4.2.2008 | 22:52
ekki spáði ég rétt
Fjölnir sigraði Skallagrím og nú mætast í Höllinni Snæfell og gamli þjálfarinn þeirra hann Bárður með sitt lið Fjölni, spennandi að sjá hvernig það er, auðvitað vil ég að Snæfell sigri
Allt er í rétta átt hjá Elvunni minni, komin heim í dekur til eiginmannsins og sonar, fær hjúkku heim daglega ennþá eftir því sem ég best veit, en hún fer bara vel með sig.
Ég held að löppin sé bara búin að ákveða að vera sæmileg við mig, enda ætlaði ég að henda henni ef hún lagaðist ekki, fara svo í Össur og fá einhverja betri löpp hehehehehehe.
Hér er éljagangur og smá belgingur, skefur og er hálfnapurt, en það er jú bara vetur og þýði lítt að kveina, mér skyldist um daginn að það hefði meira að segja sést snjókorn á Elvu svæði og í Sönderborg snjóaði, hvað er þá eðlilegra en svona veður á gamla góða kalda Fróni
Held að ég láti þetta duga í kvöld, bið þess að nóttin fari vel með ykkur.
Gangið á Guðs vegum kæru vinir
Athugasemdir
Hér í himnaríki er sól og blíða...hvar ertu eiginlega stödd í heiminum elskan?
Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 23:29
Ég er nú hérna á þeim annars ágæta stað Akranesi, sit undir sæng með fartölvuna og ráfa um netheima. Hvaða himnaríkissól er hjá þer í myrkinu hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 23:34
Góður vinur minn sem missti fót í slysi sagði að það væri mjög gott að vera með svona lausar lappir, ef manni klæjar á bakinu þá er svo fljótlegt að rífa af sér löppina og nota hana til að klóra sér á bakinu...
Maddý (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 00:06
Vona að fótur batni, og nýtist þér afram vel....þó svo að ekki getir þú notað hann sem klóru á bakið!
En er að hugsa svolítið um kerti og datt í hug að spyrja: Skiptir máli hvort kertin eru t.d. dökkgræn, ljósgræn, mosagræn, flöskugræn osfr. í kertagöldrunum þínum?
kveðja S.
Sigríður Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 22:47
Vona nú að þú sért búin að ná heilsu í fætinum, hvað er þetta með kertagaldra sem að ég les um, en spennandi, vil gjarnan fræðast nánar um þá. Farðu vel með þig.
Kram Heidi
Heiður Helgadóttir, 7.2.2008 kl. 09:19
Fjölnir er "mitt"lið.Knús á þig skvísa
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.