nýr frændi kominn í heiminn :)

Jebb,  lítill frændi kom í heiminn í morgunn, 15 marka gutti, Benni frændi og Berglind eru sem sé orðnir foreldrar og Ómar litli bróðir minn orðinn afi bara frábært. Innilega til hamingju gullin mín öll.

Annars, 3jadaga helgarfríið mitt ætlar að fara fyrir lítið, er búin að liggja í gær og í dag í bólinu, aaaaarg!!!! og ég sem ætlaði að gera heil ósköp, flakka og flandrast aðeins um en nei takk ekkert svoleiðis, hef bara legið.
Fékk ansi góða bók í póstinum, "Kona fer til læknis" frábær bók og þrátt fyrir sírennsli úr augum og drunga í höfði má segja að bókin hafi verið lesin í einum rykk, byrjaði reyndar í gær og kláraði í dag. Bókin er um eiginmann konu sem fer til læknis og greinist með krabbamein í brjósti sem svo síðar breiðist út, um tilfinningar hans, framhjáhald og baráttu, kom sannarlega út á mér tárunum.

Erla, Helga, Esta og Sylvía og þeirra menn færðu mér gjöf á fimmtudagskvöldið, ég er og verð þeim óendanlega þakklát, þetta var ekki nein smágjöf, þið eruð bara frábær

Nóg að sinni
Gangið á Guðs vegum krúttin mín
ykkar einlæg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Til lukku með glænýja frændan Ævonandi nærðu flensunni fljótt úr þér fúllt að geta ekki notið þess að vera í fríi en gott að þú gast lesið góða bók Hafðu ljúfan sunnudag

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Innilega til hamingju. Ég er einmitt að bíða eftir ömmubarni nr. 2, von á lítilli dömu hjá yngri syninum. Stal hinni ömmustelpunni í gær og hún fékk að gista í sveitinni hjá ömmu. MIkið úti, mikið gaman. Takk fyrir innlitin. BH

Bylgja Hafþórsdóttir, 20.4.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með litla frænda Guðrún mín og eigðu góðan sunnudag.

Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 09:13

4 identicon

Til hamingju með stráksa

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Til hamingju með nýja frændann og kveðjur til nýja afans.   Ég er hissa að heyra að flensur skuli vera farnar að ná þér. Ég sem  hélt að  flensurnar væru hræddar við þig.  Nei, að öllum hrekkjum slepptum. Farðu vel með þig og rektu þennan slappleika á dyr.

Bestu kveðjur.

Guðbjörn Jónsson, 20.4.2008 kl. 14:28

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Til hamingju með litla gullið....og hann til hamingju með þig

Kristín Snorradóttir, 20.4.2008 kl. 20:26

7 identicon

Til hamingju með litla frænda Guðrún mín, hann Benni litli bara orðin pabbi, já tíminn  líður hratt.Hjarta Vona að þú sért orðin góð af flensunni, ég er búin að drekka panódil hot um helgina, hálsbólgan er að pirra mig en er nú að  láta undan held ég.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:40

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með nýja frændann og láttu þér nú batna.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:52

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Til hamingju með litla frænda Guðrún mín og eigðu góðan.

Bloggvinkona. 

Anna Ragna.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.4.2008 kl. 13:32

10 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ti hamingju með litla frænda, Guðrún.

  Vona að flensuskíturinn skammist sín, og þér batni fljótt á hlýnandi vordögum.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 17:27

11 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ertu ekki að losna vi bansetta flensunakveðjur

Heiður Helgadóttir, 22.4.2008 kl. 20:26

12 Smámynd: Helga skjol

Innilega til hamingju með litla frændan

Helga skjol, 25.4.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband