GRÁTUR OG GNÍSTRAN TANNA

Já nú er grátur og gnístran tanna hjá mér, tölvan mín er DAUÐ held égCryingCryingCrying sennilega fengið einhvern vírus og ég held að ég viti hvaðan, arg og enn meira ARG

Jæja, þá er bara að brosa í gegnum tárin og berjast við fartölvuna, en hún er eitthvað í fýlu við hina síðuna mína og ég get ekki bloggað þar svo nú verð ég "bara" hér um sinnWink

Allt í góðum farvegi hjá Elvu, hún er komin heim, fær hjúkku í heimsókn daglega þar sem hún er eitthvað smágötótt ennþá útvortis, annars er hún búin að blogga um herlegheitin og er það hér 

Annars fátt eitt, er búin að jarða áhyggjurnar sem ég talaði um um daginn, get hvort sem er ekkert gert í því máli, ekki á mínu færi og nú bara smæla ég framan í heiminn og fæ það margfalt til baka.

Má til með að segja ykkur frá einu litlu en samt svo stóru atriði sem kom til mín um daginn.

Það kom kona í lúguna til mín, kona sem ég afgreiði stundum, veit ekki hvað hún heitir, en hún er ein af þessum konum sem manni líkar vel við um leið og maður sér hana Heart, já nema það að í útvarpinu hljómar þetta lika frábæra kántrý lag, svo ég segi svona við hana að hún megi nú ekki fara úr lúgunni, hún se með svo skemmtileg tónlist. Hún sagðist fara og koma snarlega til baka, sem hún og gerði, skrifaði disk fyrir mig og.... GAF MÉR.   Ekki ónýtt, og kann ég henni bestu þakkir fyrir, mikið hlustað á diskinn.

Þetta er nú bara svona lítil saga um það hve gott fólk er í kringum mig, hvort sem það eu kúnnarnir hjá Olís, vinnufélagar, vinir mínir, fólk sem ég þekki ekki einu sinni með nafni, og svo þið í bloggveröldinni InLove

En, jæja það fer að líða að vinnu hjá mér, er að vinna til kl 12 í kvöld og svo frá kl 8 í fyrramálið til kl 4 á morgun, svo það er eins gott að fara að standa á lappir og losa sig við fartölvuna til síns heima.

 

Knús á ykkur kæru vinir, njótið þess að vera til. Megi ljósið umvefja líf ykkar alla daga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hey Gunna, þú skuldar mér mail he he he   en ég skal bara bíða róleg ........  Þú mátt ekki ofgera þér á vinnuálagi..........Kveðja til þín  

Erna Friðriksdóttir, 31.1.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ slæmt með tölvuna þína en gott að þú getur þó bloggað. Mikið er það gott að Elva vær hjúkku vonandi að henni vari nú að batna ég sendi henni góða orku En þú ert svo dásamleg öllum þykir væntu þig. Þetta var falleg saga. knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 16:31

3 identicon

Er ekki bara nóg að vírusleita og keyra ccleaner og ad-aware?  Dugar alltaf vel hjá mér þegar ég finn eitthvað gruggugt.

Maddý (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

strákurinn er kominn með puttana í málið, tölvufj.... kveikir ekki á sér, hún bara rumskar og fer svo að sofa aftur hehehehehe, held að þetta sé kannski ekki svo alvarlegt, kemur í ljós um eða upp úr helginni.

Takk fyrir fallegu orðin til mín hérna, kærleiksknús á ykkur öll.

Erna mín, ég fer að setjast niður og senda mail, þú átt það sannarlega inni.

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.2.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband