16.3.2008 | 16:48
Hafði það af...
... að smyrja snittur fyrir hana "systir" mína, 4 tegundir og allar mínar uppáhalds uuuummmm, snittur standa alltaf fyrir sínu.
Annars, tók aukavakt í gærkvöldi og var með henni Elísabetu minni og Ester Björk, bara fín vakt og skemmtileg, en dagurinn var búin að vera strembin því sú sem átti Ovaktina mætti ekki, var eitthvað lasin og engin kom í stað hennar svo þær fengu að puða þar til ég kom kl 19 og bjargaði öllu
Hitti Danmerkurfarana frá Reykhólum, sýndist spenningur í fólki, alla vega þá skríkti í Söndru þegar ég spurði hana hvort hún væri að fara til Elvu Simmi vinur minn glotti bara þegar ég innti hann eftir því hvernig hann gæti farið og skilið mig eftir, hann var ekki að vorkenna mér neitt pjakkurinn. Það verður nú fjör í kvöld þegar þetta lið mætir á Skippershovedvej 15, sé það nokk fyrir mér, gæti alveg hugsað mér að eiga dagstund með þessum kellum saman.
Hér birtist Óli minn í gær og dætur hans Karin og Katrín, stutt stopp en samt gaman fá þau aðeins, sé þau OF sjaldan, þarf að vera duglegri sjálf að skottast þarna vestur eða á maður að segja norður, þetta er víst í norður frá mér hehehehehe
Annars er bara allt í rólegheitum, ég á morgunvakt næstu 3 vinnudaga og svo á ég helgina, vinn á páskadag, bara fínt mál, fæ svo frí í staðinn og hn ýti því aftan við 3ja daga helgarfríið mitt helgina eftir. BARA GLÆSILEGT.
Nóg komið að sinni.
Megi ljósið umvefja ykkur kæru vinir
Gunna/mammzan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.3.2008 | 12:41
Leikflokkurinn á Hvammstanga
ójá, ég vann Sigríður með leikflokknum í nokkur ár , en þá var Baldur Ingvars hættur að vinna með flokknum, enda hefur fólk ekki endalaust úthald, hann var búinn að vera með leikflokknum í fjölda ára og lá ekki á liði sínu frekar en aðrir sem komu að leikflokknum.
Mér var nú búið að detta í hug að ég kannaðist eitthvað við þessa fjölskyldu þegar Tinna og Kínaferðin birtist á blogginu þínu, ætlaði alltaf að inna þig eftir þessu.
Ég verð nú sennilega að leika hugulsama og ástríka móðir í dag og henda á eins og eina túnfiskbrauðtertu þar sem prinsinn minn á afmæli í dag, hann er ekki mikið fyrir sætar kökur svo.... ég get ekki notað þá afsökun fyrir einni dísætri, það býður til 14 maí nammi nammi namm.
Svo þarf kerlan að fara að rifja upp gamla hæfileika og kunnáttu og huga að fermingarveislu sem ég lofaði að hjálpa til með, með því að smyrja slatta af snittum, það finnst mér afskaplega skemmtilegt, og hlakka til að fara að vinna þær hef ekki smurt snittur í 5 eða 6 ár held ég svo það er tími til komin að æfa handtökin.
Símtalið í gærmorgun var út af íbúðinni minni á Hvammstanga, þeim draumastað sem mér þykir svo vænt um, og varð til þess að LOKSINS var hún auglýst og nú er bara að krossleggja fingur og vonast eftir góðum viðbrögðum, það er ekki til neins að eiga hana þarna, sé ekki fram á að ég flytji nokkurn tímann þangað aftur, ja nema sem gömul kona í þjónustuíbúð og það er LAAAANGT í að ég verði gömul jafnvel þó ég sé að verða mamma ömmu
Mér finnst svolítið þegar eg er að hugsa um að selja íbúðina eins og ég sé að fara að kveðja Hvammstanga, eins og er er ég bara farin þaðan en ekki búin að gera upp veru mína þar, þetta er eini staðurinn þar sem ég hef fundið þessa tilfinningu fyrir að væri mitt HEIM og þá ekki bara Hvammstangi heldur þetta svæði, enda liggja rætur föðurfólksins míns þar.
Þetta er dálítið skrýtin tilfinning, ég hef aldrei fundið hana áður, þ.e. þessa HEIM tilfinningu, þekkti hana t.d. ekki í sambandi við Saurbæinn, þar var heim bara þar sem ég bjó, hvort sem það var Grund, Foss (´var um tíma þar hjá tengdaforeldrum mínum þáverandi og sambýlismanni) Litla Holt, Efri Múli eða inn í Skuld, fann svona heim tilfinningu gagnvart heimilinu þeirra Dóru systir og Valda í Búðardal, en ekki til Dalanna eða Saurbæjarins. Þegar ég flutti svo norður á Hvt sem ég ætlaði sko aldeilis ekki, (var á leið til Húsavíkur hehehehe) þá fannst mér ég vera að koma heim, skrýtið, en svona var þetta og verður sennilega alltaf. Gott á mig, er búin að gera mikið grín að þessum átthagafjötrum
HÆTT
Í
BILI
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2008 | 15:24
Bloggdagur hjá kjéddlu :)
Fór á dúndurskemmtilega sýningu í gær J hjá nffa ótrúlega gaman að sjá þetta hjá þeim og svo gaman að sjá krakkana ?mína? standa þarna og gera góða hluti, eins gott að ég dreif mig, sat bara og hreinlega gleymdi tímanum.
Ég verð nú að viðurkenna sveitamennsku mína og segja alveg eins og er að mér finnst mun skemmtilegra að sjá svona áhugamannaleiksýningar en hinar, þær koma manni miklu meira á óvart, maður sér þarna nýjar hliðar á fólkinu sem maður hefur kannski aldrei séð áður, en maður gerir ráð fyrir hjá þessum atvinnuleikurum, en ekki hinum, og öll vinnan sem lögð er í þetta sem tekin er oftlega af nánast engum frítíma og að sjálfsögðu launalaust. Ég man vel margar strembnar en alveg frábærar vikur með leikflokknum á Hvammstanga þegar við vorum að setja upp stykkin, nokkuð sem ég hefði ekki viljað missa af.
Var með Tupperware kynningu hérna eitt kvöldið og æææææ, var bara búin að gleyma að ég á sko ennþá OF mikið af þessum ílátum og því var nú sem betur fer ekki verið að spreða í neitt, nema eina sæta skál sem ég get sett hérna á sófaborðið með einhverju slikkeríi fyrir MIG hehehehehe.
Fékk spennandi símtal í morgun, hlakka til að sjá hvað kemur út úr því, það kemur síðar.
Jæja, ?bloggóða? konan er tæmd J ekki meira í hennar kolli sem hæft er hér í netheimi svo eins gott að hæta að pikka hér inn í bili.
Gangið í ljósinu kæru vinir, elskið hvort annað og umvefjið ykkur sjálf og meðbræðurnar með hreinu og skæru ljósi Hans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2008 | 11:00
Aftur um Olísbikarinn
Ég var spurð um hvað þetta glæsifólk sem hampar bikarnum hér fyrir neðan hefði afrekað, málið er að í hverjum mánuði er gerð þjónustukönnun hjá OlÍS á öllu landinu og í febrúar var það stöðin mín sem kom best út og við fengum bikarinn fyrir að standa okkur.
þannig er það, bara skemmtilegt
knús á ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.3.2008 | 21:06
BIKARHAFAR FEBRÚAR
BIKARHAFAR OLÍS Í FEB
Þessi kann sko að fagna, enda var meistari Óli Þórðar búin að segja henni allrækilega til, einhver munur eða þessi hér
Elsa slefar yfir bikarnum, það var á meðan hún bjóst við kampavíninu ;) en þessi gutti...
hann er greinilega afar ástfanginn af dollunni hehehehehe
Já þetta getum við :) til hamingju krúttin mín og við öll, höldum svona áfram
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.2.2008 | 13:27
Tuttugastiogníundifebrúartvöþúsundogátta
Til hamingju með daginn allir sem eiga afmæli í dag elsku Erna mín þú færð alveg speskveðjur.
Það eru 2 mánuðir og 14 dagar í afmæliskaffið mitt og hver veit nema ÞÉR verði boðið, aldrei að vita, það væri sko bara skemmtilegt að gera eitthvað í tilefni dagsins, ég gæti verið "löngu dauð"(sumir skilja þetta nú örugglega hehehehe) áður en ég verð sextug hehehehehe og þá missi ég af því að fá einmitt ÞIG í kaffi ekki satt?
Það er aldrei að helv... rokið og rigningin lauk sínum hring, nú er bara snjór og meiri snjór, alveg án þess að ég sé eitthvað að kvarta, finnst þetta bara fínt, hvítt yfir og bjart.
Langömmubarnið stækkar og stækkar í kúlunni sinni, Heran mín er að verða svolítið framsett, fer henni bara vel og bráðum fer móðir ömmunnar þ.e. verðandi langamma að telja niður í atburði sumarsins, fyrst í barnsfæðinguna og svo í að fá Elvu Ragga og Hjálmar í heimsókn frá Danmörku.
Æ hvað mig er farið að langa í frí, tími samt ekki að taka af sumarfríinu mínu, og má ekki við að missa úr vinnu svo enn verð ég að láta mig dreyma, er kannski bara að hugsa um að leyfa mér að nota páskana á að vinna þá en fæ þá borgaða þó ég vinni ekki, humm jaá, væri það ekki snilld
Jæja, ég er búin að fá útborgað, búin að eyða rúmum helming, bara á örfáum sekúndum hvarf rúmur helmingur launa minna með einföldum hætti, merkti við í heimabankanum x hér og þar og hviss bang búmm!!! allt horfið þá þarf ég ekki að velta fyrir mér hvað ég á að gera við þann hluta launanna hehehehe.
Jæja jæja, ætla ekki að rugla meira að sinni, sendi ykkur risa risa knús og ósk um að þessi merkisdagur, hlaupársdagurinn 2008 verði ykkur ljúfur.
Sendi ykkur ljós og kærleik kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.2.2008 | 21:04
SNÆFELL VANN LÝSINGARBIKARINN
Og sannarlega er ég ánægð með drengina
Var búin að blogga en færslan týnd, horfin, fokin út í veður og vind, jafnvel alla leið í "buskaland" hehehehe.
Ætla samt að óska Karli Jónasi frænda mínum til hamingju með daginn, nú getur hann farið að sinna andlegum sálarhrellingum ættingjanna, sálfræðingurinn
Hann er einstakur
Takk fyrir frábærar veitingar kæra fjölskylda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.2.2008 | 15:08
orkustöðvarnar og kertin
Og svona af því að ég hef hvorki verið að kommenta hjá ykkur né að blogga udanfarið þá datt mér í hug að gleðja kertagaldraáhugafólkið með þessu hér:
ORKUSTÖÐVARNAR SJÖ OG LITIRNIR:
1. Rótarstöðin er rétt neðan við mænurótina og er stöð lífsorkunnar, lífsafkomu og sjálfseftirlits. Ef þessi stöð er i ójafnvægi þá eru afleiðingar af þvi t.d óöryggi, reiði, áhyggjur af afkomu o.sv.frv.Litur stöðvar: Rauður. Til að hjálpa til við að hreinsa stöðina brennum við rauð kerti og sendum ljósið huglægt á stöðina.
2. Magastöðin sem er rétt fyrir neðan nafla og ef ójafnvægi er þarna þá kemur það helst fram í ofnautn í mat og kynlíf og getur framkallað t.d. eignaþörf og öfund svo og blöðruvandamál. Litur stöðvar er appelsínugulur og því notum við appelsínugul kerti er við hreinsum hana og sendum ljósið huglægt á stöðina.
3. Sólarplexus er fyrir ofan nafla og rétt fyrir neðan bringubein, gefur kraftinn til ósjálfráða taugakerfisins, og við ójafnvægi koma fram ótti, reiði, hatur, meltingarvandamál og þörf fyrir mikla viðurkenningu. Litur stöðvar er gulur og því brennum við gul kerti til hreinsunar, og sendum ljósið huglægt.
4. Hjartastöðin um mitt bringubein og magnar lífsorkuna. Við ójafnvægi stöðvarinnar koma fram tilfinningaleg vandamál; höfnum á ást og blóðrásarvandamál. Við heinsun stöðvar notum við annaðhvort grænan eða bleikan lit á kerti, báðir litir gilda fyrir stöðina. Sendum ljósið svo huglægt til stöðvarinnar.
5. Hálsstöðin er á hálsinum og fer inn á tal og samskipti. Þegar ójafnvægi er á þessari stöð kemur það fram í tjáningarskorti m.a. fávisku og þunglyndi. Litur stöðvar er himinblár og því veljum við fallega himinblá kerti og kveikjum á þeim og sendum orku og ljós huglægt á stöðina.
6. Ennisstöðin er á miðju enni og gefur litla heilanum orku svo og miðtaugakerfinu. Skortur á einbeitingu er fylgifiskur ójafnvægis á stöð, erfiðir draumar ótti o.fl. Við hreinsun á þessari stöð notum við dimmblá kerti eða "indigo" og enn sem fyrr sendum við ljósið huglægt á stöðina.
7.Hvirfilstöðin er eins og nafnið bendir til rétt fyrir ofan hvirfilinn og hefur hvítan eða fjólubláan lit. Þessi stöð sér um heilann okkar og þegar ójafnvægi kemst á þessa stöð eru ýmsar geðtruflanir í gangi, dapurleiki o.fl. þessháttar. Stöðina hreinsum við með hjálp hvíts kertis eða notum fjólublátt. Ljósið fært huglægt í stöðina.
Nú er um að gera að framkvæma sjálfskoðun og taka svo til hendinni og reyna þennan vísdóm, gangi ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.2.2008 | 18:17
Blogg
Komandi helgi átti að vera algjör letihelgi, en mín var beðin um að taka aukavakt sem hún og gerði enda ekki annað hægt, það á að fara að skíra hjá mömmunni sem átti vaktina og þá er maður ekkert að vesenast, maður segir bara já.
Annars, bara allt gott, ja nema fja..... þessi öldungur sem ég er með núna hefur gífurlegt ofnæmi fyrir spjallforritum hverskonar, t.d. mínu heittelskaða yahoo, og ekki hefur kvekendið viljað samþykkja skype heldur, þannig að Elva hefur nokkuð sæmilegan frið fyrir mér hehehehehe.
Hér er allur snjór farinn, ekki hálkublettur held ég finnanlegur, og í gær fékk ég ferðafiðrildi í magann, fiðrildi sem lætur finna fyrir sér við ákveðnar aðstæður og það flögraði viðstöðulaust í gær, ekkert við því að gera, maður fer nú ekki í langferðir þegar bensínið er svona fj... dýrt hehehehe, eða þannig.
Við Helga systir skelltum okkur á kaffihúsið núna í vikunni, fengum ljómandi gott salat og notalega stund saman, fórum svo í smá búðarrölt og svo kom ég henni loksins heim til Erlu og ég held að Heiðar sé búinn að koma henni alla leið í Hólminn, alltént stóð það til.
Knús á ykkur öll krúttipúttin mín
Ykkar einlæg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2008 | 19:26
Stuðningskertin
Gleymdi að segja ykkur að þegar við notum stuðningkerti finnst mér best að nota hvít, en það er ekki endilega það eina rétta, allsekki,og við notum 2 kerti. Við verðum að huga að því fyrir hverju við erum að biðja (galdra) við kveikjum fyrst á aðalkertinu svo á stuðningkertunum, fyrst hægra megin, síðan vinstra megin (ekki kannski alveg nauðsynlegt)
Þegar við svo slökkvum, notum við kertaslökkvara og slökkvum fyrst á aðalkerti síðan hinum tveimur í öfugri röð við það þegar við kveiktum.
knús til ykkar og ósk um ánægjulega vinnu.
Endilega leyfið okkur að fylgjast með hvernig þið "fílið" þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)