afslöppun

er mín ekki bara ein heima í rólegheitum, reyndar er tíkin heima líka :), krakkarnir tóku bifreiðina mína traustataki og skelltu sér til höfuðborgarinnar, koma heim einhverntímann í kvöld, meira flakkið á þessu liði hehehehehe. Nei þau eru nú ekki mikið á ferðinni, en nú átti að hitta góða vini sem þau kynntust í Hólminum og borða svo saman, fínasta mál.

 

Ég?

Ég sit bara heima og lem lyklaborðið af mikilli innlifun og velti því fyrir mér hort ég eigi ekki bara að fá mér göngutúr, en ætli ég leggi mig ekki bara þar til þessi tilfinning hverfur,það er öruggast LoL

 

Hef ákveðið að hitta eina bloggvinkonu í Danmörkinni hana Kristínu mína (engilstínu)  það er alveg ómögulegt að keyra nánst um tröppurnar hjá henni og líta ekki inn.

Jæja, kannski ég ætti að fara að huga að því hvað á að fara í töskuna mína, eitthvað smánammi fyrir danina mína svona að gamni, tengdasonurinn er víst búinn að skipta út ora grænu baununum fyrir rauðkál svo ég þarf ekki að færa hinum baunafæði í baunaland hehehehe.

 

Jæja, næsta blogg verður frá húsinu á hæðinni einhverntíman eftir 2. júní

 

Hef ekki gefið mér tíma til að fara í bloggheimsóknir núna, geri það bara á meðan ég bíð eftir að Elva ljúki vinnunni og komi heim til að drekka með mér kaffi, og þangað til

Njótið alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða

knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Með "súrefniseitrun" eftir röltið í bænum í dag.  Varð að leggja mig.  Fer vonandi að jafna mig á þessu, þó að hreyfing eigi að vera meinholl.  Skil þetta alveg með grænu baunirnar...svo kannski er öruggara að skella einni Ora með.

  Knús á þig.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það fer örugglega ein ós eða svo í töskuna verð að gleðja strákangann

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Helga skjol

Kannski ég biðji þig um að knúsa og kreista hana systir mína fyrir mig þar sem ég get ekki gert það sjálf, eigðu góða ferð í baunalandið mín kæra og góða ferð

Helga skjol, 1.6.2008 kl. 07:12

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 Viking Ship Góða ferð til Baunalands





Heiður Helgadóttir, 1.6.2008 kl. 19:10

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Góda ferd til danmerkur...

Hér er búid ad vera dásamlegt vedur í nokkrar vikur.Fardu bara varlega Nafna mín.

Stórt knús.

Gudrún Hauksdótttir, 2.6.2008 kl. 08:35

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hafðu það gott í Danaveldi.

Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 11:36

8 identicon

Góða ferð til Danmerkur og njóttu alls þess besta í sumarfríinu þín.

Knús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband