22.7.2008 | 22:36
2. í langömmubloggi
Jú jú, það snýst allt ennþá um litlu skottuna, var svo heppin að fá að sitja hjá gullmolanum í dag á meðan mamman skaust í búð, en daman svaf allan tímann (sem var ekki meira en 20 mín) og ég fékk ekkert að knúsa krúttið.
Fór heim úr vinnu í dag vegna verulegrar slæmsku í skrokknum og er ekki mikið skárri, vonandi samt betri á morgun. Var reydar að dreyma frekar leiðinlega á dögunum og er svolítið með hjartað í buxunum þess vegna, finnst einhvernveginn að þessi krankleikiminn sé ekki að hverfa eða minnka, kannksi frekar á hinn veginn, aaaarg!
Strákormuinn minn er lagstur í bólið, veit ekki hvað veldur en það leynir sér ekki að hann er með töluverðann hita, vonandi verður þetta rokið úr honum á morgun, en ef fekki verðu hann af vinnu þann daginn, skollans, ekki alveg hress með þetta
Takk elsku þið fyrir hamingjuóskir,þær hlýja langömmu
knús inn í rökkur næturinnar
ykkar einlæg
Athugasemdir
Æ ekki gott með heilsufarið, en það er eitthvað að ganga þessa dagana eins og alla aðra daga.
Kveðja Guðrún Ing
Aprílrós, 23.7.2008 kl. 00:21
Farðu vel með þig elsku Guðrún mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2008 kl. 11:10
Það hefur verið gaman fyrir þig að fá að passa langömmubarnið. Farðu vel með skrokkinn svo þú lagist sem fyrst.
Helga Magnúsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:37
Gunna mín vona að heilsufarið sé að skána og innilega til hamingju LANGAMMA........................Gæti það skýrt heilsufarið ......djók
Erna Friðriksdóttir, 24.7.2008 kl. 00:19
góðan bata ljúfust
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.