5.4.2008 | 18:02
Í þátíð ;)
Var í fjárfestinum keypti mér vöfflujárn, en held að ég hafi verið að henda krónunni (í krónunni ) og hirða aurinn, það bakar frekar illa, á samt eftir að gera úrslitatilraun áður en ég skila því.
Annars bara fátt eitt og gott, glimrandi gluggaveður, þarf að hendast á snúruna með þvott, ekkert sem haskar.
Spjallaði lengi við Elvu í morgun, fram yfir hádegi hjá henni, fram að hádegi hjá mér tímamismunurinn orðinn 2 tímar, fuss fuss, nú verð ég að vakna f.h. ef ég ætla að tala við hana áður en ég fer að vinna.
Er aðeins farin að spá í sumarfrí, það vantar bara að fá fjölda daga að sunnan, verð að rukka Maríu um það svo ég viti nú upp á hár hvernig ég plana mig, held að ég hafi nefnilega ekki klárað fríið mitt í fyrra, gæti átt 2 daga, það væri nú ósköp ljúft.
Vika í Amy og vika í helgarvinnu en samt alltaf gott þegar sú helgin er liðin því þá er stutt vinnuvika, 3 vinnudagar og 3 frídagar
Ætla að slá hlutunum upp í kæruleysi og pana mér pítsu í kvöld, ég elska pítsur, elda bara eitthvað á morgun í staðinn.
Hvað varð um lambalærið, sveskjugrautinn, ísinn og ávextina frá því í denn, þetta mallaði maður hvern sunnudag, í hádeginu og jafnvel blómkáls, sveppa eða aspassúpu!!!!
Það var í þátíð, sannarlega í þátíð
Jæja, það verður örugglega ekki lambalæri og sveskjugrautur á morgun hérna.
Athugasemdir
Vorm að grilla lambakjöt ummmmmmmmmmmmmm.Kveðja
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 19:20
wott.... bakar það sjáflt???? ertu þá hætt með pönnsurnar?
Guðrún Vala Elísdóttir, 5.4.2008 kl. 22:34
..ég meina sjálft....???
Guðrún Vala Elísdóttir, 5.4.2008 kl. 22:34
til þess var það keypt hehehehehe
ég verð samt að hræra deigið
Guðrún Jóhannesdóttir, 6.4.2008 kl. 00:43
Góðan daginn Guðrún mín lambalæri stendur alltaf fyrir sínu Knús á þig
Eða þá pizza
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 12:48
Ég væri sko til í að borða vænt lambalæri, en sveiskjugrautinn getur einhver annar borðað
Heiður Helgadóttir, 7.4.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.