Leikflokkurinn á Hvammstanga

ójá, ég vann Sigríður með leikflokknum í nokkur ár , en þá var Baldur Ingvars hættur að vinna með flokknum, enda hefur fólk ekki endalaust úthald, hann var búinn að vera með leikflokknum í fjölda ára og lá ekki á liði sínu frekar en aðrir sem komu að leikflokknum.

Mér var nú búið að detta í hug að ég kannaðist eitthvað við þessa fjölskyldu Wink þegar Tinna og Kínaferðin birtist á blogginu þínu, ætlaði alltaf að inna þig eftir þessu.

Ég verð nú sennilega að leika hugulsama og ástríka móðir í dag og henda á eins og eina túnfiskbrauðtertu þar sem prinsinn minn á afmæli í dag, hann er ekki mikið fyrir sætar kökur svo.... ég get ekki notað þá afsökun fyrir einni dísætri, það býður til 14 maí nammi nammi namm.

Svo þarf kerlan að fara að rifja upp gamla hæfileika og kunnáttu og huga að fermingarveislu sem ég lofaði að hjálpa til með, með því að smyrja slatta af snittum, það finnst mér afskaplega skemmtilegt, og hlakka til að fara að vinna þær Grin hef ekki smurt snittur í 5 eða 6 ár held ég svo það er tími til komin að æfa handtökin.

Símtalið í gærmorgun var út af íbúðinni minni á Hvammstanga, þeim draumastað sem mér þykir svo vænt um, og varð til þess að LOKSINS var hún auglýst og nú er bara að krossleggja fingur og vonast eftir góðum viðbrögðum, það er ekki til neins að eiga hana þarna, sé ekki fram á að ég flytji nokkurn tímann þangað aftur, ja nema sem gömul kona í þjónustuíbúð og það er LAAAANGT í að ég verði gömul Joyful jafnvel þó ég sé að verða mamma ömmuLoL

Mér finnst svolítið þegar eg er að hugsa um að selja íbúðina eins og ég sé að fara að kveðja Hvammstanga, eins og er er ég bara farin þaðan en ekki búin að gera upp veru mína þar, þetta er eini staðurinn þar sem ég hef fundið þessa tilfinningu fyrir að væri mitt HEIM og þá ekki bara Hvammstangi heldur þetta svæði, enda liggja rætur föðurfólksins míns þar.

Þetta er dálítið skrýtin tilfinning, ég hef aldrei fundið hana áður, þ.e. þessa HEIM tilfinningu, þekkti hana t.d. ekki í sambandi við Saurbæinn, þar var heim bara þar sem ég bjó, hvort sem það var Grund, Foss (´var um tíma þar hjá tengdaforeldrum mínum þáverandi og sambýlismanni) Litla Holt, Efri Múli eða inn í Skuld, fann svona heim tilfinningu gagnvart heimilinu þeirra Dóru systir og Valda í Búðardal, en ekki til Dalanna eða Saurbæjarins. Þegar ég flutti svo norður á Hvt sem ég ætlaði sko aldeilis ekki, (var á leið til Húsavíkur hehehehe) þá fannst mér ég vera að koma heim, skrýtið, en svona var þetta og verður sennilega alltaf.  Gott á mig, er búin að gera mikið grín að þessum átthagafjötrumLoLLoLLoL

HÆTT

Errm

Í

BILI

Knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla nú að byrja óska þér til hamingju með soninnLáttu drauminn þinn rætast og ég vona að þú getur flutt heim Eins og þú segir. Mikið áttu gott að vera svona myndarleg að gera snittur og allt mögulegt.

 Ég sendi þér góðar kveðjur Guðrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  "Heima" í mínum huga er oftast nær fallegu Eyjarnar mínar, Guðrún.  Hef samt ekki búið þar frá gosi '73.  Svo ég skil vel þessa "heim-tilfinningu".  Sumir staðir ná bara taki á sálinni okkar, og allt í einu á maður "heima"!!

  Gaman að þú skyldir kannast við tengdó.  Er viss um að hann getur rakið allar þínar ættir fram og til baka.  Er assgoti fróður, karlinn um menn og ættir.

  Til lukku með soninn, Guðrún.  Öfunda hann af túnfisksbrauðtertunni.

  Ljós og gleði til þín.

Sigríður Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 19:26

3 identicon

Ég fór á nokkrar sýningar hjá þeim leikflokki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband