Langömmuprinsessan skírð í gær


Já fallegustInLove var skírð í gær og fékk afar fallegt nafn, DAGNÝ RÓS. Það var mikið um dýrðir, Lauga mamma hans Stefáns sá um skírnarkaffið og það vantaði sko ekkert og svo vel var útilátið að þó annar 30 manna hópur hefði komið í kaffi hefði vart séð högg á vatni. Ég raðaði saman einni rækjubrauðtertu og annarri túnfisktertu allt annað sá Lauga um.
Fullt af myndum teknar af dömunni og fjölskyldunni og öllum hópnum þeirra Estu og Skúla. Í kirkjunni var tekin mynd af 5 ættliðum og svo 4 ættliðum í beinan kvenlegg.
Hérna sefur Dagný Rós vært eftir skírnina


Ekkert smáflott skírnartertan sem amma Lauga gerði fyrir gullmolann


Þau eru auðvitað bara flottust :)


Já, svona er nú hópurinn þeirra Estu og Skúla orðin stór


Erla systir kom svo ásamt Smára, Kaju, Ásgrími, Jóa og Úrsúlu og það var bara yndislegt.
Þessi fjölskylda er afar náin okkur þar sem má segja að Jói, Karl og börnin mín hafi alist upp saman, svo mikill var samgangurinn á milli okkar og svo skemmtilegt er að Sylvía smellur þarna inn eins og henni er lagið.
Knús í kotið
Ykkar einlæg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með nafnið á langömmu prinsessunni. ;)

Aprílrós, 31.8.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með hana og þetta fallega nafn sem hún ber

Ragnheiður , 31.8.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er fallegt. Þetta hefur verið góður dagur hjá ykkur fjölskyldunni.

Til hamingju.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Sara Diljá Hjálmarsdóttir

Til hamingju með þetta fallega nafn. Dagný Rós er svakalega fallegt nafn og mikið er prinsessan myndarleg:)

 knús til þín elskan

Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 1.9.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju elsku Gunna mín fallegt nafn á litlu prinsessunni og falleg fjölskylda.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2008 kl. 14:43

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju Gunna mín ......... Með þetta allt saman

Og auðvitað bestu kveðjur á ÞIG

Erna Friðriksdóttir, 1.9.2008 kl. 17:17

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju. Fallegt barn og fallegt nafn.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 19:13

8 identicon

Til hamingju með prinsessuna og fallega nafnið hennar Guðrún mín. Alltaf gaman þegar maður þarf að læra ný nöfn í fjölskyldunni.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:19

9 identicon

Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:08

10 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Til hamingju með þetta fallega nafn á litlu prinsessuna.

  Gaman að sjá þessar flottu myndir.......mmmmm ...tertumyndirnar

  lukkuðust afskaplega vel.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 12:24

11 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með fallegt nafn á langömmu prinsessu yndislegar myndir

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 14:10

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 12:12

13 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Dagný Rós, frábært nafn, til hamingju með litlu dúlluna.kveðjur

Heiður Helgadóttir, 5.9.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband