ÚFF 26°!

Já, segi og skrifa 26°c   aðeins of heitt fyrir mig, ja nema í forsæluLoL, Elva fór með Hjálmar og vin hans til Nimtofte á einhverja bæjarhátíð og ég ákvað að vera heima, ræð bara ekki við að þvælast í þessum hita.

Kerlan fór á ströndina í gær, ákvað að vaða aðeins út, það er svo grunnt þarna að það þarf að fara nokkra leið ef maður ætlar að komast í eitthvað dýpra en í kálfa, en já eftir smátíma og notalegheit finn ég eins og eitthvað iði undir löppinni á mér, nú ég álpast til að horfa ofan í sjóinn og sé hvar smákvikindi skutlast undan löppinni á mér og þegar betur var að gáð moraði allt þarna í einhverjum smákvikindum og ég hljóp skrækjandi í land. Úff fannst ég vera komin í eitthvert köngulóager hehehehehe, fékk mig ekki til að fara út í afturLoLLoLLoL

En mikil er afslöppunin búin að vera, ekkert gert umfram það að fara í sólbað, sturtu og drekka kaffi nema þegar maður fer af bæ. Við fórum reyndar til Nimtofte í gær á þessa bæjarhátíð og ekki var mikið um að vera þar en við stoppuðum samt dágóðan tíma.

Var stödd í Kvikly í vikunni að skoða vöruúrvalið þegar allt í einu er sagt "hæ Gunna"  og ég lít upp er ekki Gústi Dan mættur á svæðið og sem ég sný mér við er frúin hans hinu megin við mig. Skondið að rekast á þau hérna þar sem ég hef ekki séð þau síðan Esta og Skúli giftu sigWink

Búin í bili

Sólarknús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha þú verður að reyna að hrista af þér pöddufóbíuna. Mér tekst að skipta alveg um gír í útlöndum. Ég er haldin pöddufóbíu á nokkuð háu stigi hér heima og t.d. hleyp undan geitungum hér á skerinu. Í Danmörku kippi ég mér ekkert upp við þá. Fyndið!

Njóttu Danaveldis.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Passaðu þig bara að nota sólarvörn. Ég brann svo rosalega í Mexíkó að ég þurfti að fara til læknis og fá stera- og verkjasprautur. Hryllingur. Skil þig vel að hafa henst upp úr vatninu, maður verður sko viðbragðssnöggur þegar eitthvað sem minnir á kóngulær er viðstatt.

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott í danaveldi Guðrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2008 kl. 15:13

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Njóttu á medan hægt er ,spáir rigningu:(

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 9.6.2008 kl. 08:38

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hahaha ég heyri greinilega skrækina í þér en fyndið að rekast á Gústa Dan og frú.....ég bið að heilsa þeim ef þú hittir þau aftur og njóttu ferðarinnar Gunna mín.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:02

7 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Þú ert akkúrat á mínum heimaslóðum, ég bjó í Karlby á milli Randers og Árósa og er með stöðuga heimþrá út.....  Njóttu þess að vera í fríi og slappa af Gunna mín

Guðrún Vala Elísdóttir, 9.6.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband