Rétt lifði af gærdaginn...

... en ekki vegna vanlíðunar í flugtaki og lendingu (sem ég var reyndar alveg laus við í þessari ferð, takk fyrir góða strauma:*) heldur var hitinn að drepa mig já segi og skrifa alveg að d r e p a mig, púff.

Ferðin út var yndisleg, flugið frábært og góður ferðafélagi, kona sem býr í Horsen svo það var hægt að spjalla aðeins á milli þess sem var lesið og dottað.

Í dag er frekar heitt eða sko fyrir mig ég er strax farin að svitna og er reyndar búin að fara út í sólina og borða morgunmatinn í sólbaði og fuglasöng, maurarnir trítluðu í kringum mig og pödduhrædda konan sat berfætt úti en hafði ekki dug (vegna hita) í sér til að standa upp og ná sér í skó hehehehehe, einhvern tímann hefði ég ekki trúað þessu upp á migWoundering.

Krúttin mín, ég verð örugglega lítið á ferð um bloggheimili ykkar á meðan ég er hér en þið fáið bara sólskinskveðjur frá skippershovedvej í danaveldi

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Njóttu þín vel nafna mín, ekki samt deyja í hitanum.

Kveðja Guðrún Ing.

Aprílrós, 3.6.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Velkomin í sólina, kveðjur frá Malmö

Heiður Helgadóttir, 3.6.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fjú, skil þig sko vel. Þoli ekki mikinn hita. Hafðu það samt sem best.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Jónína Christensen

Já, er þetta ekki bara yndislegt!!!

Vertu bara fegin að þú sleppur við að mæta í vinnu í þessu veðri, það var eins og í sauna hjá mér í gær...

En annars, vertu velkomin til Baunalands

Jónína Christensen, 3.6.2008 kl. 14:28

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:21

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Velkomin til danmerkur. Njóttu vel mín kæra ...og maurarnir teir eiga bara heima tarna og tú í heimsókn hjá teim

Elska tennann hita hér.

Stórt knús

Gudrún Hauksdótttir, 4.6.2008 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband