Það berast ekki alltaf góðar fréttir :´(

Fékk ekki góðar fréttir í gær, Elva flutt á sjúkrahús í Randers í fyrrinótt með sýkingu. Fór í aðgerð á dögunum, tekin blaðra á eggjaleiðara, fékk sýkingu upp úr því, liggur inni nokkra daga sögðu læknar í gær “snökt snökt”  og þá rífa sig upp heilmiklar mömmuáhyggjur.

Hjálmar er nú reyndar svo heppinn að eiga góða að, hann kynntist íslenskum strák sem á heima þarna örstutt frá (heimili Hjálmars) og ég held  að hann fari þangað eftir skóla, hann var þar í gærkvöldi og mér skilst að honum sé velkomið að vera þarna eins og þarf, gott fólk og hjálplegt.

Nú vantar mig bara bænheitt fólk sem vill senda stelpunni minni góðar bænir og heilun þar sem hún liggur á  Regions Hospital í Randers hæð c 6 stofa 5.

Annað var það nú ekki í bili

Knús til ykkar allra og gangið í ljósinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þakka þér fyrir Valli minn, góðar hugsanir og bænir gera gagn, því trúi ég. Megi dagurinn vera þér góður

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Ragnheiður

Æj æj allar mínar góðu hugsanir fáið þið mæðgurnar. Vonandi verður þetta allt í lagi hjá henni

Kær kveðja til þín

Ragnheiður , 21.1.2008 kl. 18:50

3 identicon

Auðvitað er beðið fyrir stelpunni þinni.Guð blessi ykkur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Takk elsku þið öll hún verður á einhverri hágæslu í nótt og verður a.m.k. 4 sólarhringa enn.  Það er ekki búið að loka henni enn, en það er bara af góðu, minnka þrýsting og þ.h..

Bið Guð að blessa ykkur öll og veit að þið haldið áfram að senda heilandi og fallegar bænir. Takk fyrir að vera til  

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

sæl Guðrún, hvað heitir stelpan þín ...

Þórunn Óttarsdóttir, 21.1.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

ég meina hvað heitir hún fullu nafni...

Þórunn Óttarsdóttir, 21.1.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Sæl Þórunn.

Hún heitir Regína Elva Jónsdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

takk

Þórunn Óttarsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:03

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

mitt að þakka Þórunn mín

Allar góðar hugsanir, bænir og ljós hrífa.

Risaknús á ykkur öll

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 22:14

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bestu kveðjur Gunna mín...vona svo sannarlega að allt fari vel.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:27

11 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

vinir hjálpast að, líka bloggvinir,

Þórunn Óttarsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:27

12 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Bestu veðjur, vona að allt fari vel

Kristín Snorradóttir, 21.1.2008 kl. 22:35

13 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

ég meina bloggvinir eru vinir, ekki satt

Þórunn Óttarsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:35

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

jú sannarlega er ég búin að sjá það að bloggvinir eru einmitt líka vinir, þess vegna setti ég nú þessa færslu. Takk enn og aftur fyrir ykkar góða hug kæru vinir mínir.

Megi góður Guð blessa ykkur

Ykkar einlæg 

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 22:49

15 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

bestu kveðjur frá Borgarnesi, með bataóskum til Elvu

Guðrún Vala Elísdóttir, 22.1.2008 kl. 09:57

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ég skal biðja fyrir henni, eins og Þórunn segir vinir hjálpast að og líka bloggvinir.Kær kveðja Guðrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.1.2008 kl. 13:50

17 Smámynd: SigrúnSveitó

God bedring, tilhanda stelpuskottinu þínu

SigrúnSveitó, 22.1.2008 kl. 14:41

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fallegar hugsanir til ykkar allra

Jóna Á. Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband