DANSKIR DAGAR


Ojæja, ekkert varð af ferð minni á danska daga þetta árið  en það verður ekki við öllu gert, djamma bara betur að ári hehehehehe. Það hefði líka orðið svolítið skrýtið að hafa ekki Óla og fjölskyldu á staðnum og svolítið tómlegt. Danskir í fyrra voru með eindæmum velheppnaðir hjá okkur en vantaði reyndar Elvu, Hjálmar og Ragga en Jakob og Elísa mættu fyrir þeirra hönd

Hefði viljað vera fluga á svefnerbergisvegg hjónanna á Skippershovedvej 15 í nótt þegar Esta hringdi og vildi fá Elvu með sér að djamma eitthvað smá á dönskum dögum, en Elva var víst ekki alveg tilbúin í það og ætlaði sannarlega ekki að trúa systur sinni þegar hún baðst inngöngu og falaðist eftir gistingu hehehehehe. Svo nú er líklega fjör hjá systkinunum í Danmörkinni

Vinna í kvöld, vinna á morgun, en frí á mánudag, svo er 3jadaga vinna og 3jadaga helgi, búið að bjóða mer aukavakt en ætla sannarlega ekki að taka hana þar sem þetta er síðasta 3jadaga helgarfríið mitt þarna uppfrá þar sem verið er að breyta vaktaplaninu og sú breyting á að ganga í gegn á methraða, ég er svo sem alveg til í að vinna eftir nýja planinu en ég er ekki með lítil börn, en stærsta og versta breytingin fyrir fólk með börn er þessi helgarvinna, það er einungis frí 3juhverja helgi sem er sannarlega ekki gott, a.m.k. hefði ég ekki getað hugsað mér að vinna svona frá mínum börnum og ég tala nú ekki um einstæðar mæður.  Jæja, þetta er það sem koma skal og við sjáum bara til.

Annars, Sylvía og Stefán elduðu sér humar og drógu þá gömlu upp í mat, en því miður var sú gamla búin að hálffylla vömbina en kom nú samt niður smakki þarna hjá þeim, ummmm bara æðislegt, takk fyrir mig krúttin mín.
Ætlaði að mynda skottuna mína, en................ helv batteríin í vélinni rétt dugðu til að opna hana og þá var hún steindauð

Er að gæta 3ja katta, einn fór alveg með mig í gær, hélt að hann væri týndur, 2 komu hlaupandi á móti mér þegar ég kom og ég hleypti þeim bara út, en sá þriðji lét ekki sjá sig, ég hljóp um allt hús kallaði  á dýrið, lét  hringla í matarskálum en allt kom fyrir ekki,  opnaði allar dyr og kallaði kis kis, hljop út og kallaði og  á endanum gafst ég upp og var viss um að hann hefði farið út um glugga sem var rifa á og hafði fokið upp í blæstrinum og væri bara týndur eða kannski bara í fýlu eins og annar kötturinn hennar Elvu átti til ef hún fór að heiman. Þegar ég kom svo til að hleypa þessum tveimur inn aftur, hver kemur sæll og glaður á móti mér nema hann svarti pési, hann  hefur þá legið einhversstaðar sem ég kom ekki auga á hann og skemmt sér konunglega á meðan ég leitaði, skömmin sú arna


Aaaaaaaðeins of langt blogg en jæja.......

Hætt í bili
knús
knús
knús

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

prakkari hann svarti Pési.

Aprílrós, 16.8.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alveg það sama hjá mér Gunna mín ég get ekki farið Danska daga ´´i hólminum í þetta skipti en ég hef alltaf farið.´Já hann er sko prakkari hann pési Knús inn í helgina ljúfust

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Sara Diljá Hjálmarsdóttir

hææ amma mín:) danskir dagar eru bara slakir þetta árið, held það sé því það vantar þig!! :( var farin að hlakka til að sjá þig! en það verður að hafa það við hittumst við tækifæri gamla mín :D hehe Nú er mín bara á leiðinni á bryggjuball og á narfeyrastofu að smakka nýja bjórinn hans afa Jökull! heyrumst elska, knús knús knús og saaaaaaaakn

Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:27

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Svo þessi köttur ber þá nafn með rentu,  Svarti Pétur þá á hann að vera meinstríðinn, er það ekki? - Fyndin sagan af systrunum. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.8.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Blessuð vertu, vinkona.  Það fór allt í tjón og tjöru á Dönsku dögunum fyrst þú varst ekki þar.  Allir fangaklefar lögreglunnar fullir....ALLIR 3!

  Oooo.. kettir eru slægir að fela sig...maður telur þá af, og er farinn að semja erfiljóð, þegar þeir lalla sér undan næst sófa og geispa.

  Sólarkvejur til þín.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Takk fyrir kvittið Gunna og velkomin í litla hópinn minn. Það er alltaf gott að eiga góða að og gott að vita að einhver les bullið mitt. Hilsen úr hólminum Hrefna.

Hrefna Gissurardóttir , 20.8.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband