14.4.2008 | 17:17
Fallegur dagur og gott kaffi
Yndislegur dagur, sól og blíða.
Fór á Skrúðgarðinn í hádeginu, fékk mér salat og ljúffengt kaffi a la María í eftirrétt, sat í 21/2 tíma í góðu yfirlæti og notalegu spjalli við Röggu vinkonu mína, frábær stund.
Fékk svo upphringingu rétt fyrir 4 og þá var mér boðið í kaffi og nema hvar? jú takk Skrúðgarðurinn aftur, þorði ekki annað en að tilkynna Maríu að ég væri ekki að flytja til hennar.
Nú stendur Amy kófsveitt í eldhúsinu og er að kokka, parmesankjúklingur skal það vera, hlakka til að borða
Svo er það innlit til vinnufélaga í kvöld, skoða það sem verður þar á "boðstólum" bara gaman að því.
Annars....
allt í góðu
knús
Gunna
Athugasemdir
Gaman hjá þér Guðrún mín.
Eigðu gott kvöld
Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 17:23
Hugsaðu þér Gunna sól og logn á Hvammstanga .......................................................................................................................................... er það ekki hálf hroka fullt he he he heh e e
Erna Friðriksdóttir, 14.4.2008 kl. 17:41
Greinilega verið fínn dagur hjá þér. Spurning hvort maður fari ekki að skella sér á Skagann til að prófa þennan margumtalaða Skrúðgarð.
Helga Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 20:47
Yndislegir svona dagar ...
Maddý (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.