12.7.2008 | 10:25
ótrúleg blogg og kommentaleti
Aldeilis ótrúleg leti í gangi, hvorki bloggað né kommentað og þá ekki mikið blogg lesið
Konan er farin að vinna aftur eftir yndislegt sumarfrí og búin að plana næsta hehehehehe, en örugglega þarf að plana það aftur og aftur og aftur... en það er líka allt í lagi
Annars er allt í rólegheitunum,ætla kannski í Hólminn um helgina ef ekki verður rok og rigning, nenni ekki að þeytast þangað ef það verður mjög hvasst, þá er betra að liggja undir sæng og lesa.
Enn bíð ég eftir langömmubarninu mínu í heiminn, þrælspennt, en það verður líklega ekki fyrr en upp úr næstu helgi. Jú sannarlega er ég að verða langamma, elsta barnið mitt að verða amma. Ég var nítján ára þegar ég átti hana og hún rétt að verða nítján þegar hún átti svo fyrsta barnabarnið mitt sem er tvítug skvísa og er að færa ömmunni sinni langömmutitilinn og langömmu sinni á Fossi (í föðurætt) langalangömmutitilinn.
Nú er búið að ákveða að fara eina ferð norður á Blönduós og skella sér á kaffihús ohhhh hvað það verður fínt, er sannarlega farin að sakna þess að setjast inn á Við Árbakkann og fá yndislega kaffið þeirra, frábæru terturnr þeirra og síðast en ekki síst frábærar móttökur þessara ágætu gestgjafa, allnokkrar ferðirnar fór ég frá Hvammstanga og á Blönduós í kaffi til þeirra. Veit samt ekki alveg hvenær verður farið, en við förum!
Jæja, ætla að láta þetta duga að sinni. Farið vel með ykkur elsku bloggvinir mínir og sorry hve ég hef verið slök undanfarið í kommentakerfum bloggsins ykkar.
Endalaust knús og fullt fullt af ljósi ykkur til handa, gangið á Guðs vegum
Ykkar einlæg
Athugasemdir
Ja hérna Guðrún ég sem hélt að þetta hlyti að vera prentvilla að langömmutitillinn væri ekki í augsýn á næstunni. - En til hamingju með stelðurnar þínar. -
Já kaffið hjá þeim við Árbakkann á Blöndósi, er mjög gott og kökurnar alltof góðar. - Svo er þetta svo huggulegur staður. - Góða ferð á Blöndós ef og þegar þú kemst.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.7.2008 kl. 15:35
Jaherna hér hérna megin, LANGAMMA !!!!, þetta minnir mig sérdeilis á hvað ég er orðin gömul, svo stutt síðan ég var að passa fyrir þig Gunna á Litla Múla, og þú að gera góða tilraun að kenna mér að HEKLA !!!! , tíminn flygur aldeilis.
Góða ferð í Hólminn og ég bið að heilsa þangað.
Góða helgi,
kveðja Guðrún Ing
Aprílrós, 12.7.2008 kl. 21:36
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 23:26
Velkomin í langömmu hópin, ljufan, það er yndislegt að hafa þennan titil.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:25
Hafðu það gott í fríinu og vonandi lætur langömmubarnið ekki bíða of lengi eftir sér.
Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 11:53
Knús til þín frá einum pestargemlingi í sumarfríi.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 19:39
Helga skjol, 15.7.2008 kl. 09:51
Sæl Gunna mín, bráðum langamma ( hmmmmmmm strax ??) og ég ekki einu sinni orðin amma he heh nem heims amma............varð nú að kvitta fyrir innlitið á þig, það er alltaf hundleiðinlegt að blogga og svo og svo margir skoða en kvitta ekki ..grrrrrrrrr þá hugsa ég tilhvers að vera að lesa mitt blogg ??? Er það ekki líklega forvitnin ein þar í gangi ??
já hef heyrt að þetta á Bl- ósi sé voða fínt ennnnnn á ekkert að koma við á Tanganum......... Kærleikskv til ykkar Gunna og vona að þú getir nú ráðið drauminn minn um alla kakkalakkana sem skriðu um okkur hjónin :)
Erna Friðriksdóttir, 15.7.2008 kl. 10:57
Bara risaknús til þín elsku Guðrún mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2008 kl. 13:51
Þú kornung konan að verða langamma.... ég gæti sjálf orðið það eftir nokkur ár eldra barnabarnið er orðin 5 ára......
bestu kveðjur..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.7.2008 kl. 07:36
Innlitskvitt Elskuleg hafðu það ljúft
Brynja skordal, 16.7.2008 kl. 17:11
Til hamingju með það þegar þar að kemur. Ekki víst að margar langömmur séu jafn duglegir bloggarar og þú. Og að koma langalangamma á Fossi ! Þurfum endilega að fá hana til að byrja að blogga
Eyjólfur Sturlaugsson, 16.7.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.