15.2.2008 | 18:17
Blogg
Jæja sannarlega kominn tími á blogg ekki satt búin að vera meira og minna andlaus í þeim efnum.
Komandi helgi átti að vera algjör letihelgi, en mín var beðin um að taka aukavakt sem hún og gerði enda ekki annað hægt, það á að fara að skíra hjá mömmunni sem átti vaktina og þá er maður ekkert að vesenast, maður segir bara já.
Annars, bara allt gott, ja nema fja..... þessi öldungur sem ég er með núna hefur gífurlegt ofnæmi fyrir spjallforritum hverskonar, t.d. mínu heittelskaða yahoo, og ekki hefur kvekendið viljað samþykkja skype heldur, þannig að Elva hefur nokkuð sæmilegan frið fyrir mér hehehehehe.
Hér er allur snjór farinn, ekki hálkublettur held ég finnanlegur, og í gær fékk ég ferðafiðrildi í magann, fiðrildi sem lætur finna fyrir sér við ákveðnar aðstæður og það flögraði viðstöðulaust í gær, ekkert við því að gera, maður fer nú ekki í langferðir þegar bensínið er svona fj... dýrt hehehehe, eða þannig.
Við Helga systir skelltum okkur á kaffihúsið núna í vikunni, fengum ljómandi gott salat og notalega stund saman, fórum svo í smá búðarrölt og svo kom ég henni loksins heim til Erlu og ég held að Heiðar sé búinn að koma henni alla leið í Hólminn, alltént stóð það til.
Komandi helgi átti að vera algjör letihelgi, en mín var beðin um að taka aukavakt sem hún og gerði enda ekki annað hægt, það á að fara að skíra hjá mömmunni sem átti vaktina og þá er maður ekkert að vesenast, maður segir bara já.
Annars, bara allt gott, ja nema fja..... þessi öldungur sem ég er með núna hefur gífurlegt ofnæmi fyrir spjallforritum hverskonar, t.d. mínu heittelskaða yahoo, og ekki hefur kvekendið viljað samþykkja skype heldur, þannig að Elva hefur nokkuð sæmilegan frið fyrir mér hehehehehe.
Hér er allur snjór farinn, ekki hálkublettur held ég finnanlegur, og í gær fékk ég ferðafiðrildi í magann, fiðrildi sem lætur finna fyrir sér við ákveðnar aðstæður og það flögraði viðstöðulaust í gær, ekkert við því að gera, maður fer nú ekki í langferðir þegar bensínið er svona fj... dýrt hehehehe, eða þannig.
Við Helga systir skelltum okkur á kaffihúsið núna í vikunni, fengum ljómandi gott salat og notalega stund saman, fórum svo í smá búðarrölt og svo kom ég henni loksins heim til Erlu og ég held að Heiðar sé búinn að koma henni alla leið í Hólminn, alltént stóð það til.
KERTIN:
Frábært að nota liti kertanna til að auka virkni ákveðins andrúmslofts innan veggja heimilisins, hvort sem er að auka orkuna eða ná fram slökun.
Knús á ykkur öll krúttipúttin mín
Ykkar einlæg
Athugasemdir
Knús á þig krúttipúttið mitt ...
Maddý (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:39
Alltaf gaman að sjá meiri fréttir um kertafróðleik þinn hafðu það gott í rigningunni hér á skaganum
Brynja skordal, 18.2.2008 kl. 00:16
Knús á þig Gunna skvísa. Það er rétt hjá þér ég á flotta múttu. Takk fyrir að hlú að henni.Hún er yndisleg.og þú líka
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:32
Mér finnst þú vinna of mikið,gott að þú þó fórst með systur þinni í kaffihús það er svo gaman hafðu það gott Guðrún mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.2.2008 kl. 13:36
Kertakveðjur til þín, Guðrún
Sigríður Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 19:06
Gott hjá ykkur að fara á kaffihús, það er svo gaman að drekka gott kaffi auðvitað með góðu meðlæti, mér dettur í hug súkkulaðikaka með rjómaskvettu á.
Heiður Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.