24.1.2008 | 22:47
Bestu bestu þakkir kæru bloggvinir mínir :*
Jæja, talaði við Elvuna mína í dag, hún var bara nokkuð hress, þjáðist af hiksta síðastliðinn sólarhring en var laus við hann í kvöld þegar ég talaði við hana í seinna skiptið. Hún er ykkur öllum þakklát fyrir hlýjar hugsanir og bænir ykkar og ljós, það er alltaf svolítið erfitt að vera í nýju landi og lenda í svona hremmingum, sem sannarlega hefðu ekki þurft að verða svona slæmar ef læknarnir hefðu hlustað og tekið mark á henni þegar hún fór til þeirra fyrst og var sagt að FLENSA væri að hrjá hana og færi svona illa í aðgerðarsvæðið aaarrrg!!!
Hvað um það, hún veit ekki hvenær hún fær að fara heim, það kemur bara í ljós.
Að allt öðru! það er sannarlega vetur hérna núna, og það er snjór og ég held að það stefni í einhverja hríðargusu, bara hressandi, ekki græt ég það þó maður sjái smá snjó, þarf ekkert að verða mikið meiri en komið er þetta er fínt.
Ég hef ekki verið mjög dugleg að kommenta hjá ykkur þessa daga, verið arfaslök í því reyndar, en ég hef heimsótt ykkur öll samt reglulega. Gaman finnst mér að sjá að hér birtist í kommentakerfinu hún Hanna Sigga mín frá Hvammstanga, ef þú lest þetta krúttan mín, skilaðu kveðju í Lillukórinn og KYSSTU Guðjón fyrir mig á báðar kinnarnar ( ekki ra....kinnarnar hehehehe) en æ, ég sakna ykkar stundum, meira í dag en ég gerði fyrsta veturinn minn eftir að ég fór.
Farið varlega í snjónum og hálkunni, njótið daganna og megi ljósið umvefja ykkur alla daga og nætur.
Ykkar mikið minna stressuð mammzan
Athugasemdir
Yndislegt að henni líður betur, það er steini af manni létt. Læknar mættu sko hlusta stundum á fólk !
Hafðu það gott og hún líka.
Ragnheiður , 25.1.2008 kl. 00:51
Gunna, það er BANNAÐ að láta einhvern KYSSA einhvern gegn um bloggsíður........ Varstu ekki búin að lesa smáa letrið í skilmálunum ???
Þar er einmitt BANNAÐ KOSSAFLENGS, KNÚS EÐA AÐRIR TILBURÐIR TIL K................................... he hehehe heheheh
Kærleikskveðja til þín
Erna Friðriksdóttir, 25.1.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.