14.4.2008 | 23:15
Stolt af mínum mönnum
Ekki leiðinlegar fréttirnar sem ég fékk í kvöld þegar Sunneva hringdi í mig
Ég gat því miður ekki horft á leikinn en skottan mín sá um að láta ömmuna sína vita um úrslitin.
Áfram Snæfell
Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.4.2008 | 17:17
Fallegur dagur og gott kaffi
Yndislegur dagur, sól og blíða.
Fór á Skrúðgarðinn í hádeginu, fékk mér salat og ljúffengt kaffi a la María í eftirrétt, sat í 21/2 tíma í góðu yfirlæti og notalegu spjalli við Röggu vinkonu mína, frábær stund.
Fékk svo upphringingu rétt fyrir 4 og þá var mér boðið í kaffi og nema hvar? jú takk Skrúðgarðurinn aftur, þorði ekki annað en að tilkynna Maríu að ég væri ekki að flytja til hennar.
Nú stendur Amy kófsveitt í eldhúsinu og er að kokka, parmesankjúklingur skal það vera, hlakka til að borða
Svo er það innlit til vinnufélaga í kvöld, skoða það sem verður þar á "boðstólum" bara gaman að því.
Annars....
allt í góðu
knús
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2008 | 22:42
frh. af vöfflujárni ;)
Hef ákveðið að halda vöfflujárninu, það er búið að haga sér óaðfinnanlega, það bakar fínt þó ég verði að hræra deigið takk Vala
Fátt eitt í fréttum, var að fastsetja sumafríið, þ.e. hvaða vikur ég tek, ætla að vera frá 2 júní og mæta svo aftur 8 júlí og þá þarf ég að vinna 11 mánuði a.m.k. fram að næsta sumarfríi og þá er næst að panta ferðina til Danmerkur
Hugsaði til Gurríar og Tomma í morgun þegar ég heyrði af strætóslysinu í morgun, veit reyndar ekki hver var að keyra en sá þegar ég aðeins leit inn á bloggið sá að Gurrí hafði verið heim, á eftir að LESA bloggið hennar í dag.
Ég hef verið frekar slöpp við að kommenta hjá ykkur kæru bloggvinir, hef bara takmarkaðan tíma til að sitja, lesa og kommenta svo það verður bara svona öðruhvoru sem ég kem til með að setja eitthvað inn, les ykkur samt reglulega og kommenta þegar ég gef mér tíma.
Jæja, það fer að styttast í að Amy komi "heim" en hún kemur á sunnudagsmorgun og feðgarnir sækja hana en ég er að vinna.
Knús inn í nóttina og varðveiti ykkur allt sem gott er
Ykkar Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.4.2008 | 22:36
Til hamingju Snæfell
jebb!!!
Snæfell gerði góða ferð til Grindavíkur unnu leikinn með 3ja stiga mun. Glæsilegt strákar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2008 | 23:47
Kerla á ferðalagi
Jamm, var ekki bara kominn tími á Hólminn í dag!
Skellti mér vestur en stoppaði stutt, en frábært að fá smá bíltúr og líta aðeins út fyrir Akranes. Á hverju vori fæ ég svona óstöðandi þörf fyrir að komast eitthvað út fyrir bæjarmörkin, og þá er ég að tala um að fara eitthvað alein, njóta þess að eiga ferðina bara með mér, fyrir mig og ekki að taka tillit til annara ferðafélaga. Gerði þetta í dag
YNDISLEGUR DAGUR
Góða nótt, eða góðan dag, fer eftir því hvenær sólarhringsins þú ert að lesa þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.4.2008 | 18:02
Í þátíð ;)
Var í fjárfestinum keypti mér vöfflujárn, en held að ég hafi verið að henda krónunni (í krónunni ) og hirða aurinn, það bakar frekar illa, á samt eftir að gera úrslitatilraun áður en ég skila því.
Annars bara fátt eitt og gott, glimrandi gluggaveður, þarf að hendast á snúruna með þvott, ekkert sem haskar.
Spjallaði lengi við Elvu í morgun, fram yfir hádegi hjá henni, fram að hádegi hjá mér tímamismunurinn orðinn 2 tímar, fuss fuss, nú verð ég að vakna f.h. ef ég ætla að tala við hana áður en ég fer að vinna.
Er aðeins farin að spá í sumarfrí, það vantar bara að fá fjölda daga að sunnan, verð að rukka Maríu um það svo ég viti nú upp á hár hvernig ég plana mig, held að ég hafi nefnilega ekki klárað fríið mitt í fyrra, gæti átt 2 daga, það væri nú ósköp ljúft.
Vika í Amy og vika í helgarvinnu en samt alltaf gott þegar sú helgin er liðin því þá er stutt vinnuvika, 3 vinnudagar og 3 frídagar
Ætla að slá hlutunum upp í kæruleysi og pana mér pítsu í kvöld, ég elska pítsur, elda bara eitthvað á morgun í staðinn.
Hvað varð um lambalærið, sveskjugrautinn, ísinn og ávextina frá því í denn, þetta mallaði maður hvern sunnudag, í hádeginu og jafnvel blómkáls, sveppa eða aspassúpu!!!!
Það var í þátíð, sannarlega í þátíð
Jæja, það verður örugglega ekki lambalæri og sveskjugrautur á morgun hérna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.4.2008 | 07:54
Draumur
Það er ekki sjaldgæft að mig dreymi fyrir hinu og þessu og í nótt dreymdi mig.
Ég vona að hann sé marklaus, en hann er samt ekki fyrir slæmu eða þannig séð.
Bíð frétta
Vonast til að fá engar fréttir
en....
jæja, blog síðar
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 11:42
jú jú, fannst ekki líka þessi ágæta...
stjörnuspá
While you enjoy cooking large, fresh dinners for your guests, today you will enjoy playing the sous chef. You'll take orders and be the best slicer and dicer. Help someone else achieve his or her perfect dinner party tonight.
svo mörg voru þau orð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2008 | 21:16
Lítill gullmoli kominn í heiminn
Sæta fjölskyldan :)
Fallegur prins kom í heiminn í dag, innilega til hamingju Harpa, Sigrún Birta og Gunnar Ægir
Velkomin í heiminn fallegi drengur og Guð blessi þig.
Ég á nú pínuMIKIÐ í honum þessum, á pínku í foreldrunum og afar og amma eru vinafólk mitt svo ég á pínuMIKIÐ í honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.3.2008 | 11:13
Páskarnir liðnir og frí frmundan
Jæja þá eru blessaðir páskarnir liðnir með sín páskaegg og góðan mat, ekki það að ég hafi náð að eta á mig gat, hafð sannarlega rænu á að sleppa því.
Fékk ansi góðan málshátt í egginu mínu;"lempin maður hefur lykil að annars vilja" GÓÐUR!
Ég var að vinna á skírdag, laugardag og páskadag og er að fara að vinna núna 2 vaktir og er svo komin í frí, frábært það, ætla að bjóða Óla og dætrum í mat á föstudaginn og þeim öllum í kaffi ef Gosia mín nennir að koma við þegar hún kemur úr flugi, æ ég skil vel ef hún vill fara beint heim og einmitt þess vegna ætla ég að gefa þeim að borða í hádeginu.
Svo bjallaði Amy í gær til að spyrja hvort hún mætti koma???? kjáninn minn, auðvitað má hún koma en ekki hvað, hlakka bara til að fá hana.
Bíbí systir mín og hann Kiddi litu inn hjá mér í gær, gaman að því, lá vel á þeim, þau voru á heimleið eftir dvöl í Saurbænum um páskana.
Heyrði í Kiddý vinkonu minni á Hvammstanga og það var svo fyndið að daginn eftir heyrði ég í henno Gerði minni á Reykjum, hef ekki heyrt í henni síðan ég fór frá Hvt, en við vorum þessar 3 saman í prjónaklúbb á Hvammstanga ásamt nokkrum öðrum, skemmtileg tilviljun.
Móðurbróðir minn á Hornafirði lést núna um páskana, hann var litli bróðir hennar mömmu minnar, ég þekkti hann nú ekki neitt en samt snertir þetta mann alltaf. Bið Guð að blessa hann og fjölskylduna hans.
Hætt að sinni.
Gangið í ljósinu kæru vinir mínir
Ykkar einlæg
p.s. Brynja, á maðurinn þinn systir sem heitir Laufey og er á Hvammstanga? við erum nefnilega vinkonur við Laufey og mér þykir mjög vænt um hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)