18.1.2008 | 17:17
engar pönnsur í dag :)
en mér var nú boðið í kaffi og köku, gott að eiga góða granna, Hera var að baka og bauð ömmu sinni í smakk.
Yndislegt veður hér í dag, svolítið kalt en það gerir nú ekki mikið til, snjór yfir öllu og svo krúttlegt. Er í fríi í dag en á helgina, opnum kl 7 á laugardögum, ÚFF það finnst mér nú glataður tími en svona er þetta samt, sem betur fer er ekki opnað fyrr en kl 9 á sunnudögum.
Elsta barnabarnið hún Sylvía Hera verður 20 ára á morgun, ætlar að hafa kaffi fyrir eðalgesti og svo ætlar hún að vera svo dugleg að hafa matarveislu fyrir vinina annað kvöld, dugnaðarstelpa, er samt búin að liggja veik heima og hefur ekki getað gert nein ósköp, en hún verður nú bara tvítug einu sinni svo það er eins gott að gera eitthvað sér til skemmtunar.
Helv... þurrkarinn minn er ekki að sinna þeim verkum sem fyrir hann eru lögð, svo nú þarf að fjárfesta í klemmum og fara að hengja út brrrrrr, eða nota innisnúrur, svona allt upp á gamla mátann tími sko ekki að kaupa mér nýjan núna, það verður að bíða betri tíma enda komst maður af hér áður og það hlýtur að ganga núna líka hehehehe, væri miklu frekar til í að kaupa mér svefnsófa, svona ef Jakob og Elísa kæmu, nú eða Karen mín Rut.
Annars, fátt eitt, og á meðan ekkert slæmt.
Er ekki í neinum bloggham þessa dagana, vonandi fer að rætast úr því þegar sólin hækkar á lofti enn meir og sinnið verður glaðara , maður verður að finna einhverja afsökun fyrir andleysinu.
Ætla ekkert að reyna að berja hér inn meira að sinni, bið ykkur bara að eiga góða helgi og takk fyrir tjáslurnar elskurnar, alltaf hægt að slá í pönnur ef þið nennið í kaffi, bara láta vita af sér svo konan sé heima en ekki að vinna.
Elsku Sara mín Diljá, rosalega er gaman að vita af þér hérna elsku krúttan mín, viltu skila góðri kveðju til hennar mömmu þinnar frá mér.
Bið um blessun fyrir ykkur mínir elskulegu bloggvinir
mammzan/Gunna
Athugasemdir
Hafðu það gott kærabloggvinkona.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.1.2008 kl. 19:14
Ég ætlað segja kæra bloggvinkona.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.1.2008 kl. 19:15
Vá hvað tíminn líður....sylvía 20 ára, til hamingju með barnabarnið, já svo batnar skap og geð með hækkandi sól
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.1.2008 kl. 20:23
Hafðu það gott mín kæra bloggvinkona.
Heiða Þórðar, 19.1.2008 kl. 15:53
Til hamingju með skvísuna.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.