1.8.2008 | 23:07
helmingur barna minna búsettur í Danmörku
Já, þannig er það einmitt, ég held ennþá elsta og yngsta barninu á landinu hin tvö flogin til frænda okkar dana ekki alveg örstutt í kaffi til þeirra, en samt svo stutt
Já Óli flutti í fyrradag (ja eða eiginlega var það í gær sem hann kom til Danmerkur) og kemur til með að búa ekki langt frá Elvu, eða í Lyngby. Sennilega er hann kominn með vinnu á sama stað og Raggi Jóh veit samt ekki hvort það er sama fyrirtækið og á að mæta á mánudag, svona til reynslu og ég hef nú þá trú á strák að hann standi sig.
Katrín gat varla beðið, hún var svo spennt, taldi niður í flug frá því um hádegi held ég og hló svo að sjálfri sér og sagði þetta vera eins og jólin hún væri svo spennt, hin var ögn rólegri í þessu enda styttist i að hún verði dama
Það var á vissan hátt auðveldara að kveðja þessa fjölskyldu því Elva og co biðu þeirra úti og það hefur alltaf verið góður samgangur á milli þeirra (reyndar allra systkinanna) en samt miklu erfiðara, ég huggaði mig við það þegar ELva fór að hún ætlaði jú að koma aftur, en mér finnst á Óla að hann sé að hugsa þennan flutning endanlegan
Hvað um það, vona bara að allt gangi upp hjá þessum fjölskyldum báðum og að þeim líði vel.
Fínt að vera á dagvöktunum í Olís, fæ þær eitthað frameftir þessum mánuði, það er á allan hátt léttara þó oft sé brjálæðislegt að gera, en er líka svo heppin með að vera að vinna með svo fínu liði á morgunvaktinni.
Jæja, bloggnauð (sbr andnauð) heltekur mig svo ég læt staðar numið
Risaheljarverslunarmannahelgarknús á ykkur.
Gunna
Athugasemdir
Sæl Gunna
Já svona er heimurinn...allur að skreppa saman...en samt ekki.
kv.
Lói
Eyjólfur Sturlaugsson, 1.8.2008 kl. 23:21
Góða nótt elsku Guðrún mín og takk fyrir mig og stórt knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.8.2008 kl. 23:57
Já það er lengra fyrir þig að heimsækja ungana þína heldur en mig mína unga, en maður veit aldrei kannski dettur þeim í hug að flytja einn daginn. En átt þú ekki pólska tengdadóttur eins og ég, það verður þá styttra fyrir hana að fara heim þegar þau eru komin þarna. Ég öfundast alltaf svolítið þegar ég er komin yfir á meginlandið að þaðan er hægt að keyra til allra átta. Maður þarf ekki að hanga í flugvél í fleiri tíma og getur bara ákveðið að hoppa upp í bílinn sinn og keyra, það ætti nú við suma.
Ertu nokkuð að vinna með GEORG á morgunvöktunum Guðrún mín, vonandi er hann ekki yfirmaður þinn, þá þarft að alltaf að vera að safna í starfsmannasjóðinn fyrir Svíþjóðarferðinni.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 10:47
Love you takk.
Heiða Þórðar, 3.8.2008 kl. 14:35
Já kannast við þetta að börnin flytja frá manni og ekkert bara smá frá heldur alla leið til Danmerkur, Ingi minn og Gunnfríður kona hans fluttu 1 apríl til Sundenborg í Danmörku. Já maður tekur ekki bara næstu vel bara sisona í sunnudagskaffi til krakkanna.
Hafðu góða verslunarmannarest.
Kveðja Guðrún Ing
Aprílrós, 4.8.2008 kl. 00:48
já svona er þetta maður má eiga von á því að börnin manns fari út og suður en það er fyrir öllu að þau séu að gera góða hluti og allir séu ánægðir en erfitt að sjá á eftir sínu fólki skil þig vel hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 4.8.2008 kl. 23:21
Það er svolítið langt að börnin manns flýji frá manni til annara landa he he hehe smá djók........... Bestu kveðjur til þín Gunna mín
Erna Friðriksdóttir, 5.8.2008 kl. 15:29
knús :)
Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 5.8.2008 kl. 19:54
Knús á þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 17:37
Eru þessir flutningar gerðar út af atvinnuleysi heima, eða er það æfíntýraþrá hjá unga fólkinu.Bestu kveðjur
Heiður Helgadóttir, 7.8.2008 kl. 05:45
Svona gengur þetta stundum til, Guðrún mín.
Börnin flytja í allar áttir, til útlanda og hvað ekki. Vona bara að vel gangi hjá þeim í Danaveldi, þessum elskum.
Knús á þig.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.