9.2.2008 | 19:55
Kertagaldrar
Kertagaldrar eru auðvitað ekki neinir "galdrar" kannski miklu frekar svona eitthvað sem eykur áhrif bænar og hugsunar. Ég ætla að smella hérna inn smávegiis um kertin til að byrja með:
Það sem ég kann
KERTAGALDRA hef ég aðeins notað og þá með nokkuð góðri virkni, ég nota kertagaldur aldrei nema til góðs, vinn alltaf í ljósi Guðs og bið um blessun frá honum.
Ég hef notað kerti og rúnir saman, vel þá lit sem færir orku næst því sem rúnin stendur fyrir og best finnst mér að steypa kertin mín sjálf, og þá steypi ég þau í þessu áðurnefnda samhengi, mjög skemmtileg vinna því samfara.
Þegar ég er að vinna mín GALDRAKERTI þá finnst mér best að vinna þau þegar ég get verið ein og engin truflar, nota þá oftast hugleiðslutónlist á meðan, eða einhverja fallega og róandi tónlist.
Þegar ég er að "galdra" nota ég bænir og bið um vernd, vernd fyrir mig og málstaðinn sem ég er að senda á, kveiki á kertunum mínum, sendi orku og ljós á það sem galdurinn beinist að, gef mér stund í þögn og hugleiðslu á virknina, loka síðan með bæn, læt kertið brenna út eða slekk á því með KERTASLÖKKVARA og HENDI restinni af kertinu, las einhversstaðar að þannig ætti að fara að og ég fylgi því.
Litirnir eru mjög áríðandi í þessu tilelli að mínu mati og eins má segja að meðferð kertanna skipt líka máli, sumir nota olíur þ.e. það sem kallað err að "klæða" kertin, en ég hef ekki gert það. Auðvitað getum við keypt kertin okkar og ég geri það líka, t.d. hef ég ekki náð að steypa mér kerti í sterkasta litnum þannig að mér líki svo ég kaupi þau alltaf.
Það skiptir miklu máli hvernig við förum með kertin okkar sem við ætlum að nota í galdur, ég geri mín kerti sjálf, nota heilandi tónlist og gef mér tíma til að gera hverja og eina lögun að því sem hun á að standa fyrir. ég "fínpússa" svo þegar ég ákveð nánari notkun á kertinu , blá kerti fyrir.... síðan ef ég ætla að nota þau til að færa xx gleði, þá tek ég kertið og blessa það, sendi á það óskina mína og kveiki síðan á kertinu með bæn(mína eigin hugsun) og hér er ein bæn sem ég fann á síðunni sem ég heimsótti svo oft:
Kalla ég blessun Gyðjunnar og Guðs til fundar
af einlægni hjarta míns bið ég þess nú
Brennið nú burt til 12 stundar
böl sorg og kvíði, ykkur er eytt.
Eyðist nú myrkur og opnist á sól
Opnist á gleðinnar bál
megi þá margir gleðjast um (jól)
minnast síns Guðs í sál
Svo loka ég bara stundinni með einhverri fallegri bæn, minni eigin eða annarra, eftir því hvað mér finnst passa og leyfi svo kertunum að brenna upp/niður eða hvað við viljum kalla það.
Þegar við höfum blessað kertin til ákveðinna nota og kveikt á þeim í ákveðnum tilgangi, látum við þau brenna svo lengi sem við getum, ef við þurfum að slökkva á þeim, þá fyrir alla muni, ekki blása, notið kertaslökkvara eða notið fingurómana til að kæfa eldinn, gætið þess þó að brenna ykkur ekki, hendið síðan kertastubbnum, það er mjög áríðandi, því ef við notum kertið aftur getur það ruglað galdurinn okkar.
Ég hef notað kerti og rúnir saman, vel þá lit sem færir orku næst því sem rúnin stendur fyrir og best finnst mér að steypa kertin mín sjálf, og þá steypi ég þau í þessu áðurnefnda samhengi, mjög skemmtileg vinna því samfara.
Þegar ég er að vinna mín GALDRAKERTI þá finnst mér best að vinna þau þegar ég get verið ein og engin truflar, nota þá oftast hugleiðslutónlist á meðan, eða einhverja fallega og róandi tónlist.
Þegar ég er að "galdra" nota ég bænir og bið um vernd, vernd fyrir mig og málstaðinn sem ég er að senda á, kveiki á kertunum mínum, sendi orku og ljós á það sem galdurinn beinist að, gef mér stund í þögn og hugleiðslu á virknina, loka síðan með bæn, læt kertið brenna út eða slekk á því með KERTASLÖKKVARA og HENDI restinni af kertinu, las einhversstaðar að þannig ætti að fara að og ég fylgi því.
Litirnir eru mjög áríðandi í þessu tilelli að mínu mati og eins má segja að meðferð kertanna skipt líka máli, sumir nota olíur þ.e. það sem kallað err að "klæða" kertin, en ég hef ekki gert það. Auðvitað getum við keypt kertin okkar og ég geri það líka, t.d. hef ég ekki náð að steypa mér kerti í sterkasta litnum þannig að mér líki svo ég kaupi þau alltaf.
Það skiptir miklu máli hvernig við förum með kertin okkar sem við ætlum að nota í galdur, ég geri mín kerti sjálf, nota heilandi tónlist og gef mér tíma til að gera hverja og eina lögun að því sem hun á að standa fyrir. ég "fínpússa" svo þegar ég ákveð nánari notkun á kertinu , blá kerti fyrir.... síðan ef ég ætla að nota þau til að færa xx gleði, þá tek ég kertið og blessa það, sendi á það óskina mína og kveiki síðan á kertinu með bæn(mína eigin hugsun) og hér er ein bæn sem ég fann á síðunni sem ég heimsótti svo oft:
Kalla ég blessun Gyðjunnar og Guðs til fundar
af einlægni hjarta míns bið ég þess nú
Brennið nú burt til 12 stundar
böl sorg og kvíði, ykkur er eytt.
Eyðist nú myrkur og opnist á sól
Opnist á gleðinnar bál
megi þá margir gleðjast um (jól)
minnast síns Guðs í sál
Svo loka ég bara stundinni með einhverri fallegri bæn, minni eigin eða annarra, eftir því hvað mér finnst passa og leyfi svo kertunum að brenna upp/niður eða hvað við viljum kalla það.
Þegar við höfum blessað kertin til ákveðinna nota og kveikt á þeim í ákveðnum tilgangi, látum við þau brenna svo lengi sem við getum, ef við þurfum að slökkva á þeim, þá fyrir alla muni, ekki blása, notið kertaslökkvara eða notið fingurómana til að kæfa eldinn, gætið þess þó að brenna ykkur ekki, hendið síðan kertastubbnum, það er mjög áríðandi, því ef við notum kertið aftur getur það ruglað galdurinn okkar.
ég er að hugsa um að setja meira hér inn, t.d. um litina, ekki alveg núna, en....
Kveikið nú á kerti fyrir ykkur sjálf í kvöld, t.d. hvítu sem er fyrir heilun, sannleikann, andlegu hliðina okkar og friðinn.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta mín kæra. Ætla að prófa í kvöld. En hvað með önnur kerti eins og ilm- og sprittkerti? Sorry, hef bara svo rosa margar spurningar?
Sigríður Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 20:55
Ég hef ekki notað sprittkerti, nema svona til að styrkja kerti en mjög sjaldan, finnst betra að nota kerti af sömu stærð. ilmkerti eru ekkert verri en hver önnur, en tímum við að henda þeim ef við höfum ekki tíma til að brenna þau alveg, ég tími því ekki. Hef notað ilmkerti þegar ég hef haft tíma til að láta það brenna alveg niður.
Ilmir gegna miklu hlutverki fyrir mig t.d. í hugleiðslu s.s. sandalwood og fleiri góðir, alveg heill kapituli út af fyrir sig.
Vona sannarlega að þú hafir fundið friðinn sem fylgir þegar maður einbeitir sér að þessu og gefur sér tíma. Man eftir einu skipti sem ég var að "galdra" var með "magenta" lit á kerti og að mig minnir hvít stuðningskerti, þannig að þetta voru 3 kerti, en þegar ég fór með bænina, hugleiddi á manneskjuna sem ég var að senda ljósið, þá funhitnaði allt í kringum min, og þá meina ég FUNHITNAÐI, ég tékkaði á ofninum til að vera viss um að hann hefði ekki rokið upp, en nei, þetta var orkan sem fór af stað
Magenta er sterkasti litur kertanna, hann er svona 911 eða öllu heldur 112 kertanna, og við notum hann bara í neyð!
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 22:42
Galdrakerling Gunna mín :) Þú munt veit ég senda mér og mínum annað slagið það veit ég :)
Vildi líka kvitta fyrir innlitið
Erna Friðriksdóttir, 9.2.2008 kl. 22:50
Erna, þú ert aldrei langt frá mér vinan.
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 23:16
Hey þekkjumst við ekki?
Annars er ekki í boði að kveikja á kerti hér heima hjá mér svona almennt. Nema auðvitað Gullrassinn sé í Rjóðri. En ég hugsa mér kertaljós er það gilt?
Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 23:17
það er örugglega gilt í þínu tilfelli Fjóla mín, það er ekki spurning, svo framarlega sem þú getur séð kertið þitt/þín fyrir þér þá virkar það.
Jú við höfum hist stelpa á Hvammstanga og bara heima hjá þér minnir mig.
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 23:27
Afhverju dettur mér í hug nærföt? Kom ég samt ekki heim til þín meðTuppervare? Mér finnst það einhvern veginn. Einnig að þú hafir verið virk inn á síðu Gullrassins.
Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 23:52
PASSAR!! Jú sennilega Fjóla, Tupperware og nærföt
Kysstu svo litla gullrassinn, þennan hetjukall sem þið eigið
Guðrún Jóhannesdóttir, 10.2.2008 kl. 00:14
Þetta er mjög fróðlegt. Hlakka til að vita um litina líka.
Maddý (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 04:13
Mjög fróðlegt Guðrún mín, gaman að fylgjast með þessu
Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 09:50
Þú ert algjör snilli
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.