði norður á Hvammstanga á Lillukórstónleikana en það varð ekkert úr því, leiðinlegt, en svona er lífið, maður fær ekki allt sem manni dettur í hug hehehehehe, en ég var að lofa sjálfri mér því að skreppa norður og fara alla leið á Blönduós og fá mér kaffi á Við Árbakkann, sakna þess virkilega að komast ekki þangað í kaffi, en við höfum Skrúðgarðinn hérna á skaganum frábært kaffihús og þangað ætla ég á eftir og fá mér einn "a la María" áður en ég fer að vinna.
Staðarfellsmeyjar árg 65/66 ætla að hittast í byjun Júní í Öræfunum en ég verð ekki með, (verð farin til dk) mikið held ég að verði gaman hjá þeim, það var svo skemmtilegt þegar við hittumst í hólminum fyrir 2 árum.
Jæja
Nú verður settur punktur.
Gangið í ljósinu kæru vinir og og takk öll fyrir kvitt og komment
ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.4.2008 | 15:47
sonardætur í heimsókn
Annars bara rólegt í kingum mig og fátt eitt til að segja frá.
Ég er farin að vonast eftir að tölvan mín komist í lag, RSR pantaði varahluti í gömlu tölvuna sína og þegar átti svo að fara að koma þessu saman þá var einhver bölv... vitleysa í gangi, því miður dróst það of lengi að komast að þessu og erfitt að fá þetta leiðrétt en með því að rífa allt úr turninum mínum og færa á milli og laga til þá er þetta allt á réttri leið og engin leiðindi úr því að hægt var að redda þessu svona, má segja að það sé sama hvor turninn sé í brúkun.
Annars, fínn þurrkur, er með þvott á snúru og meiri þvott í vél, gaman að þvo og þurrka í svona blæstri, djöf er ég fegin að þurrkarinn bilaði, hélt reyndar að dagar mínir væru taldir þegar hann gaf upp öndina, en ég lifði af og langar EKKI í nýjan eins og er a.m.k.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.4.2008 | 22:17
nýr frændi kominn í heiminn :)
Annars, 3jadaga helgarfríið mitt ætlar að fara fyrir lítið, er búin að liggja í gær og í dag í bólinu, aaaaarg!!!! og ég sem ætlaði að gera heil ósköp, flakka og flandrast aðeins um en nei takk ekkert svoleiðis, hef bara legið.
Fékk ansi góða bók í póstinum, "Kona fer til læknis" frábær bók og þrátt fyrir sírennsli úr augum og drunga í höfði má segja að bókin hafi verið lesin í einum rykk, byrjaði reyndar í gær og kláraði í dag. Bókin er um eiginmann konu sem fer til læknis og greinist með krabbamein í brjósti sem svo síðar breiðist út, um tilfinningar hans, framhjáhald og baráttu, kom sannarlega út á mér tárunum.
Erla, Helga, Esta og Sylvía og þeirra menn færðu mér gjöf á fimmtudagskvöldið, ég er og verð þeim óendanlega þakklát, þetta var ekki nein smágjöf, þið eruð bara frábær
Nóg að sinni
Gangið á Guðs vegum krúttin mín
ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)