þar fór stíflan!

Mikið andsk... hef ég verið tölvulöt undanfarið og bloggleti alveg að fara með mig.

 

Flóttafólkið komið á skagann, ég búin að hitta eina fjölskylduna í Olís, þar sem 17 ára strákur var látinn kaupa tóbak og þegar ég gerði athugasemd við þetta og sagði sem var að við mættum ekki selja börnum undir 18 ára tóbak var mér tjáð að hann talaði fyrir móðir sína sem kynni ekki ensku, en stuðningskonan sem var með þeim átti auðvitað bara strax að biðja um tóbakið sjálf, ekki koma krakkaskinninu í svona vitleysu. Auðvitað fékk konan tóbakið sitt, en mér fannst þetta afar kjánalegt að þeim sem var að aðstoða þessa fjölskyldu og hana nú!

 

Nóg um það!

 

Eldaði mér dásemd í kvöld, steikt lambahjörtu í sósu og með kartöflumús, veit ekki alveg hvað feðgum fannst, það voru ekki nein hávær húrrahróp yfir þessu, en jæja þetta var etið!  Tíkin iðaði af löngun og fékk smábita, en þar sem hún er alltaf á þurrfæði varð það að duga að fá smakk, hún var aftur jafnglöð og ég með þetta LoL

 

Helgarfrí hjá kellu og bara slappað af í stað þess að vera eitthvað að takast á við ryk og þ.h. leiðindi, aðeins tekið í prjónana mína, það er að verða svo spennandi að klára flíkina og sjá hvernig hún kemur út ;) en henni verður nú ekki flaggað neitt fyrst um sinn svo ég er að reyna að sitja á mér, veit sem er að hún verður ekki kyrr hjá mér þegar ég hef lokið við hana, get þá ekki setið á mér að montast yfir þessu og þá er hún farin. Blush

 

Langömmuprinsessan kemur upp úr næstu helgi held ég, er farin að sakna þeirra þarna í risinu og virkilega farin að fá löngun til að knúsa skottuna mína hana Dagnýju Rós.Heart

 

Var í matarboði í vikunni hjá Erlu og Smára, fékk yndislegan mat þar að vanda og stóð lambalærið upp úr með grænu baununum og rabbabarasultunni namminamminamm! Hann mágur minn varð 55 ára þann 11 þ.m. og vildi auðvitað hitta skemmtilegt fólk og var þetta bara ágætasta kvöld fannst mér, Hadda og Beggi og Helga og Heiðar komu líka og að sjálfsögðu Jói, Ursúla Ásgrímur og Kaja listakona.  Takk fyrir yndislegt kvöld og frábæran mat krúttipúttin mínKissing

 

Gleymdi myndavélinni, því miður.Frown

 

Skemmtilegur hittingur sem lofar enn skemmtilegri hitting í framtíðinni var á Skrúðgarðinum sama dag og matarboðið var, ég bíð spennt eftir næsta hitting, takk stelpur þetta var reglulega skemmtilegt.

 

Svo...

Kannski betra að blogga oftar og aðeins minna í einu ? ja eða ekki??? Veit ekki.

 

Hafið það reglulega næs, það ætla ég að gera!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hafðu það reglulega næs, það ætla ég að gera!

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Sara Diljá Hjálmarsdóttir

Hæ amma mín og takk fyrir afmæliskveðjuna, mátt bara blogg oftar og alltaf jafn langt :)

Knús til þín á skagann, stelpan þín ætlar að halda áfram að hafa það næs, vona að þú gerir slíkt hið sama

sakna þín

Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 13.9.2008 kl. 21:13

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Aprílrós

Hafðu góðan sunnudag mín kæra ;)

Aprílrós, 14.9.2008 kl. 05:30

6 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 14.9.2008 kl. 07:10

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús og kram.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2008 kl. 19:18

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gaman að heyra aðeins frá þér...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.9.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband