5.5.2008 | 14:34
bækur o.fl
Búin að kaupa flugmiðana LOKSINS en verðbólgan er slík að fargjaldið mitt hækkaði um heilar 3000 kr á 24 tímum ja, eða þannig, held að þeir hafi fellt niður ferðina sem ég ætlaði að nota mér til að komast heim en þá átti að fljúga frá BLL um hádegi en ég kem bara degi seinna en ég ætlaði og græði í raun 2 daga, ekkert að láta það bögga mig.
Frí í dag, yndislegt. Veðrið er fínt, en ekki veit ég nú hvað útivist mín verður mikil, ekki mikil útivistarmanneskja roðn svo það er frekar horft á veðrið og drukkið kaffi innandyr hehehehe.
Er búin að lesa 2 bækur núna sem ég hef nánast lesið án þess að líta upp, þ.e. Rimlar hugans og svo Enginn má sjá mig gráta, frábærar báðar tvær, þriðju bókina barðist ég við en hún heitir laxveiðar í Jemen, ég segi nú bara Jeminn! Púff, byrjaði svo sem alveg í lagi en gafst upp, ja nei ég sko barðist áfram með kvikindið og kláraði, ekki spyrja um framvindu mála þar, hef ekki hugmynd um það svo afspyrnuleiðinleg fannst mér bókin.
Elsku Krumma mín og fjölskylda, innilega til hamingju með krúttið skilaðu kveðju á foreldrana með hamingjuóskum.
Ætli þetta verði ekki látið duga í dag, ef ég verð í stuði kíki ég í bloggheimsóknir og kommenta ef ég gef mér tíma, ætla að vera dugleg í dag ANNARS STAÐAR EN Í TÖLVUNNI
Knús og fullt fullt af ljósi til ykkar allra
Athugasemdir
Jæja þá ert þú eins og ég með mína útiveist vill frekar að drekka kaffi og lesa ég nenni ekki út. Hafðu það gott elskan
Kristín Katla Árnadóttir, 5.5.2008 kl. 15:13
Var að kíkja á þig :) er of löt við að kvitta :(................. Já ertu að fara að skjótast til útlanda Gunna mín ????? Það fjölgaði í fjölskyldunni minni 3 maí sl, :) þá kom stór prins í heiminn :) dóttir Sibbu sytir eiganaðist hann he he he
Erna Friðriksdóttir, 5.5.2008 kl. 18:03
Það er hægt að fá ágætiskaffi í Hómlminum Gunna, prófin klárast á morgun 6maí
Helga systir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:51
Takk fyrir kveðjur gunna mín.....og góða ferð til útlanda
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:46
Vó, 3000 krónur á 24 tímum. Talandi um óðaverðbólgu. En vonandi verður ferðin brilliant góð hjá þér, þrátt fyrir það, og fínt að græða 2 aukadaga erlendis.
Ljós, gleði og knús til þín
Sigríður Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 08:43
Mikið verður gaman hjá þér að fara til DK hafðu ljúfa viku Elskuleg
Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.