Jæja!

Ekki gengur vel....

... að koma sér í blogggírinn aftur, eins og maður lifði fyrir að tjá sig hérna hehehe.
Drullaðist til að klára föstudaginn í vinnu og síðan ekki söguna meir :( fja... vesen, en vonandi mæti ég gallhörð á miðv.d og fimmtud. svo ég geti notið þess að fara í helgarfrí hehe, ekkert varið í að missa af því.

Er ekki að nenna að fara að draga fram jóla þetta og jólahitt, en samt finnst mér alveg kominn tími á að fara að gera smá jólalegt í kringum mig. Ætla að finna til jólaþorpið hans RStef og koma því hæér upp í vikunni, hver veit nema það kveiki aðeins í mér, svo þarf að draga fram uppskriftabækurnar og baka þessar smákökur sem eru gjörsamlega ómissandi s.s. serenukökurnar, gaffalkökurnar og piparkökurnar.  Auðvitað þarf svo að gera laufabrauð, á þess koma engin jól.

Mikið er ég glöð, RSR verður heima þessi jól, fer ekkert til usa eins og síðast, nú hefðu bara Elva og Raggi þurft að vera þessi jól svo ég gæti haft jólagleði með öllum börnunum mínum ;)

Er að hugsa um að fara í kertagerð í vikunni, gera mér nokkur "galdrakerti" á engin núna, öll búin og það gengur nú ekki.

Jæja, ætli það sé ekki meira vit í að fara að sinna kvöldmatnum ern að kreista eitthvað upp úr sér hér.

Bið ykkur vel að lifa

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband