orkustöðvarnar og kertin

Og svona af því að ég hef hvorki verið að kommenta hjá ykkur né að blogga  udanfarið þá datt mér í hug að gleðja kertagaldraáhugafólkið með þessu hér:

ORKUSTÖÐVARNAR  SJÖ  OG  LITIRNIR:

1. Rótarstöðin er rétt neðan við mænurótina og er stöð lífsorkunnar, lífsafkomu og sjálfseftirlits. Ef þessi stöð er i ójafnvægi þá eru afleiðingar af þvi t.d óöryggi, reiði, áhyggjur af afkomu o.sv.frv.Litur stöðvar: Rauður. Til að hjálpa til við að hreinsa stöðina brennum við rauð kerti og sendum ljósið huglægt á stöðina.

2. Magastöðin sem er rétt fyrir neðan nafla og ef ójafnvægi er þarna þá kemur það helst fram í ofnautn í mat og kynlíf og getur framkallað t.d. eignaþörf og öfund svo og blöðruvandamál. Litur stöðvar er appelsínugulur og því notum við appelsínugul kerti er við hreinsum hana og sendum ljósið huglægt á stöðina.

3. Sólarplexus er fyrir ofan nafla og rétt fyrir neðan bringubein, gefur kraftinn til ósjálfráða taugakerfisins, og við ójafnvægi koma fram ótti, reiði, hatur, meltingarvandamál og þörf fyrir mikla viðurkenningu. Litur stöðvar er gulur og því brennum við gul kerti til hreinsunar, og sendum ljósið huglægt.

4. Hjartastöðin um mitt bringubein og magnar lífsorkuna. Við ójafnvægi stöðvarinnar koma fram tilfinningaleg vandamál; höfnum á ást og blóðrásarvandamál. Við heinsun stöðvar notum við annaðhvort grænan eða bleikan lit á kerti, báðir litir gilda fyrir stöðina. Sendum ljósið svo huglægt til stöðvarinnar.

5. Hálsstöðin er á hálsinum og fer inn á tal og samskipti. Þegar ójafnvægi er á þessari stöð kemur það fram í tjáningarskorti m.a. fávisku og þunglyndi. Litur stöðvar er himinblár og því veljum við fallega himinblá kerti og kveikjum á þeim og sendum orku og ljós huglægt á stöðina.

6. Ennisstöðin er á miðju enni og gefur litla heilanum orku svo og miðtaugakerfinu. Skortur á einbeitingu er fylgifiskur ójafnvægis á stöð, erfiðir draumar ótti o.fl. Við hreinsun á þessari stöð notum við dimmblá kerti eða "indigo" og enn sem fyrr sendum við ljósið huglægt á stöðina.

7.Hvirfilstöðin er eins og nafnið bendir til rétt fyrir ofan hvirfilinn og hefur hvítan eða fjólubláan lit. Þessi stöð sér um heilann okkar og þegar ójafnvægi kemst á þessa stöð eru ýmsar geðtruflanir í gangi, dapurleiki o.fl. þessháttar. Stöðina hreinsum við með hjálp hvíts kertis eða notum fjólublátt. Ljósið fært huglægt í stöðina.

Nú er um að gera að framkvæma sjálfskoðun og taka svo til hendinni og reyna þennan vísdóm, gangi ykkur vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Guðrún mín þetta var fróðlegt að vita.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.2.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

langaði bara að segja hæ 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.2.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þetta var góður pistill, Guðrún mín.  Góð upprifjun fyrir mig.  Gaman að vita að hægt er að tengja kertagaldrana við orkustöðvarnar.

  Knús á þig.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 08:57

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég þarf að kaupa fleiri liti, þakka þér fyrir upplýsingarnar, eftir að ég er búin að koma eldhúsinu mínu á stand, þá kveiki ég á kertum.

Heiður Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 10:38

5 Smámynd: Renata

þakka þér fyrir upplýsingarnar

..en ég hef mikið af hvitum og svörtum kertum, sem mér finnst gott að hafa kveikt í, spurning hvort ómeðvitundað laga ég eitthvað hjá mér :)

Renata, 21.2.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Smá innlit áður en ég yfirgef landið    Muna að trúa því bara sem að við viljum trúa er það ekki ??? í sambandi við svo margt .  . .  .  

 Bestu kveðjur til þín og Stráksa

Erna Friðriksdóttir, 21.2.2008 kl. 16:43

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Takk kærlega fyrir þetta....ótrúlegt en það var þetta sem mig vantaði akkúrat núna.

Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 18:41

8 identicon

Gaman að lesa þetta og mjög fróðlegt.

Góða helgi ...

Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 09:20

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Góða og gleðilega helgi vinkona

Heiður Helgadóttir, 23.2.2008 kl. 19:22

10 Smámynd: Helga skjol

Frábær lesning,þú ert auðsjáanlega mjög vitur kona og það er virkilega gaman að lesa svona gullmola frá þér,Takk fyrir þetta.

knús.

Helga. 

Helga skjol, 24.2.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband