16.3.2008 | 16:48
Hafði það af...
... að smyrja snittur fyrir hana "systir" mína, 4 tegundir og allar mínar uppáhalds uuuummmm, snittur standa alltaf fyrir sínu.
Annars, tók aukavakt í gærkvöldi og var með henni Elísabetu minni og Ester Björk, bara fín vakt og skemmtileg, en dagurinn var búin að vera strembin því sú sem átti Ovaktina mætti ekki, var eitthvað lasin og engin kom í stað hennar svo þær fengu að puða þar til ég kom kl 19 og bjargaði öllu
Hitti Danmerkurfarana frá Reykhólum, sýndist spenningur í fólki, alla vega þá skríkti í Söndru þegar ég spurði hana hvort hún væri að fara til Elvu Simmi vinur minn glotti bara þegar ég innti hann eftir því hvernig hann gæti farið og skilið mig eftir, hann var ekki að vorkenna mér neitt pjakkurinn. Það verður nú fjör í kvöld þegar þetta lið mætir á Skippershovedvej 15, sé það nokk fyrir mér, gæti alveg hugsað mér að eiga dagstund með þessum kellum saman.
Hér birtist Óli minn í gær og dætur hans Karin og Katrín, stutt stopp en samt gaman fá þau aðeins, sé þau OF sjaldan, þarf að vera duglegri sjálf að skottast þarna vestur eða á maður að segja norður, þetta er víst í norður frá mér hehehehehe
Annars er bara allt í rólegheitum, ég á morgunvakt næstu 3 vinnudaga og svo á ég helgina, vinn á páskadag, bara fínt mál, fæ svo frí í staðinn og hn ýti því aftan við 3ja daga helgarfríið mitt helgina eftir. BARA GLÆSILEGT.
Nóg komið að sinni.
Megi ljósið umvefja ykkur kæru vinir
Gunna/mammzan
Athugasemdir
Góðan dag þú er svo dugleg mín kæra ég er brjáluð í snittur mér finnst þær svo góðar. Það er gott að þú átt 3 daga helgarfrí ekki veitir þér af eigðu góðan dag elskan.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 11:13
knús á þig duglega kona
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:26
Mmmmm..snittur! Sé að þú ert líka í vaktarvinnunni Guðrún mín, eins og ég. Vinn Páskadag eins og þú, en á frí bænadagana og annan. Gæti vel hugsað mér slatta af góðum snittum yfir páska í minn maga, en......ill eru örlög og grimm...ekkert slíkt í kortunum.
En gleðilega páska, gullið og alheimsljós til þín.
Sigríður Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 18:12
Nammi snittur, ég vildi að ég kynni að búa til snittur. Gleðilega páska og gott að þú færð þó eitthvað frí.
Helga Magnúsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:15
UMMM, snittur eru æði, vildi bara fá að smakka snitturnar þínar, efast ekki um að þær séu goðar. Meigir þú eiga góðan dag vinan.
Kristín Gunnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:32
Ég er svo heppin að vera komin heim, verð í fríi um páskana, vildi óska þess að þú gerðir nokkrar snittur handa mér, ég elska Íslenskar snittur, og er örugg á að þú ert dugleg við snittugerð eins og allt annað.
Snittukveðjur
Heiður Helgadóttir, 19.3.2008 kl. 15:00
nammi snittur..Ertu frá Reykhólum?? smá forvitni því minn maður er úr Reykhólasveitinni En hafðu góða páska Gleðilega páska
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 21:53
ummmm. girnileg færsla
Gleðilega páska.
Kristín Snorradóttir, 20.3.2008 kl. 00:05
Hann er frá Bæ Magnús Ingimundarson heitir hann.....og ég á víst einhver ættmenni í dölunum líka er ættuð úr Bitrufirðinum frá þórustöðum
Brynja skordal, 20.3.2008 kl. 12:05
Gleðilega páska mín kæra
Helga skjol, 21.3.2008 kl. 10:09
Gleðilega páska
SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:44
Gleðilega páska ...
ohh hvað ég væri til í snittur núna!!!
Maddý (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:10
Gleðilega páska elskuleg
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.