BLOGG? Jú ekki ber á öðru ;)

Kominn tími á smáblogg, þó miklu fyrr hefði verið emoticon
Ekki það að eitthvað merkilegt eða mikið hafi verið að gerast í mínu lífi, allt frekar rólegt.
Það var fermt hjá Estu í endaðan mars, Olli litli er kominn í fullorðinna manna tölu eins og sagt var í denn, alla vega þegar ég fermdist og er nú ÖRSTUTTemoticon síðan.
Búin að plana sumarið, ætla að  vinna í allt sumar ja eða þannig sko, vinn bara 1/2 vaktina mína og restin er svo sumarfrí, öðruvisi ræð ég ekki við sumarið og þar sem ég sé ekki fram a að ég komist til Danmerkur eftir að launin mín lækkuð þessi ósköp hjá Olísemoticon , þá er bara eins gott að hafa þetta svonaemoticon
brjálað að gera í dag í vinnunni, steiktum triljón hamborgara og seldum ís í lítravís í dag, ótrúlega var gott að koma heim og gera EKKERTemoticon   bara dúlla sér og fara á netið og svona.
Bakaði alveg býsn í gær, muffins formkökur og hjónabandsælu og nú er full stór skúffa í frystinum hjá mér af bakkelsi, ætla að henda í flatkökur og kleinur eftir helgina. Kjeddlan er bara að missa sig þessa dagana í bakstrinum enda komin með hrærivél sem hefur ekki verið til á þessum bæ síðustu 20 árin, bara handþeytari, svo ekki er skrýtið þó eitthað sé gert hehehehe

Hætt að sinni, en vonandi verður nú drifið í að blogga fljótlega aftur
knús

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf nóg að gera hjá þér Gunna mín og myndarleg ertu að baka. Páskakveðjur til þín og við hittumst annaðar staðar.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.4.2009 kl. 08:13

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband