Batnandi manni er best að lifa!

Ójá, ég held það nefnilega og því ætla ég að skella mér í að koma hér inn aftur, hve lengi??? hver veit, kannski stutt, kannski lengi, látum bara reyna á það.

Ég á ekki von á að bloggað verði daglega, en svona endrum og sinnum.

Dásamlegt veðrið í dag hérna á Akranesi, er bara að hugsa um að fara út með myndavélina mína og smella af nokkrum myndum að gamni mínu, en fyrst ætla ég að passa litla skottið í risinu. Hún er orðin stór dama og alveg jafnfalleg og hún var, eða kannski bara fallegriHeart hehehehe, ömmumontið Wink

Prjónaði núna eitt kvöldið kraga úr lopa, á eftir að koma þeim í réttar hendur en ég ætla að gefa sonardætrunum þá, þær skottast líklega til mín á eftir að sækja þá, langar að rumpa af vettlingum handa þeim líka hver veit, hver veit.

Annars er allt við það sama, strákurinn er rétt nýbúinn að hrista af sér sýkingu sem hann náði sér í í USA þegar hann var þar um jólin, eftir lyfjakúr sem samanstóð af þremur mismunandi lyfjum, svei svei.

jæja, það er að koma pössunartími og ég þarf að skríða úr náttgallanum í eitthvað aðeins merkilegra áður en ég hleyp upp stigann.

Knús í bloggheim og fulltHalo fullt af ljósi og kærleik.Heart

Gott að vera komin aftur Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Guðrún mín og velkomin á netið að nýju.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2009 kl. 12:07

2 identicon

Það var mikið, ég hélt bara að þú hefði skriðið í vetrarhýði eins og bangsi.

Knús í hús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:07

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:21

4 identicon

Knús í hvert hús á Skaganum.

Hafðu það rosalega gott Guðrún mín og risa knús á þig elsku vinur. Þú ert æði.

Halltu svo endilega áfram að blogga.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 16:25

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Velkomin aftur Gunna mín .......................

Erna Friðriksdóttir, 6.2.2009 kl. 17:27

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Velkominn

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 18:39

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkominn aftur elsku Guðrún mín

Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband