Bloggdagur hjá kjéddlu :)

Fór á dúndurskemmtilega sýningu í gær J hjá nffa ótrúlega gaman að sjá þetta hjá þeim og svo gaman að sjá krakkana ?mína? standa þarna og gera góða hluti, eins gott að ég dreif mig, sat bara og hreinlega gleymdi tímanum.

Ég verð nú að viðurkenna sveitamennsku mína og segja alveg eins og er að mér finnst mun skemmtilegra að sjá svona áhugamannaleiksýningar en hinar, þær koma manni miklu meira á óvart, maður sér þarna nýjar hliðar á fólkinu sem maður hefur kannski aldrei séð áður, en maður gerir ráð fyrir hjá þessum atvinnuleikurum, en ekki hinum, og öll vinnan sem lögð er í þetta sem tekin er oftlega af nánast engum frítíma og að sjálfsögðu launalaust. Ég man vel margar strembnar en alveg frábærar vikur með leikflokknum á Hvammstanga þegar við vorum að setja upp stykkin, nokkuð sem ég hefði ekki viljað missa af.

Var með Tupperware kynningu hérna eitt kvöldið og æææææ, var bara búin að gleyma að ég á sko ennþá OF mikið af þessum ílátum og því var nú sem betur fer ekki verið að spreða í neitt, nema eina sæta skál sem ég get sett hérna á sófaborðið með einhverju slikkeríi fyrir MIG hehehehehe.

Fékk spennandi símtal í morgun, hlakka til að sjá hvað kemur út úr því, það kemur síðar.

Jæja, ?bloggóða? konan er tæmd J ekki meira í hennar kolli sem hæft er hér í netheimi svo eins gott að hæta að pikka hér inn í bili.

Gangið í ljósinu kæru vinir, elskið hvort annað og umvefjið ykkur sjálf og meðbræðurnar með hreinu og skæru ljósi Hans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Gángi þér sjálfri vel kæra Guðrún, gaman var að þið fenguð verðlaun fyrir bestu stöðina, til hamingju með það

Heiður Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nú verð ég forvitinn með símtalið En þú er frábær Guðrún mín og takk fyrir pistilinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 18:20

3 identicon

Gangi vel vinkona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hefur verið skemmtileg sýning, Guðrún.

  En varstu með leikflokknum á Hvammstanga lengi?  Ég á tengdaföður þaðan, Baldur Ingvarsson, sem tók einnig þátt í leiksýningum.  Þið kannski þekkist?  Lítill heimur, lítið land!

  Knús á þig.

Sigríður Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

ég sömuleiðis, forvitinn

Kristín Gunnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband