Nánari fréttir í dag

Takk elsku bloggvinir og allir þeir sem sendu henni dóttir minni ljós og bænir.

Hún er komin á almenna deild, fór þangað í gær, eitthvað pokadót hefur verið týnt utan af henni og hún er með 1 poka sem liggur í bakið (óóóóóó Crying ég er svo hrædd við nálar heheheheWink) með lyfjum, bæði verkja og sýkla skildist mér. Hún er búin að vera frekar uppdópuð svo Raggi hefur kannski ekki alltaf náð öllu sem hún hefur verið að reyna að segja, eða hún ekki komið öllu frá sér, en þar sem verkjalyfin hafa verið minnkuð þá er það nú á réttri leið, enda þorði hann ekki annað en að henda í þvottavél í gær, svona ef hún færi að spyrja um heimilishald.LoL

En sem sagt, nýjar fréttir ættu að koma inn hér í nótt eftir vinnu hjá mér. endalaust mikið þakklæti til ykkar sem höfðuð stelpuna mína í bænum ykkar, þið megið gera það enn um sinnHeart

Að öðru.

Alltaf gaman að rekast á gamla viniHeart og það gerðist einmitt núna í fyrradag, fann gamlan vin frá Bíldudal, einmitt hérna á moggablogginu, það verður gaman að rifja upp liðin tíma, hann var helsti dansfélagi minn hér í denn á böllunum í Baldurshaga, sneri mér og þeytti sem skopparakringlu í kringum sigGrinWizard, oft hef ég saknað þess. Gaman að ná sambandi við þig á ný "gamli" minn

Knús og enn meira knúsInLove

Megi dagurinn verða ykkur góður og megi ljósið umvefja líf ykkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi fer henni að batna sem fyrst. Kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Adda bloggar

hugsa til þín og dóttur þinnar

Adda bloggar, 23.1.2008 kl. 14:42

3 identicon

Hæ hæ Gunna mín. Vonandi fer henni Elvu að batna og elsku Kella mín við sendum ykkur báðum ljós. En ...........................ég sá á bloggi þínu að hún Sylvía okkarer orðin já orðin............................20 ára jeminn hvað gerðist hvar hef ég verið síðustu ár............................hvað tíminn líður hratttttttttttttt...........bið að heylsa henni og auðvita Estu og Skúla líka.Gunna mín ekki var ég hissa að lesa það að þú rekist á gamla vini.................................mannstu söngferðirnar okkar ........................ummmm hef upplifað þetta ................skrítið Gunna hitti gamlannnnnnnnnnn...............Jæja kella mín hafður það gott og farðu vel með þig kveðja Hanna Sigga

Hanna Sigga (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:18

4 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi fer hún að lagast, ég gæti sko tekið að mér að vera nálapúði fyrir alla. Mér er svo sama um svona stungur

Bestu óskir um góðan bata til hennar

Ragnheiður , 23.1.2008 kl. 17:25

5 identicon

<center><a href="http://www.sparkletags.com/browse.php?folder=Condolences/Thoughts%20And%20Prayers" target="_blank"><img src="http://i192.photobucket.com/albums/z195/sparkletags4/Thoughts%20And%20Prayers/prayers12.gif" alt="Best images, comment images, layouts and more for your profile on SparkleTags.com" border="0"><br><font size="-2"><b>Best graphics, layouts, and more for your profiles!  Click Here!<b></font></a></center>

xxx (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband