25.3.2008 | 11:13
Páskarnir liðnir og frí frmundan
Jæja þá eru blessaðir páskarnir liðnir með sín páskaegg og góðan mat, ekki það að ég hafi náð að eta á mig gat, hafð sannarlega rænu á að sleppa því.
Fékk ansi góðan málshátt í egginu mínu;"lempin maður hefur lykil að annars vilja" GÓÐUR!
Ég var að vinna á skírdag, laugardag og páskadag og er að fara að vinna núna 2 vaktir og er svo komin í frí, frábært það, ætla að bjóða Óla og dætrum í mat á föstudaginn og þeim öllum í kaffi ef Gosia mín nennir að koma við þegar hún kemur úr flugi, æ ég skil vel ef hún vill fara beint heim og einmitt þess vegna ætla ég að gefa þeim að borða í hádeginu.
Svo bjallaði Amy í gær til að spyrja hvort hún mætti koma???? kjáninn minn, auðvitað má hún koma en ekki hvað, hlakka bara til að fá hana.
Bíbí systir mín og hann Kiddi litu inn hjá mér í gær, gaman að því, lá vel á þeim, þau voru á heimleið eftir dvöl í Saurbænum um páskana.
Heyrði í Kiddý vinkonu minni á Hvammstanga og það var svo fyndið að daginn eftir heyrði ég í henno Gerði minni á Reykjum, hef ekki heyrt í henni síðan ég fór frá Hvt, en við vorum þessar 3 saman í prjónaklúbb á Hvammstanga ásamt nokkrum öðrum, skemmtileg tilviljun.
Móðurbróðir minn á Hornafirði lést núna um páskana, hann var litli bróðir hennar mömmu minnar, ég þekkti hann nú ekki neitt en samt snertir þetta mann alltaf. Bið Guð að blessa hann og fjölskylduna hans.
Hætt að sinni.
Gangið í ljósinu kæru vinir mínir
Ykkar einlæg
p.s. Brynja, á maðurinn þinn systir sem heitir Laufey og er á Hvammstanga? við erum nefnilega vinkonur við Laufey og mér þykir mjög vænt um hana.
Athugasemdir
OOOHHHH, öfund, alltaf gott að fá íslenkst páskaegg, það er ekkert varið í þessi dönsku
Kristín Gunnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:24
Já góður málsháttur sem þú hefur fengið. Þú er nú meiri dugnaðar konan.
Hafðu það gott í dag.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 11:43
Hæ Gunna mín...ertu nokkuð að vinna þér til óbóta? Farðu vel með þig kona það er bara til eitt eintak af þér.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:11
Það er greinilega eitthvað eftir af kraftinum í konunni.
Bið að heilsa Bíbí og Kidda, og þeim sem muna eftir mér.
Hafðu það gott í fríinu
Guðbjörn Jónsson, 25.3.2008 kl. 14:43
takk fyrir e-maila
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:50
Gott að þú ert að komast í frí Guðrún mín
Heiður Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 21:56
Já Guðrún passar Laufey er systir Magga en gaman að þú skulir þekkja hana bjóstu á Hvammstanga? svona er heimurinn lítillHenni líður vel þarna og yndislegt fólk sem sér um þetta allt saman
Brynja skordal, 25.3.2008 kl. 22:03
Þú ert dugnaðarkona það er sko alveg klárt,
Helga skjol, 26.3.2008 kl. 15:15
Langaði til að kvitta fyrir innlitid á síduna þína og takk fyrir að vera bloggvinur minn
leyla, 27.3.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.