vá vá vá!!!

langt síðan kerla hefur bloggaðBlush

Nú er ég loksins að koma mér á fasta dags til Dkferðarinnar, er að bíða eftir svari um það hort ég fæ meðreiðarsvein eða hvort ég fer ein, fæ að vita það í hádeginu, og þá verður bókað flug til Köben, það víst að treysta því að ég geti fundið lestina til Århus og þau sækja mig svo þangað börnin mín þ.e.a.s. ef ég lendi ekki einhversstaðar annarsstaðar hehehehe nei þetta er nú bara djók.

Amy er búin að vera ansi lasin, fékk einhverja óáran í ennisholur og nú er Raggi lagstur líka, og hann átti að mæta í vinnu í dag upp í Borgarnes, en því miður liggur hann núna snippandi hnerrandi og rauðeygður með höfuðverk og lítur ekki vel út kallanginn fja.... vesen, það er líka svo svekkjandi af því að enn hefur hann bara 2 til 3 daga í vinnu að þá skuli þetta endilega hellast í hann núna, hefði verið betra á morgun, en maður ræður þessu sannarlega ekki. Þetta er eitthvað þrælsmitandi og nú er ég á varðbergi ét hákarlalýsi og c vítamínLoL til að ég fái þetta ekki líka, fékk nóg af flensunni um daginn.

Heran mín verður alltaf bústnari og bústnari, það styttist í langömmutitilinn en hún er spræk og mér sýnist allt vera í góðu formi hjá henni.

Ég ætlaði norður á Hvammstanga á Lillukórstónleikana en það varð ekkert úr því, leiðinlegt, en svona er lífið, maður fær ekki allt sem manni dettur í hug hehehehehe, en ég var að lofa sjálfri mér því að skreppa norður og fara alla leið á Blönduós og fá mér kaffi á Við Árbakkann, sakna þess virkilega að komast ekki þangað í kaffi, en við höfum Skrúðgarðinn hérna á skaganum frábært kaffihús og þangað ætla ég á eftir og fá mér einn "a la María" áður en ég fer að vinna.

Staðarfellsmeyjar árg 65/66 ætla að hittast í byjun Júní í Öræfunum en ég verð ekki með, (verð farin til dk) mikið held ég að verði gaman hjá þeim, það var svo skemmtilegt þegar við hittumst í hólminum fyrir 2 árum.

Jæja

Nú verður settur punktur.

Gangið í ljósinu kæru vinir og og takk öll fyrir kvitt og kommentInLove

ykkar einlægHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig og þína elsku Guðrún mín

Kristín Katla Árnadóttir, 2.5.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

það væri nú ekki amalegt að vera meðreiðarsveinn til Köben

Guðrún Vala Elísdóttir, 3.5.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er konan bara að fara leggjast í ferðalög...en frábært og ertu svo kornung konan að verða langamma....ég bara næ því ekki hvað tíminn líður...áður en ég veit af verð ég orðin langamma líka...er að fara eignast barnabarn no 2 á mánudaginn...knús á þig kella..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:51

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þú tekur lestina frá Kastrup til járnbrautarstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, þar er mjög létt að finna rétta lest. Óska þér góðrar helgi 

Heiður Helgadóttir, 3.5.2008 kl. 07:22

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Frábært, vinkona.  Köben, meðreiðarsveinn, lestarferðalög og einn a la María...þú ert í brilliant góðum málum.  Vona bara að Amy og Ragginn verði hraust fljótlega, og blessað hákarlalýsið forði þér frá bráðum hnerrum og flensuskít.

  Njóttu helgarinnar og kærleiksljós til þín og þinna.

  Kveðja S.

Sigríður Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 19:29

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hvenær kemur þú til Danmark, ættlar þú að kíkja í kaffi, þú ert velkominn

Kristín Gunnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 12:38

7 identicon

Það er nú ótrúlegt hvað þú ert ung að verða langamma. Mér verður nú bara hugsað til hennar ömmu minnar sem mér fannst alltaf vera svo gömul alveg frá því að ég man eftir mér. Þetta hlýtur að vera eitthvað öðruvísi í dag þetta með aldurinn og ömmuhlutverkið, mér finnst ég allavega alltaf vera jafn mikil stelpa. Það eru spennandi dagar fram undan hjá þér að vera á leiðinni til Danmerkur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband