12.5.2008 | 14:15
neyðin kennir naktri konu að spinna
Nennti ómögulega að fara að gera eitthvað með kaffinu þó Hvítasunnan væri að koma, en svo kemur að því að mann langar í eitthvað með kaffinu á svona dögum, svo.... kellan er að henda í vöfflur
það verður náttúrulega að vera eitthvað með rjóma um helgina.
Annars, hefur helgin verið svona letidagar þegar eg hef verið heima (ekki í vinnu) og lítið gert af viti, bara gott mál.
Er virkilega farin að þrá að snuddast eitthvað út fyrir bæjarmörkin, kannski ég noti fríið mitt næsta föstudag og fari í ferðalag.
Jæja
Farin að éta vöfflur
Gangið í ljósinu
Athugasemdir
Gunna mín vona að vöfflurnar hafi farið vel í þig hehe he hehe... Ég aftur á móti heimsótti mömmu og fékk þar fullt af pönnukökum he he he he
Vona að þú hafir það gott mín kæra og ó já hefur maður ekki gott af því að fara yfir bæjarmörkin ? segji ég sem að rígheld í nafla alheimsins og vil helst ekki fara neitt
Erna Friðriksdóttir, 12.5.2008 kl. 16:27
Ég fékk nóg af pönnukökum í fermingarveislunni og þær standa alltaf fyrir sínu.Knús á þig Guðrún mín
Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2008 kl. 10:41
Við bökuðum vöfflur á Grensásdeildinni á laugardagskvöldið, ummm það var æðislegt þær eru alltaf jafn góðar með sultu og rjóma.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.