Katla og Jyderupdrottningin

Stelpur, skemmtilegar tilviljanir!

Sæl Katla mín, ég bjó fyrir langalönguWink í Hólminum þ.e. 84-85, bróðir minn Ómar kom í Stykkishólm haustið 1971 held ég að ég megi segja og mamma fór svo þangað í kringum 73/74 en hún hét Ólafía Stefánsdóttir, vann lengi í Rækjunesi. Erla systir mín og hennar maður fluttu sennilega 83 til Stykkishólms og þau eiga þá Karl Jónas og Jóhannes Hjálmar, ég flutti svo aftur í Hólminn 2004 og fór þaðan 2006, þannig að ég kannski kannast við eitthvað af þínu fólki.

 

Jyderupdrottningin, mín kæra, ég átti heima í Saurbænum og svo skemmtilega vill nú til að bæði fyrri og seinni sambýlismenn mínir hafa átt ýmislegt að Skarði að sækja.

Fyrri samb.m. og Kiddi voru góðir vinir, hann heitir Jón og ævinlega kallaður Jón á Fossi eða jafnvel Jón á heflinum og seinna meir þegar hann fór að vinna í Fóðuriðjunni kallaður Jón gamli af vinnuélögum (til aðgreiningar frá gamla Jóni hehehehe)

Seinni sambýlinginn gæti verið að þú þekktir, hann var mjög mikið á Skarði, hjá Kristni gamla og Elinborgu, svo var hann eitthvað hjá Bogu og Eggerti og jafnvel hjá Ingu og Jóni eða Kidda og Stellu, held að Stella sé eitthvað skyld honum, minnir það, hann heitir Ragnar Stefánsson og er úr Reykjavík. Raggi er einmitt hjá Kidda og Stellu núna svo ég get ekki yfirheyrt hann LoL en það mun ég gera þegar hann skilar sér.  Ég var að vinna í KSS eða á Skriðulandi í búðinni í mörg ár, alveg frá 74 eða 5 til 84 og bjó þá í Skuld í Saurbæ.   Við Stella kynntumst nú eginlega í gegnum kirkjukórastarf sumarið 1974 og grétum oft og mikið af hlátri það sumarið sem var dásemdartímiLoL Þð er alveg yndislegt að fá hláturskast með henni Stellu, það dugði okkur oft að líta hvor á aðra ef eitthvað skemmtilegt var að gerast, og við grenjuðum hehehehehe.

Þið hin: ég stend mig bærilega í langömmuhlutverkinu, kíki reglulega upp á skottuna mína sem hefur augun sín kyrfilega lokuð þegar ég birtist.  Hey Jderupdrottingin, innilega til hamingju með litla manninn sem kom í heiminn þann 19. Heart

Knús og kreist

Ykkar einlæg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guðrún mín ég flutti til RVK þegar ég var 6 eða 7 ára en ég á fullt af ættingjum  í hólminum. Svo á ég líka rætur frá saurbæ. Knús á þig elskulegEn hef alltaf samband við hólminn.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2008 kl. 14:13

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég var alltaf stuttan tíma á Skardi svo ég tekkji ekki mikid til tessa fólks sem tú talar um en Jón á heflinum segir mér tó eithvad.

Siggi bródir minn tekkjir örugglega betur til.Jón og Inga bjuggu ávallt heima hjá okkur tegar tau komu í bæin í lengri eda  styttri  tíma.Stundum 2-3 mánudi.Hún módir mín var alltaf med opid hús

Knús á tig

Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 04:58

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband